USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum

Trump og hershöfðingjar
Mynd: AFP

Staða Íslands á vályndum tímum

Hinir sterku gera það sem þeir geta og hinir veiku þola það sem þeir þurfa” sögðu sendimenn stórveldisins Aþenu við smáeyjuna Melos fyrir 2500 árum. Eyðilegging Melos var ekki einsdæmi sögunnar, heldur hafa hinir sterku farið sínu fram og smáríki frá öndverðu þurft að leita leiða til þess að tryggja eigin öryggi með samningum, málamiðlunum og bandalögum. Það var ekki fyrr en á 19. öld að byrjað var að smíða einhvers konar reglur um hernað, mannréttindi og milliríkjasamskipti og fyrst af krafti eftir iðnvædda slátrun fyrri heimsstyrjaldarinnar með stofnun Þjóðabandalagsins og síðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

Þó svo að friður hafi ekki ríkt hvarvetna eftir undirritun Stofnsáttmála SÞ, þá hafa þessar leikreglur alþjóðakerfisins markað tímamót í sögunni og breyting landamæra með valdi eða hernám heilla þjóða hefur verið alger undantekning. Stofnun Sameinuðu þjóðanna markar einnig dauðateygjur nýlendutímans, en frá stríðslokum hafa fleiri en 80 fyrrum nýlendur öðlast sjálfstæði í því sem mætti kalla lýðræðisbyltingu á heimsvísu. Breið samstaða ríkti um að leikreglur alþjóðakerfisins þjónuðu hagi heildarinnar, jafnvel stórveldanna sem óttuðust stórstyrjaldir á kjarnorkuöld. Ísland hefur notið þessarar þróunar hvað mest allra eftir að við brutumst til sjálfstæðis og velsældar með velvilja og í skjóli grannríkja og alþjóðastofnana, ekki síst Bandaríkjanna.

Lýðræði á í vök að verjast

Í nýjustu skýrslu Freedom House kemur fram að lýðræði hefur hrakað á heimsvísu 19. árið í röð. Þróunin einkennist af auknu eftirliti með borgurunum sem þrengir að persónufrelsi og borgaralegum réttindum eins og fram kemur í skýrslu Mannréttindaskrifstofu SÞ. Samfélagsmiðlabyltingin ógnar þannig lýðræði um allan heim, bæði vegna þess að eftirlit stjórnvalda með borgurunum og dreifing áróðurs og falsupplýsinga hvers konar er auðveldari, innan landa sem og yfir landamæri.

Þessi öld var því á góðri leið með að vera öld alræðisafla áður en allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 markaði þáttaskil. Innrásin er fyrsta landvinningastríð 21. aldarinnar og kallast á við tímabilið fyrir 1945, þegar stórveldi freistuðu þess að leggja undir sig önnur ríki að hluta eða í heild. Sameinað viðbragð Vesturlanda við innrásinni gaf þó nokkra von um að hægt væri að standa vörð um alþjóðakerfið og Stofnsáttmála SÞ, þó svo að stuðningur við Úkraínu hafi aldrei náð því marki að gera kostnað innrásarstríðsins óþolandi fyrir Rússland.

Fyrirsjáanlegt var að með endurkjöri Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta myndi vandi alþjóðakerfisins aukast enn frekar. Hann fór ekki leynt með það á fyrra kjörtímabili sínu að hann ber litla virðingu fyrir alþjóðalögum, samningum og bandalögum á borð við Atlantshafsbandalagið. Við vitum nú að hann íhugaði að draga Bandaríkin úr NATO og á nýliðnu ári hefur hann grafið undan sameiginlegri öryggistryggingu bandalagsins. Ekki þarf að tíunda hótanir Trump um landvinningastríð eða hernaðaraðgerðir gegn grannríkjum í suðri og norðri og þessi sjálfs[1] titlaði „friðarforseti” fyrirskipaði loftárásir á sjö ríki á síðasta ári. Bandaríki Trumps eru þannig afturhvarf til 19. aldarinnar og jafnvel alveg aftur til diplómasíu Aþenu gagnvart Melos.

Tvær stefnur

Fyrsta varnarstefna Íslands er nú í meðförum Alþingis, enda tilefni til þess að meta horfur og vænlega kosti nú þegar stríð geisar í Evrópu, pólar alþjóðakerfisins eru á hreyfingu og líkur á átökum fara mjög vaxandi. Stefnan sjálf er góðra gjalda verð og innihaldið gott, en jafnframt er eftirtektarvert hvað er ekki að finna í henni. Hvergi í stefnunni er fjallað um þá hættu sem stafar af Bandaríkjum Trumps og landvinningahótunum hans gegn nágrönnum okkar á Grænlandi og frændum okkar Dönum. Eins er hvergi fjallað um þann valkost sem aðild að Evrópusambandinu er hvað varðar varnar- og öryggismál.

Þögnin er ærandi hvað hvoru tveggja varðar, þó svo að skýringin sé sú að pólitískt markmið stjórnvalda er að ná sem breiðastri samstöðu um stefnuna og forðast því Evrópusambandsskotgrafir sem verið er að grafa víða hérlendis, sem og að ljóst er að skynsamlegt er að forðast það að styggja Bandaríkin að óþörfu. Stefnan er þannig skrifuð í góðri trú um að hótanir Bandaríkjaforseta …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.
Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.