
Við lesum daglega um hvernig Kína hefur áhrif á hlutabréfamarkaði, hrávörumarkaði og meðal annars markaðina fyrir sólarsellur, rafhlöður og rafbíla. Greining á gangverki kínverska hagkerfisins sýnir að staðhæfingin um að „allt sé tengt öllu“ á mjög vel við.
Vöxtur landsframleiðslunnar á mann undanfarin 30 ár í Kína sýnir hvernig þróunin hefur verið saga ótvíræðs efnahagslegs uppgangs og velgengni. Oftast eru það lítil og sérstök lönd sem marka þróun á jöðrunum, en það á ekki við hér. Efnahagslegur vöxtur Kína varð yfir 1000% á þessu tímabili.
Mjög miklar fjárfestingar gerðu bæði mögulegan og knúðu áfram vöxtinn. Tvenn sérkenni þar færðu kínverskum fyrirtækjum gífurlega fjárfestingargetu. Í „kommúnista-paradísinni“ Kína er aðeins helmingi verðmætasköpunarinnar varið til framleiðsluþáttar vinnuaflsins, eða tekna til fólks. Hinum helmingnum er haldið eftir í fyrirtækjunum og hjá eigendum þeirra. Í „kapítalísku-paradísinni“ Bandaríkjunum er launahlutfallið 60% en hagnaðarhlutfallið 40% eða hlutfall framleiðsluþáttar kapítalsins.
Það sem meira er, þá spara bandarísk heimili aðeins um 5% af sínum stærri hlut framleiðsluþáttar launanna, en í Kína er sparnaðurinn fimmfaldur, eða um 25%, af lægri hlutdeild vinnuaflsins. Þetta síðarnefnda sérkenni er gjarnan skýrt með veikburða heilbrigðis- og lífeyriskerfi og eins-barns-stefnunni. Hver einstaklingur verður að spara fyrir sínum efri árum, sérstaklega ef þú átt dóttur, sem að í Kína er venjulega gift inn í fjölskyldu eiginmannsins.
Til einföldunar má segja að vel yfir helmingur landsframleiðslunnar í Kína er því stöðugt nýttur í nýjar fjárfestingar. Þannig eru heildarfjárfestingar í Kína um 40% af landsframleiðslu en í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu er það fjárfestingarhlutfall helmingi minna, eða um 20%. Með stöðugt aukinni landsframleiðslu í Kína bætast því árlega við 40% af sífellt stærri grunni. Það myndar hafsjó fjárfestingartækifæra og möguleika til uppbyggingar.

Hagvaxtarlíkan Solows og aukin framleiðni
Þegar höfundur lærði hagfræði snemma á níunda áratug síðustu aldar voru nemendur þjálfaðir í vaxtarlíkaninu sem færði Robert Solow Nóbelsverðlaun sænska seðlabankans. Það að læra um vaxtarlíkanið þótti fáum hafa nokkurt hagnýtt gildi þá. Hins vegar eru áhrifin sem líkanið lýsir vel sýnileg í Kína í dag.
Eftir nokkurra ára mikla fjárfestingu hefur stofn framleiðsluþátta í vélum, byggingum og tækjum aukist mikið. Þessir framleiðsluþættir fjármagnsins slitna hins vegar einnig og verða smám saman úreltir. Að lokum verður hagkerfið eins og hamstrahjól sem snýst stöðugt hraðar. Allir leggja harðar að sér, þar sem rýrnun fjármagns eyðir verðmætum jafnóðum og þau verða til.Við þessum vanda er aðeins til ein áhrifaríkt lausn, það er aukin framleiðni.

Arðsemi fyrirtækja í Kína
Undanfarin tíu ár hefur greinarhöfundur stundum aðstoðað vestræn fyrirtæki við að greina keppinauta sína í Kína. Það hljómar kannski ótrúlega, en í Kína er í raun hægt að nálgast arðsemisútreikninga og framleiðslugögn niður á hverja einstaka verksmiðju. Á öllum framleiðslustigum, ef þú bara veist hvar á að leita.
Við gátum þannig dregið saman gögn um úrval af verksmiðjum bæði í frumframleiðslu og innan frekari eftirvinnslu þar sem hægt var að greina framleiðsluna ofan í kjölinn. Auk þess að styrkja rannsóknina með því ræða við stjórnendur í verksmiðjum um stöðu mála, áætlanir og helstu …








