Til baka

Grein

Hagvaxtarsagan frá Kína

Reynslan af því að vera seðlabankastjóri á Íslandi eftir fjármálahrunið fyrir fimmtán árum er eftirsótt þekking og sagan nýlega valin viðskiptabók ársins í Kína.

shutterstock_236626237
Mynd: Shutterstock

Við lesum daglega um hvernig Kína hefur áhrif á hlutabréfamarkaði, hrávörumarkaði og meðal annars markaðina fyrir sólarsellur, rafhlöður og rafbíla. Greining á gangverki kínverska hagkerfisins sýnir að staðhæfingin um að „allt sé tengt öllu“ á mjög vel við.

Vöxtur landsframleiðslunnar á mann undanfarin 30 ár í Kína sýnir hvernig þróunin hefur verið saga ótvíræðs efnahagslegs uppgangs og velgengni. Oftast eru það lítil og sérstök lönd sem marka þróun á jöðrunum, en það á ekki við hér. Efnahagslegur vöxtur Kína varð yfir 1000% á þessu tímabili.

Mjög miklar fjárfestingar gerðu bæði mögulegan og knúðu áfram vöxtinn. Tvenn sérkenni þar færðu kínverskum fyrirtækjum gífurlega fjárfestingargetu. Í „kommúnista-paradísinni“ Kína er aðeins helmingi verðmætasköpunarinnar varið til framleiðsluþáttar vinnuaflsins, eða tekna til fólks. Hinum helmingnum er haldið eftir í fyrirtækjunum og hjá eigendum þeirra. Í „kapítalísku-paradísinni“ Bandaríkjunum er launahlutfallið 60% en hagnaðarhlutfallið 40% eða hlutfall framleiðsluþáttar kapítalsins.

Það sem meira er, þá spara bandarísk heimili aðeins um 5% af sínum stærri hlut framleiðsluþáttar launanna, en í Kína er sparnaðurinn fimmfaldur, eða um 25%, af lægri hlutdeild vinnuaflsins. Þetta síðarnefnda sérkenni er gjarnan skýrt með veikburða heilbrigðis- og lífeyriskerfi og eins-barns-stefnunni. Hver einstaklingur verður að spara fyrir sínum efri árum, sérstaklega ef þú átt dóttur, sem að í Kína er venjulega gift inn í fjölskyldu eiginmannsins.

Til einföldunar má segja að vel yfir helmingur landsframleiðslunnar í Kína er því stöðugt nýttur í nýjar fjárfestingar. Þannig eru heildarfjárfestingar í Kína um 40% af landsframleiðslu en í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu er það fjárfestingarhlutfall helmingi minna, eða um 20%. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein