Til baka

Aðrir sálmar

Frjálst flæði

Öll viðskipti byggjast á flæði. Fjármagns, fólks og þess sem höndlað er með, hvort sem það er vara eða þjónusta – frosinn fiskur útí búð í Berlín eða eldaður fiskur á veitingastað í Reykjavík.

Ferðaþjónustan er orðin okkar megin atvinnuvegur sem dregur þriðjung útflutningstekna hingað. Annar þriðjungur teknanna rúmlega skiptist milli sjávarafurða og áls. Þriðji þriðjungurinn skiptist svo milli svokallaðra upprennandi útflutningsgreina (fiskeldis, lyfja og lækningatækja, iðnaðarvara og vísinda- sérfræði- og menningartengdri þjónustu) annars vegar og hefðbundnari greina (flutninga, fjármálaþjónustu, landbúnaðarafurða og annarra málma en áls) hins vegar.

Eins og kom fram í grein frá fjármálaráðuneytinu hér í blaðinu fyrir tveimur [1] þá hefur viðsnúningur ferðaþjónustunnar dregið áfram efnahagsbata eftir að faraldri lauk en jafnframt hefur vægi hennar í heildina minnkað frá því fyrir farsótt. Eldsumbrot hafa og dregið tímabundið úr vexti fjölda ferðalanga. Enginn veit hvaða áhrif hernaðarátökin í heiminum og verðbólguþróunin í veröldinni mun hafa á ferðavenjur. En ljóst er að rannsaka þarf þessa þrjá þætti og marga fleiri til að skilja samsetningu ferðalangaflæðisins. Alveg eins og við hófum hafrannsóknir þegar við komum undir okkur fótum í fiskútflutningi. Flæði ferðalanga er hin nýja stofnstærð og seiðatalning.

Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) veitti okkur, fyrir þrjátíu árum, aðgang að sameiginlega innri markaði Evrópusambandsins (ESB) og þannig náum við til tæplega hálfs milljarðs [2]. Ekki bara til að selja fisk og veita ferðaþjónustu. Hinar upprennandi útflutningsgreinar eru líklega mikið til komnar fyrir tilstuðlan Evrópusamvinnunnar. Mönnun starfa ferðaþjónustunnar gæti aldrei fylgt vexti hennar án aðgangsins að hinum evrópska vinnumarkaði.

Hugvit og sköpunarkraft þarf líka til þess að allar okkar mismunandi útflutningsatvinnugreinar blómstri á sjálfbæran hátt. Þar kemur til fimmta frelsið, hið frjálsa flæði hugvitsins, fyrir tilstuðlan samstarfsáætlana ESB sem einnig var fjallað um í síðasta [3]. Auknar rannsóknir og meiri menntun á sviði [4] er augljóslega einn þátturinn sem lagt getur grunnin að sjálfbærum rekstri ferðaþjónustunnar hér.

Tilvísanir

  1. Vísbending 18. tbl. 42. árg. https://visbending.is/greinar/arangursrikt-evropusamstarf-i-30-ar/

  2. Vísbending 17. tbl. 42. árg. https://visbending.is/greinar/horfur-i-efnahagsmalum-krefjast-laekkunar-opinberra-skulda/

  3. Vísbending 19. tbl. 42. árg. https://visbending.is/greinar/af-mikilvaegi-ferdamala/

  4. Vísbending 19. tbl. 42. árg. https://visbending.is/greinar/sterkari-saman-i-30-ar/

Næsta grein