USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Gjald­eyr­is­inn­grip seðla­banka gegn verð­bólgu

Þrjú gröf unnin upp úr íslenskum hagtölum sýna gjaldeyrisinngrip Seðlabankans, gengi krónunnar og mismunandi undirliði vísitölunnar.

Inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkað fyrr í mánuðinum var ekki stórkostlegt þótt það hafi ratað í fréttir. En þó fréttnæmt. Nafngengi krónunnar tók stökk samhliða því, sem var væntanlega ætlunin, eftir veikingarfasann sem hún er búin að vera í gangi í haust.

Líklegast er að ætlun Seðlabankans sé að reyna að draga úr innfluttum verðbólguþrýstingi og kannski tekst það, þótt efast megi um heildaráhrif aðgerðanna.

fx - cbi net fx purchases
Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn fyrr í mánuðinum af álíka miklu afli og í upphafi janúar og fyrir ári síðan.

Þetta er þó ólíklegt að skipta máli í stóra samhenginu. Fyrir utan að raungengi krónunnar er líklega að verða nokkuð sterkt vegna of mikillar verðbólgu svo nafngengi krónunnar ætti bráðum að veikjast hægt og rólega. Til langs tíma hefur það verið húsnæðisliðurinn sem hefur skipt langmestu máli þegar kemur að langtímaverðbólgu á Íslandi. Innfluttar vörur, m.t.t. gengis krónunnar eru þar hvað veigaminnstar.

fx - fx rates
Sveiflur á gengi krónunnar yfir sama tímabil og veltutölur sem sýndar eru á mynd 1 samhliða gjaldeyrisinngripum.

Svo ef Seðlabankinn vill koma verðbólgu niður, til langs tíma, á hann óhikað að beina lána- og fjárfestingarflæði fjármálakerfisins í átt að fjármögnun á auknum íbúðabyggingum. Það ýtir undir aukið byggingarmagn og dregur úr skorti á íbúðum. Verðlagsþrýstingur sem verður til vegna skorts á húsnæði minnkar í kjölfarið.

IMG_1619
Þróun ólíkra undirliggjandi þátta í vísitölu neysluverðs sýna vel hvernig húsnæðisliðurinn hefur vaxið umfram aðra liði allt frá 2013 og sérstaklega frá 2017 en tekur síðan mikinn kipp 2021.

Það er ágætt að hafa í huga að slík lánaleiðsögn hefur verið notuð af mörgum þjóðum í gegnum árin þegar þær vilja ýta undir uppbyggingu og framleiðslu á t.d. iðnaðarvörum (s.s. Japan, Suður Kórea, Tævan, Frakkland, Bandaríkin) eða húsaskjóli (s.s. Japan, Bandaríkin).

Satt best að segja finnst mér slík langtímaáætlun, sem ýtir undir aukið byggingarmagn á íbúðum, líklegri til árangurs, a.m.k. til langs tíma, heldur en inngrip á gjaldeyrismarkaði og of háir stýrivextir.

Heimildir

  • www.patreon.com/icelandicecon Slóð

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.