Í fyrstu grein minni minntist ég á bréf héraðssaksóknara til dómsmálaráðuneytisins, dagsett 19. maí 2025 þar sem embætti héraðssaksóknara svarar sex spurningum sem dómsmálaráðuneytið sendi embættinu 12. maí sama ár og varða eftirlit með viðkvæmum gögnum sem voru í fórum þáverandi embættis sérstaks saksóknara.
Í bréfinu til dómsmálaráðuneytisins er farið ítarlega yfir tölvuumhverfi sérstaks saksóknara, um trúnaðarskyldur starfsmanna embættisins, ásamt verklagi og meðferð gagna sem verða til við símahleranir. Héraðssaksóknari áréttar í bréfinu að hann telji að umrædd gögn sem voru í fórum fyrirtækisins PPP hafi verið afrituð á starfstíma er starfsmenn PPP voru starfsmenn sérstaks saksóknara, frá árinu 2009 og fram á fyrri hluta árs 2012.
Í svörum héraðssaksóknara kemur einnig fram að sömu skráningarkerfi og hugbúnaður hefði verið notaður sem önnur lögregluembætti notast við og aðgangur starfsmanna að tölvukerfum embættisins var varinn með aðgangsauðkenni og leyniorði sem uppfæra þurfti reglulega með sama hætti og hjá öðrum lögregluembættum
Trúnaðar - og þagnarskylda starfsmanna embættis sérstaks saksóknara voru eins og hjá öðrum lögregluembættum. Þar sem embættið og aðgerðir þess nutu fjölmiðlaathygli var við allar ráðningar starfsmanna sérstaklega brýnt fyrir viðkomandi að þagnarskyldan héldist eftir að viðkomandi lyki störfum hjá embættinu eða að það hefði verið lagt niður. Einnig var áréttað við starfsmenn mikilvægi þess að beita fagmennsku og gæta meðalhófs í störfum sínum. Ekki var sett upp forrit til að rekja rafrænarslóðir starfsmanna fyrr en 2011-2012.1
Aðalvörn embættis sérstaks saksóknara gegn því að trúnaðargögn glötuðust eða kæmust í umferð á einhvern hátt, var traust á að starfsmenn starfi að …