Til baka

Grein

Hlutverk krónunnar

Síðari hluti um greinar um fullveldið, hlutverk og þróun krónunnar.

Smellið hér til að lesa fyrri hluta sem birtist fyrir viku.

500 krónur
Mynd: Shutterstock

Íslendingar glíma nú við vanda sem þeir vilja ekki gangast við. Neita að skilja hve gjaldmiðillinn er nauðsynleg kjölfesta í sérhverju markaðskerfi. Við erum vön því að líta á hann sem tæki til að jafna út sveiflur aðallega tengdar sjávarútvegi en einnig í kjaramálum til að auka peningastreymi til útflutningsatvinnuvega. Stór hluti fyrrnefnds skilningsleysis sem hér ríkir liggur í þessari sannfæringu.

En íslenska krónan er ekki bara þjóðlegur gjaldmiðill. Hún er í hugum margra ekkert síður tákn fullveldis. Það er ein af skýringum þess hve ósnertanleg hún er, þótt ekki fari það fram hjá flestum að hún sé til mikilla óþurfta fyrir efnahag landsins, afkomu fólks og þjóðlíf. Meðan viðskiptin við útlönd voru háð leyfum og opinberir aðilar athafnasamir við verðmyndun á íslenskum útflutningsvarningi, lék krónan algjört aukahlutverk. Í okkar alþjóðlega markaðsbúskap er krónan hins vegar í aðalhlutverki, án þess að hafa burði til að gegna því. Hún þarf að vera kjölfesta sem athafna- og fjármálalífið snýst um en ekki öfugt eins og hún gerir nú. Og vandi þjóðarinnar er ekki sá að finna leið til að laga krónuna að breyttu umhverfi, því það er kelduleið en ekki krókur. Krónan er einfaldlega of lítill gjaldmiðill. Hún skröltir inn í of stóru skapalóni. Í öflugu og vaxandi efnahagslífi, við alþjóðlegt fjármálafrelsi og baráttu um samkeppnishæfni á erlendum mörkuðum er krónan klafi.

Af hverju skyldu Færeyingar hafa glímt við verkföll í einhverjar vikur, ef kelduleiðin hefði verið þeim fær og þeir getað samið um hækkun launa óháð getu atvinnuveganna, ef í framhaldinu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein