USD 122,1 -0,1%
EUR 143,4
GBP 165,5 0,1%
DKK 19,2
SEK 13,0
NOK 12,2
CHF 153,7
CAD 88,4 -0,2%
JPY 0,8 0,6%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 3,8%
Mannfjöldi 391.810
USD 122,1 -0,1%
EUR 143,4
GBP 165,5 0,1%
DKK 19,2
SEK 13,0
NOK 12,2
CHF 153,7
CAD 88,4 -0,2%
JPY 0,8 0,6%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 3,8%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

Kíló­metra­gjald og sam­keppni á elds­neyt­is­mark­aði

Hagfræðingur ASÍ greinir stöðuna

Bensín
Mynd: Unsplash

Kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða hefur verið við lýði frá 2024.[1bfe7a] Síðan þá hefur tvívegis verið lagt fram frumvarp um sambærileg gjöld fyrir aðrar bifreiðar af tveimur ríkisstjórnum. Í umsögnum um frumvörpin hefur borið á áhyggjum af afleiðingum þess á eldsneytisverð og hag neytenda.[eb69a0]

Samsetning eldsneytisverðs breytist verulega með fyrirhuguðu kílómetragjaldi stjórnvalda.[61c0ee] Við núverandi fyrirkomulag er stærstur hluti verðsins í formi krónutölugjalda og heildarverð birtist neytendum ósundurliðað. Eftir breytingar verður verðsamsetning skýrari og sérstakt gjald innheimt af akstri, óháð eldsneytisnotkun. Þar með minnkar skattfleygurinn[a2e63c] á eldsneytismarkaði, en skattheimta vegna samgönguinnviða færist annað. Umfang þessa má sjá á mynd 1.

mynd1_1
Mynd 1Samsetning bensínverðs – viðmið 95 oktan bensín í júní 2025.

Hvernig skiptist ávinningurinn?

Í kenningum í rekstrarhagfræði er verðteygni mælikvarði á viðbragð markaðsaðila við verðbreytingum. Fyrirfram mætti ætla að eftirspurn (neytendahlið) eftir eldsneyti væri óteygin til skemmri tíma – við skiptum t.d. ekki svo glatt um samgöngu- og flutningsmáta, og breytum hegðun okkar því lítið þrátt fyrir verðbreytingar. Framboð (olíufélögin) er aftur á móti talið hlutfallslega teygnara en eftirspurn. Hve mikið ræðst meðal annars af stigi samkeppni á markaðnum – því meiri samkeppni þeim mun meira er viðbragðið, þ.e. teygnara framboð.

Almennt er það hlutfallið milli þessara teygnistuðla, sem ræður ábataskiptingunni af afnámi opinberra gjalda; það er óteygnari hliðin sem nýtur meirihluta ávinningsins. Eftir því sem framboðið verður óteygnara verður ábataskiptingin jafnari milli neytenda og olíufélaga. Því má segja að virkni samkeppninnar á eldsneytismarkaði leiki stórt hlutverk þegar kemur að væntum verðlækkunum við afnám …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein