USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Trump for­seti og efna­hags­mál­in

Skilningur á virkni efnahagsmála er forsenda fyrir árangri góðra stjórnmála

afp-20241102-36lf842-v2-highres-topshotusvotepoliticstrump (1)
Mynd: AFP

Donald Trump er nokkuð samkvæmur sjálfum sér í málflutningi um efnahagsmál. Nú, eins og fyrir áratugum síðan, kvartar hann yfir því að Bandaríkin hafi viðskiptahalla, flytji meira inn en út, á meðan aðrar þjóðir, eins og Kína, Japan og Þýskaland, hafi viðskiptaafgang, flytji meira út en inn. Og hér hefur hann nokkuð til síns máls.

Lönd sem hafa afgang á viðskiptum við útlönd framleiða meira magn vöru og þjónustu en þau kaupa sjálf og reiða sig þá á aðrar þjóðir að kaupa það sem upp á vantar (e. beggar-thy-neighbor). Þetta er einnig unnt að orða á þann hátt að afgangslöndin spari meira en sem nemur innlendri fjárfestingu og fjárfesti mismuninn erlendis, á meðan hallalöndin þurfa að nýta sér sparnað annarra þjóða til þess að fjármagna innlenda fjárfestingu. Slík stefna er ekki til fyrirmyndar nema fjárfestingartækifæri séu betri í öðru landinu eða aldursdreifing önnur.

Segja má að Bandaríkjamenn séu „neytandi til þrautarvara“ í heimshagkerfinu, kaupi það sem aðrar þjóðir framleiða og vilja ekki nota sjálfar. Bandaríkin með sinn 949 milljarða dollara viðskiptahalla geta eytt umframsparnaði Þýskalands, Kína, Japans, Niðurlanda og Noregs og komist langt með afgang Rússlands. Í Evrópu er það Bretland sem gegnir þessu hlutverki með 100 milljarða dollar halla. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að hafa tryggt lagaumhverfi, ensku sem tungumál og djúpa fjármálamarkaði sem laðar að fjárfesta.[566a80]

En af hverju skiptir þetta mynstur máli? Samkvæmt Trump eru afgangsþjóðirnar að „stela“ störfum frá Bandaríkjunum. Verðmæt störf í iðnaði hverfa og verða til í Kína, Japan og Þýskalandi. Hann hefur meira að segja gengið svo langt að Bandaríkjunum stafi ógn af þýska bílaiðnaðinum enda þótt þýskir bílar séu einnig framleiddir í Bandaríkjunum.

Skaðleg viðbrögð

Leiðir skilja á milli málflutnings Trumps og hefðbundinnar hagfræði þegar kemur að því hvað Bandaríkin geta gert til þess að minnka viðskiptahalla sinn. Leið Trumps felst í því að leggja tolla á allan innflutning, byrja á 60% tolli á allan innflutning frá Kína og leggja svo 10% toll …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.