Verðbólga getur orsakast af mörgum ástæðum. Ein er hækkun verðlags á innflutningi (innflutt verðbólga úr heimshagkerfinu, sem og áhrif af gengislækkunum). Önnur er vegna of mikils peningamagns í umferð og hallareksturs hins opinbera. Þriðja er vegna mikillar hækkunar launa umfram framleiðni og afurðaverð. Fjórða er mikil hækkun annarra innlendra kostnaðarliða í framleiðslu.
Á síðustu misserum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að því sem er kallað „seljendaverðbólga“ eða „hagnaðardrifin verðbólga“, en það hefur hingað til verið sjaldgæft sjónarhorn á verðbólguna í nútímanum
Ný sýn á verðbólguna kallar á breytt viðbrögð
Samkvæmt nýlegri greiningu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) á orsökum verðbólgu meðal ESB-ríkja 2022 og 2023 var hlutur aukins hagnaðar fyrirtækja um 45% verðbólgunnar, hlutur innflutningsverðs var um 40% og launaliðurinn því í miklum minnihluta sem orsakavaldur verðbólgunnar (15-20%)
Stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa nýlega sagt að til að ná verðbólgunni aftur niður á það stig sem var fyrir Kóvid þurfi fyrirtæki (einkum þau stærri) að lækka arðsemiskröfu sínar, þ.e. draga úr hagnaðardrifinni verðbólgu
Seðlabankinn, stjórnvöld og atvinnurekendur hér á landi einblína gjarnan á eftirspurnarverðbólgu og …