Til baka

Grein

Eftirlit og eftirlitsumhverfi – hjá sérstökum saksóknara

Fyrsta grein af þremur um eftirlitsumhverfið hérlendis út frá innri endurskoðun og innra eftirliti

dsf2848-2
Mynd: Golli

Embætti sérstaks saksóknara var stofnað við óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi, í skugga þess að fjármálakerfið og íslensku viðskiptabankarnir höfðu beðið skipbrot. Í samfélaginu voru uppi háværar kröfur um rannsókn og uppgjör á nýliðnum atburðum og því var embætti sérstaks saksóknara komið á í flýti síðla árs 2008. Embættið óx mjög hratt, eftir því sem málum fjölgaði og þau urðu flóknari. Á sjö ára starfstímabili embættisins fjölgaði starfsmönnum úr fimm í 90 þegar mest var 2012-2013.1

Síðustu mánuði hafa málefni embættis fyrrum sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, verið í brennidepli fjölmiðla. Ástæðan er sú að fyrrverandi starfsmenn embættisins hafi við lok ráðningarsambands haft á brott með sér trúnaðargögn í umtalsverðum mæli. Þá hafi þekking þeirra á gögnunum verið slík að það þurfti að semja við fyrirtæki þeirra PPP, um að gerast verktakar hjá sérstökum saksóknara til að klára þær rannsóknir sem þeir höfðu unnið að.

Spurningar sem vakna við það að fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun af málinu eru nokkrar: Hvernig var eftirliti varðandi meðferð trúnaðargagna hjá embættinu háttað? Hverjir höfðu aðgang að hvaða gögnum og í hvaða þágu? Hvernig voru verkferla um það hvernig umgangast ætti trúnaðargögn? Gátu allir starfsmenn haft aðgang að öllum gögnum? Hvernig var innskráningu í tölvukerfi háttað og hver eða hverjir höfðu eftirlit með því hverjir voru að skoða einstök gögn? Eða með öðrum orðum, var virkt innra eftirlit hjá sérstökum saksóknara á þeim árum sem embættið rannsakaði fall viðskiptabankanna og eftirleik þess.

Embættið var eins og aðrar skipulagsheildir ekki alveg varnarlaust gangvart áhættuþáttum sem gátu valdið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.