USD 126,4 0,5%
EUR 147,4
GBP 169,9 0,5%
DKK 19,7
SEK 13,7 0,2%
NOK 12,5 0,2%
CHF 158,7 0,1%
CAD 91,6 0,1%
JPY 0,8 0,6%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,4 0,5%
EUR 147,4
GBP 169,9 0,5%
DKK 19,7
SEK 13,7 0,2%
NOK 12,5 0,2%
CHF 158,7 0,1%
CAD 91,6 0,1%
JPY 0,8 0,6%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

Seinni greinin frá Staðlaráði þetta haustið – þá fyrri má lesa hér

jonas-hallgrims
Mynd: Golli

Öryggi almennings, neytanda- og umhverfisvernd er hluti af því sem við göngum að vísu í Evrópu. Evrópusambandið (ESB) setur fram löggjöf með þeim hætti að í henni eru gerðar kröfur um að mannvirki, tæki og umhverfi sé ekki skaðlegt og það er beinlínis bannað að markaðssetja hættulegar vörur. Þessar kröfur eru útfærðar með samhæfðum stöðlum og innan í gangverki sem tryggir samræmismat við staðlana. ESB óskar þess að evrópskir sérfræðingar skrifi staðla til að útfæra löggjöfina, tekur þátt í mótun útfærslna, vísar til staðlanna í regluverkinu og auglýsir endanlega í Stjórnartíðindum ESB. Sérfræðingarnir svara með því spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Og „þetta“ getur verið allt frá öryggi leikfanga, yfir í gæði og virkni byggingarvara, öryggi og virkni hjartagangráða, flokkunar á orkunýtingu raftækja, yfir í þolhönnun mannvirkja og þannig mætti lengi telja.

Tæplega fjögur þúsund samhæfðir staðlar eru núna hluti af regluverkinu og Evrópudómstóllinn hefur gert ESB skylt að veita öllum aðgang að þeim stöðlum. Skyldu sem staðlasamtökin í Evrópu hafa tekið að sér að uppfylla. Sömu staðlar eru jafnframt notaðir til að framfylgja opinberri markaðsgæslu, sem er skipulögð viðleitni stjórnvalda til að tryggja að vörur uppfylli reglur um öryggi, heilsu og umhverfisvernd.

Notkun staðla er þannig viðleitni ESB til að tryggja öryggi, heilsuvernd, neytenda- og umhverfisvernd og að auðvelda hlítni við löggjöfina. En af hverju þessi verkfæri og ekki önnur?

Bestu lausnirnar

Sérfræðingar um allan heim taka sæti í tækninefndum staðlasamtaka og leggja til alla sína bestu þekkingu, nýjustu rannsóknir og upplýsingar til að gefa svör við þekktum áskorunum eða vandamálum. Þessa vinnu greiða vinnuveitendur þeirra fyrir sem er m.a. til marks um samfélagsábyrgð fyrirtækja sem taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um staðla. Staðlar eru þannig notaðir sem verkfæri til að tryggja ásættanlega niðurstöðu um lausnir. Að vörur á markaði séu öruggar, að rekjanleiki matvæla sé fyrir hendi, að prófanir lækningatækja tryggi öryggi þeirra, að leikföng barna séu ekki hættuleg o.s.frv. Benda rannsóknir til þess að framleiðniaukning íslenskra fyrirtækja, vegna staðlanotkunar, sé a.m.k.1,5 milljarða króna virði árlega. Þessi nýting staðla styttir þróunartíma nýrra vara, eykur aðgengi þeirra að mörkuðum, bætir samkeppnishæfni fyrirtækja og stuðlar að gæðum og auknu trausti viðskiptavina.

Viltu hringja í vin?

Staðlanotkun kemur sér vel fyrir lítil fyrirtæki sem hafa ekki aðgang að ótakmarkaðri sérfræðiþekkingu sem þarf til að uppfylla kröfur löggjafar og/eða ná nauðsynlegum árangri. Lítil ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á ævintýraferðir hafa þannig til dæmis aðgang að verkfærum sem auðvelda þeim að áhættugreina íshella-, jökla- og fjallaferðir og skipuleggja þær og undirbúa þannig að öryggi viðskiptavinanna sé í fyrirrúmi. Önnur fyrirtæki hafa aðgang að stjórnunarkerfum sem auðvelda þeim að koma sér upp ferlum og skipulagi sem eykur framleiðni og framleiðslu, dregur úr mistökum og lágmarkar áhættu. Þegar staðlar eru notaðir geta stjórnendur verið vissir um að njóta leiðsagnar bestu sérfræðinga á sviðinu, sem hafa sammælst um að þar sé um að ræða allra bestu leiðina til að gera hlutina. Staðlar geta því jafngilt því að „hringja í góðan vin“!

Staðlar graf
Mynd: Heimild: The influence of Standards on the Nordic Economies, Menon publication no 31/2018

Góður díll fyrir ríkið

Það getur verið flókið að skrifa löggjöf, sérstaklega fyrir tæknilega flókna geira eða nýjar greinar sem enn eru í þróun. Til að eitthvert vit verði í reglusetningu þarf sérfræðinga til að útfæra kröfurnar. Í fámennum löndum eru sérfræðingarnir ekki endilega á hverju strái og mannauður af skornum skammti líka. Þá er handhægt að geta gripið til verkfæra sem bestu sérfræðingar á sviðinu hafa samið og eru alþjóðlega viðurkennd. Dæmi um það má finna í íslenskum lögum um fiskeldi. Þar segir að sjókvíar skuli reisa og reka eftir „ströngustu stöðlum“. Þá þarf sá sem skrifar reglugerðina sem byggir …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.