Kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða hefur verið við lýði frá 2024.
Samsetning eldsneytisverðs breytist verulega með fyrirhuguðu kílómetragjaldi stjórnvalda.

Hvernig skiptist ávinningurinn?
Í kenningum í rekstrarhagfræði er verðteygni mælikvarði á viðbragð markaðsaðila við verðbreytingum. Fyrirfram mætti ætla að eftirspurn (neytendahlið) eftir eldsneyti væri óteygin til skemmri tíma – við skiptum t.d. ekki svo glatt um samgöngu- og flutningsmáta, og breytum hegðun okkar því lítið þrátt fyrir verðbreytingar. Framboð (olíufélögin) er aftur á móti talið hlutfallslega teygnara en eftirspurn. Hve mikið ræðst meðal annars af stigi samkeppni á markaðnum – því meiri samkeppni þeim mun meira er viðbragðið, þ.e. teygnara framboð.
Almennt er það hlutfallið milli þessara teygnistuðla, sem ræður ábataskiptingunni af afnámi opinberra gjalda; það er óteygnari hliðin sem nýtur meirihluta ávinningsins. Eftir því sem framboðið verður óteygnara verður ábataskiptingin jafnari milli neytenda og olíufélaga. Því má segja að virkni samkeppninnar á eldsneytismarkaði leiki stórt hlutverk þegar kemur að væntum verðlækkunum við afnám …