USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Kíló­metra­gjald og sam­keppni á elds­neyt­is­mark­aði

Hagfræðingur ASÍ greinir stöðuna

Bensín
Mynd: Unsplash

Kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða hefur verið við lýði frá 2024.[1bfe7a] Síðan þá hefur tvívegis verið lagt fram frumvarp um sambærileg gjöld fyrir aðrar bifreiðar af tveimur ríkisstjórnum. Í umsögnum um frumvörpin hefur borið á áhyggjum af afleiðingum þess á eldsneytisverð og hag neytenda.[eb69a0]

Samsetning eldsneytisverðs breytist verulega með fyrirhuguðu kílómetragjaldi stjórnvalda.[61c0ee] Við núverandi fyrirkomulag er stærstur hluti verðsins í formi krónutölugjalda og heildarverð birtist neytendum ósundurliðað. Eftir breytingar verður verðsamsetning skýrari og sérstakt gjald innheimt af akstri, óháð eldsneytisnotkun. Þar með minnkar skattfleygurinn[a2e63c] á eldsneytismarkaði, en skattheimta vegna samgönguinnviða færist annað. Umfang þessa má sjá á mynd 1.

mynd1_1
Mynd 1Samsetning bensínverðs – viðmið 95 oktan bensín í júní 2025.

Hvernig skiptist ávinningurinn?

Í kenningum í rekstrarhagfræði er verðteygni mælikvarði á viðbragð markaðsaðila við verðbreytingum. Fyrirfram mætti ætla að eftirspurn (neytendahlið) eftir eldsneyti væri óteygin til skemmri tíma – við skiptum t.d. ekki svo glatt um samgöngu- og flutningsmáta, og breytum hegðun okkar því lítið þrátt fyrir verðbreytingar. Framboð (olíufélögin) er aftur á móti talið hlutfallslega teygnara en eftirspurn. Hve mikið ræðst meðal annars af stigi samkeppni á markaðnum – því meiri samkeppni þeim mun meira er viðbragðið, þ.e. teygnara framboð.

Almennt er það hlutfallið milli þessara teygnistuðla, sem ræður ábataskiptingunni af afnámi opinberra gjalda; það er óteygnari hliðin sem nýtur meirihluta ávinningsins. Eftir því sem framboðið verður óteygnara verður ábataskiptingin jafnari milli neytenda og olíufélaga. Því má segja að virkni samkeppninnar á eldsneytismarkaði leiki stórt hlutverk þegar kemur að væntum verðlækkunum við afnám opinberra gjalda.

Leikjafræði markaðarins

Fljótt á litið eru kjöraðstæður fákeppni fyrir hendi á eldsneytismarkaði hérlendis. Seljendur eru fáir, söluvaran er einsleit auk þess sem verðupplýsingar birtast í rauntíma.[50a006]

Í einfærisleik (e. one-shot game) yrði leikjafræðileg niðurstaða sú að olíufélögin setji verð við jaðarkostnað. En þar sem ekkert er því til fyrirstöðu að verð breytist oft á dag, án mikillar fyrirhafnar, væri nær að lýsa raunveruleikanum sem endurteknum leik (e. repeated game). Í slíkum „leik“ er niðurstaðan almennt sú að leikendur samstilli hegðun sína og viðhaldi hærri verðum en ella. Það kallar ekki á formleg samskipti, enda hafa þau samfelldar upplýsingar um verðákvarðanir hvers annars. Þetta er dæmi um þegjandi samhæfingu (e. tacit collusion).[75118f]

Einn leiðir og hinir fylgja

Verðbreytingar á eldsneytismarkaði sýna einkenni slíkrar samhæfingar. Á mynd 2 sést daglegt verð á afgreiðslustöðvum þeirra fyrirtækja sem auglýsa sérstaklega stöðvar …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.