USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Hin leið­in gegn verð­bólgu

Verðbólgan á sér mismunandi orsakir sem kalla á mismunandi ástæður aðgerða gegn henni. Stefán Ólafsson birtir samaburð á verðbólgu og meginvöxtum seðlabanka í Evrópulöndunum og fer yfir sex leiðir til að bregðast við verðbólgu á annan hátt en með hækkunum vaxta.

Verðbólga getur orsakast af mörgum ástæðum. Ein er hækkun verðlags á innflutningi (innflutt verðbólga úr heimshagkerfinu, sem og áhrif af gengislækkunum). Önnur er vegna of mikils peningamagns í umferð og hallareksturs hins opinbera. Þriðja er vegna mikillar hækkunar launa umfram framleiðni og afurðaverð. Fjórða er mikil hækkun annarra innlendra kostnaðarliða í framleiðslu.

Á síðustu misserum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að því sem er kallað „seljendaverðbólga“ eða „hagnaðardrifin verðbólga“, en það hefur hingað til verið sjaldgæft sjónarhorn á verðbólguna í nútímanum[a2bc72]. Þá er átt við verðbólgu sem orsakast af of miklum verðhækkunum fyrirtækja, umfram kostnaðarhækkanir, sem miða að því að auka hagnað og arðgreiðslur til eigenda. Stjórnendur fyrirtækja nota t.d. tækifæri sem viðburðir á alþjóðamarkaði skapa (Kóvid-áhrif og Úkraínustríðið) til að stækka hlut fyrirtækja og fjárfesta af þjóðarkökunni heima fyrir.

Ný sýn á verðbólguna kallar á breytt viðbrögð

Samkvæmt nýlegri greiningu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) á orsökum verðbólgu meðal ESB-ríkja 2022 og 2023 var hlutur aukins hagnaðar fyrirtækja um 45% verðbólgunnar, hlutur innflutningsverðs var um 40% og launaliðurinn því í miklum minnihluta sem orsakavaldur verðbólgunnar (15-20%)[740e4f]. Enda hefur hlutur launafólks af verðmætasköpuninni víðast hvar minnkað með rýrnandi kaupmætti og hagnaður fyrirtækja stórlega aukist í yfirstandandi verðbólgubylgju á Vesturlöndum.

Stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa nýlega sagt að til að ná verðbólgunni aftur niður á það stig sem var fyrir Kóvid þurfi fyrirtæki (einkum þau stærri) að lækka arðsemiskröfu sínar, þ.e. draga úr hagnaðardrifinni verðbólgu[cfd034].

Seðlabankinn, stjórnvöld og atvinnurekendur hér á landi einblína gjarnan á eftirspurnarverðbólgu og vilja beita meðulum sem draga úr eftirspurn innanlands (einkum neyslu). Lækkun kaupmáttar almennings hefur gjarnan verið forgangsverkefni. Áður fyrr var oft beitt gengisfellingum í þessu skyni, sem keyrðu kaupmátt almennings snarlega niður, en nú eru vaxtahækkanir helsta leiðin að þessu markmiði.

Markmiðið með vaxtahækkunum seðlabankans í nútímanum er að gera lántöku dýrari og draga úr kaupmætti heimilanna og fjárfestingum fyrirtækja (stærri hluti ráðstöfunartekna fari í afborganir lána og minna í neyslu; yngra fólki er einnig úthýst af eigendamarkaði til að draga úr eftirspurn eftir íbúðum).

Ofangreindar aðgerðir hafa hins vegar engin áhrif á innflutningsverð né á hagnaðardrifna verðbólgu sem seljendur grípa til. En þetta eru einmitt tveir stærstu orsakaþættir verðbólgu síðustu missera í Evrópu, samkvæmt ofangreindu mati AGS.

Þær aðferðir sem seðlabankinn íslenski hefu beitt af óvenju miklum ákafa hafa því misst marks að umtalsverðu leyti. Enda er árangurinn í baráttunni við verðbólguna heldur lítill í samanburði við grannríkin.

Mynd-1

Lítill árangur Seðlabanka Íslands

Verðbólga hefur verið lækkandi á Vesturlöndum á síðustu mánuðum, meira en hér. Nýjustu tölur sýna að Ísland er nú með sjöundu hæstu verðbólguna í Evrópu (Tyrkland vantar á myndina en þar er verðbólgan yfir 60% og stýrivextir um 30%). Þessi staða Íslands er þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir mun meira hér en í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Stýrivextir á Íslandi eru nú þeir þriðju hæstu í þessum hópi evrópskra landa.

Ísland er þarna í hópi með þjóðum Austur-Evrópu sem eru á mun lægra hagsældarstigi en við. Hinar norrænu þjóðirnar eru með mun lægri verðbólgu og mun lægri stýrivexti. Samt slapp Ísland við áhrif af hærra orkuverði til húshitunar, ólíkt samanburðarlöndunum.

Hins vegar voru olíufyrirtækin hér sek um það að hækka útsöluverð bensíns og olíu hratt með hækkunum á heimsmarkaði en fylgdu hins vegar ekki lækkunum þar frá seinni hluta síðasta árs. Það er augljóst dæmi um hagnaðardrifna verðbólgu.

Síðustu tölur Hagstofunnar um verðbólgu sýna að dregið hefur nýlega úr áhrifum innflutningsverðs og húsnæðisliðar á verðbólguna. Eftir stendur að hækkanir á innlendri framleiðslu og þjónustu eru nú helstu drifkraftar verðbólgunnar sem enn er nálægt 8%. Á þessum verðbólgutíma hefur hlutur launa á Íslandi minnkað og hagnaður fyrirtækja aukist, þ.e. hagnaður er að drífa verðbólguna áfram[9f3022].

Að draga úr eftirspurn með kaupmáttarrýrnun heimilanna bitnar með mestum þunga á tekjulægri heimilunum, einmitt þeim sem síst af öllum verða sökuð um að hafa skapað of mikla eftirspurn með neyslu sinni

Meinsemdir ríkjandi hagstjórnar seðlabankans og stjórnvalda

Það er ekki aðeins að aðferðir seðlabankans hafi skilað litlum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.