USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Börn og aldr­að­ir

Blað vikunnar fjallar um börn og öldrun. Umgjörðin sem þessir tveir hópar búa við sýnir nokkuð vel hvernig samfélag okkur hefur tekist að byggja upp.

Í ritgerð sinni um efnahagslega möguleika barnabarna okkar (Economic Possibilities for our Grandchildren) setti hinn merki hagfræðingur John Maynard Keynes fram þá kenningu árið 1933 að náttúruleg efnahagsleg þróun auðugari ríkja fælist í minni vinnu. Raunar reiknaði hann það út að miðað við tækniþróun þá gæti hver vinnuvika styttst í um 14 klukkustundir á hundrað árum.

Árangurinn nú þegar rúm 90 ár eru liðin er þó enn kringum 36-40 stunda vinnuviku. Sem þýðir að á næsta tæpa áratug þurfa gervigreindin og róbótarnir að hjálpa okkur við að stytta vinnuvikuna um 22-26 klukkustundir. Það eru um þrír venjulegir vinnudagar. Framleiðni þarf að aukast verulega til að vinnuvikan styttist svo mikið svo hratt.

Án þess að hafa komist nær markmiðinu um styttri vinnuviku til að hafa meiri tíma með börnum okkar, barnabörnum, foreldrum eða öfum og ömmum þá höfum við þess í stað komið upp kerfum.

Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra var sérstaklega lagt ofan á skattheimtu fyrir áratugum síðan en skortur á rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra er samt óstöðvandi umræðuefni. Það er þó ekki verið að senda fólkið út í geim heldur þarf einvörðungu að byggja yfir það hentugt húsnæði með hæfilegri þjónustu til að efri árin verð áhyggjulaus.

Við getum tekið við skólabörnum við sex ára aldur í skólum. En við getum enn ekki tekið við öllum börnum í leikskóla þegar að fæðingarorlofi foreldra lýkur, ástand líkt og fyrir áratugum síðan. Eins þurfa börnin að bíða í löngum röðum eftir lögbundinni þjónustu sem sem þau eiga rétt á samkvæmt barnasáttmálanum og umboðsmaður bendir á.[1]

Árangurinn frá því Keynes skrifaði ritgerðina um hagfræðina fyrir barnabörnin hefur verið gífurlegur varðandi auknar lífslíkur[2] og nánast útrýmingu á barnadauða. Spurningin sem æpir efnahagslega á okkur er til hvers þeim árangri var náð.

Tilvísanir

  1. https://visbending.is/greinar/bid-barna-eftir-thjonustu-er-dyrkeypt/

  2. https://visbending.is/greinar/aukid-langlifi-kallar-a-umbreytingar/

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.