Þeirri staðreynd að byggingariðnaðurinn beri ábyrgð á allt að fjörutíu prósent kolefnislosunar á heimsvísu er gjarnan haldið á lofti. Auk ábyrgðar á fyrstu nýtingu um helmings allra náttúruefna og um þriðjungs alls úrgangs. Að baki öllum þessum efnum og útblæstri eru ferlar og kerfi utan um uppbyggingu, rekstur og viðhald stærstu mannvirkja mannkyns. Hér er arkitektúr miðlægt afl og getur ýmist stuðlað að því að viðhalda núverandi ástandi, gefið í losun og auðlindasókn, eða knúð fram nauðsynlega breytingu grunnkerfisins. Kerfis, sem byggingaiðnaðurinn, bankar og samfélagið allt hefur hvílt á og við stöndum frammi fyrir að endurhanna og umbreyta.
Á okkar tímum felst framsækni og nýsköpun í arkitektúr, sem löngum var tengd nýbyggingum úr nýjum efnum, fyrst og fremst í því að skipta út ósjálfbærum og úreltum kerfum byggingariðnaðarins. Meðal annars með því að teikna upp og innleiða ferli sem undirbyggja endurreisn, endurheimt og endurnýtingu. Og takmarka um leið taumlausan ágang á auðlindir jarðar með því að beita ígrundaðri og vandaðri nálgun. Dæmi um verkefni sem varpa ljósi á nýjar aðferðir í arkitektúr er farandsýningin Beyond Zero.

Öll lifum við og hrærumst í ósjálfbærum kerfum samfélagsins sem við höfum líkamnað. Til þess að umbreyta kerfunum dugir því ekki að nálgast þau einungis sem fyrirbæri fyrir …