USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Inn­viða­skuld við skap­andi grein­ar

Í grein þessari verður litið um öxl og reynt að bregða ljósi á þróun þá sem orðið hefur á vettvangi skapandi atvinnugreina frá þeim tíma er fyrsta skýrslan um hagræn áhrif greinanna kom út. Einnig verður sjónum beint að mikilvægi frumsköpunar sem lykilþáttar í uppbyggingu öflugra atvinnugreina lista og menningar. Loks er vikið að starfsumhverfi þeirra sem kjósa að starfa sjálfstætt í skapandi greinum og vakin athygli á mikilvægi gagnaöflunar og greininga í þágu framtíðarþróunar greinanna.

gsf3268
Mynd: Golli

Fimmtán ár eru liðin síðan fyrsta tilraunin var gerð hér á landi til að skrásetja með heildstæðum hætti hagræn áhrif atvinnugreina lista og menningar, sem alla jafna er vísað til með samheitinu „skapandi greinar“. Það var gert að frumkvæði greinanna en með dyggum stuðningi stjórnvalda. Það var á fullveldisdaginn 1. desember 2010 sem tölulegar niðurstöður skýrslunnar „Hagræn áhrif skapandi greina“[53ec64] voru kynntar af þáverandi menntamálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur og fulltrúum greinanna í Regnboganum. Það var ekki einfalt fyrir skýrsluhöfunda, Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Tómas Young, að afla viðeigandi upplýsinga í rannsókn sína. Þau gögn sem safnað var komu fyrst og fremst frá Fjársýslu ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt virðisaukaskattsskrám Hagstofu Íslands. Gerð er grein fyrir vanköntum þessa gagnaskorts í formála skýrslunnar, sem átti sinn þátt í því að hún kom ekki út með formlegum hætti fyrr en í maí 2011. Þrátt fyrir þessa vankanta og skort á viðunandi gögnum vakti útkoma skýrslunnar verulega athygli og beindi sjónum að áður óþekktu umfangi skapandi greina og því hversu ósýnilegar þær höfðu verið í þjóðhagsreikningum og öðrum opinberum útleggingum á hlut atvinnugreina í hagkerfinu fram að þessu.

Af niðurstöðum rannsóknarinnar var augljóst að skapandi greinar voru ört vaxandi atvinnuvegur sem ekki yrði lengur horft fram hjá í uppgjöri á þjóðarhag eða framlagi ólíkra atvinnugreina til þjóðarbúsins. Vægi greinanna í hagkerfinu varð sýnilegt. Það lá í augum uppi að ekki var lengur forsvaranlegt að telja hvern einasta þorsk sem dreginn var úr sjó, hvert einasta tonn af áli sem flutt var úr landi, en láta eins og Björk, Bubbi eða Mezzoforte væru ekki til eða hefðu enga þýðingu fyrir efnahagslíf þjóðarinnar.

Framtíðarsýn og tillögur um næstu skref

Fljótlega eftir útgáfu skýrslunnar um hagræn áhrif greinanna var komið á laggirnar starfshópi sem fékk það verkefni að leggja fram tillögur að næstu skrefum í þróun þeirra. Skýrsla hópsins „Skapandi greinar – sýn til framtíðar“[8a5a8a] kom út í september 2012 í ritstjórn Ásu Richardsdóttur. Þar eru taldar upp 19 vel skilgreindar aðgerðir, sem brýnt var talið að gripið yrði til í þágu framfara og betri þekkingar á greinunum. Áhersla var lögð á úrbætur í opinberu stjórnkerfi; þverfaglega nálgun, skýrari verkaskiptingu, bætta tölfræðilega skráningu og markvissar greiningar. Kallað var eftir vöktun og kortlagningu á starfsumhverfi hverrar greinar fyrir sig. Sérstök áhersla var lögð á menntun í greinunum, kallað eftir bættu aðgengi á öllum skólastigum, meistaranámi á háskólastigi og fjölbreyttari möguleikum á þverfaglegu námi. Loks var ákall um endurbætt umhverfi sjóða, stóreflda opna samkeppnissjóði til að styðja við rannsóknir og þróun, auk þess sem opinberir rannsóknarsjóðir og sjóðir tengdir tækniþróun þyrftu að vera opnari fyrir verkefnum á vettvangi skapandi greina.

Hvaða skref voru stigin?

Það er áhugavert að líta í þennan baksýnisspegil og bera saman við það sem fram kemur í nýjustu gögnum um greinarnar. Þau er að finna í tveimur afar gagnlegum skýrslum sem unnar hafa verið á síðustu tveimur árum. Annars vegar er það skýrsla Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, formanns stjórnar nýstofnaðs Rannsóknarseturs skapandi greina, „Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar“, sem út kom vorið 2023 [c22c22]. Hins vegar greinargóð skýrsla menningar- og viðskiptaráðuneytis, „Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi“, unnin af Ágústi Ólafi Ágústssyni á vordögum 2024[16051e].

Af lestri beggja þessara skýrslna má ráða að hægt hafi miðað í baráttunni fyrir bættu starfsumhverfi skapandi greina. Báðar sýna að þó ákveðin skref hafi verið tekin til úrbóta þá sé enn langt í land. Í báðum eru lagðar fram tillögur að aðgerðum sem ráðast þarf í til að skapandi greinar njóti þess stuðnings og umbúnaðar sem jafn umfangsmikill atvinnuvegur þarf á að halda. Í skýrslu Önnu Hildar er áhersla á gagnasöfnun, rannsóknir og greiningar, og taldar upp 29 veigamiklar aðgerðir í því tilliti. En í skýrslu Ágústar eru tíundaðar 40 aðgerðir sem mikilvægar eru til eflingar greinunum og til að auka verðmætasköpun innan þeirra.

Ákallið sem lesa má úr báðum þessum skýrslum gefur til kynna að enn skorti á úrbætur í opinberu stjórnkerfi og þó Hagstofa Íslands gefi nú út menningarvísa þá skortir enn á tölfræðilegar greiningar og söfnun gagna. Enn fremur er ljóst að þó stjórnvöld hafi stutt við stefnumótun í greinunum þá vantar enn fjármagn og vilja til aðgerðanna sem þarf til að innleiða markmið í stefnunum. Þó Listaháskóli Íslands hafi dafnað og bjóði nú meistaranám og jafnvel doktorsnám á námsbrautum sínum, þá er draumurinn um að starfsemi hans komist undir eitt þak enn fjarlægur draumur. Eins mætti nefna sjóðaumhverfi greinanna, sem hefur ekki þróast á þann hátt sem vonir stóðu til. Loks er mikilvægt að horfa til opinberra menningarstofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem búa við naumt skammtað fjármagn til rekstrar og glíma margar við þröngt og jafnvel óviðunandi húsnæði til starfsemi sinnar.

mynd1

Skapandi greinar úti um allt í atvinnulífinu

Unnið hefur verið að eflingu skapandi atvinnugreina víða um heim á undanförnum áratugum. Íslenskur vinnumarkaður hefur notið góðs af því og fulltrúar skapandi greina hér á landi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.