Til baka

Grein

Hörpu-áhrifin

- skipta einfaldlega máli

dsf0775
Mynd: Golli

Allir Íslendingar þekkja Hörpu enda hýsir hún margvíslega tónleika, ráðstefnur og sýningar árið um kring, auk þess sem sjálf byggingin er orðin tákn um skapandi orku borgarinnar.

Nýverið vann greinarhöfundur skýrslu að frumkvæði Hörpu fyrir hönd Rannsóknaseturs skapandi greina um hagræn áhrif af starfsemi Hörpu ohf. Kortlagning á hagrænu fótspori Hörpu er mikilvæg enda er það mun víðtækara en það sem birtist í ársreikningum félagsins.

Þessi hagrænu áhrif köllum við „Hörpu-áhrifin“.

Í „Hörpu-áhrifunum“ felast umtalsverð efnahagsleg áhrif á íslenskt hagkerfi. Sambærilegar úttektir hafa til dæmis verið gerðar á Óperuhúsinu í Sidney og tónlistarhúsinu í Bristol í Bretlandi. Þá hafa verið gerðar áhugaverðar rannsóknir á áhrifum tónlistarhússins í Hamborg (Elbphilharmonie) en þar er talað um hin svokölluðu „Hamborgar-áhrif“. Þá eru þekkt svokölluð „Bilbao-áhrif“ eða „Guggenheim-áhrifin“ vegna hagrænna og samfélagslegra áhrifa Guggenheim-safnsins í Baskalandi.

1,4 milljónir heimsókna og 1.400 viðburðir

Fjöldi heimsókna í Hörpu í fyrra var rétt rúmlega 1,4 milljónir sem er meira en þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Níu af hverjum tíu gestanna eru jákvæðir í garð Hörpu.

Yfir 1.400 viðburðir voru haldnir í Hörpu árið 2024. Þar af voru 502 ráðstefnutengdir viðburðir en það eru auk ráðstefna m.a. fundir, veislur og móttökur.

Fjöldi listviðburða var 879, þar af hélt Sinfóníuhjómsveit Íslands 116 tónleika. Tónleikar og listviðburðir á vegum annarra skipuleggjenda voru alls 762 talsins, þar af var fjöldi leiksýninga af ýmsu tagi 131. Heildarfjöldi viðburða sem tengjast barnamenningu var alls 263.

Þessi mikli fjöldi viðburða hefur stóraukið tækifæri fyrir íslenskt tónlistarfólk, skapandi greinar og viðburðahaldara.

Harpa hefur komið Íslandi og Reykjavík …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein