Öryggi almennings, neytanda- og umhverfisvernd er hluti af því sem við göngum að vísu í Evrópu. Evrópusambandið (ESB) setur fram löggjöf með þeim hætti að í henni eru gerðar kröfur um að mannvirki, tæki og umhverfi sé ekki skaðlegt og það er beinlínis bannað að markaðssetja hættulegar vörur. Þessar kröfur eru útfærðar með samhæfðum stöðlum og innan í gangverki sem tryggir samræmismat við staðlana. ESB óskar þess að evrópskir sérfræðingar skrifi staðla til að útfæra löggjöfina, tekur þátt í mótun útfærslna, vísar til staðlanna í regluverkinu og auglýsir endanlega í Stjórnartíðindum ESB. Sérfræðingarnir svara með því spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Og „þetta“ getur verið allt frá öryggi leikfanga, yfir í gæði og virkni byggingarvara, öryggi og virkni hjartagangráða, flokkunar á orkunýtingu raftækja, yfir í þolhönnun mannvirkja og þannig mætti lengi telja.
Tæplega fjögur þúsund samhæfðir staðlar eru núna hluti af regluverkinu og Evrópudómstóllinn hefur gert ESB skylt að veita öllum aðgang að þeim stöðlum. Skyldu sem staðlasamtökin í Evrópu hafa tekið að sér að uppfylla. Sömu staðlar eru jafnframt notaðir til að framfylgja opinberri markaðsgæslu, sem er skipulögð viðleitni stjórnvalda til að tryggja að vörur uppfylli reglur um öryggi, heilsu og umhverfisvernd.
Notkun staðla er þannig viðleitni ESB til að tryggja öryggi, heilsuvernd, neytenda- og umhverfisvernd og að auðvelda hlítni við löggjöfina. En af hverju þessi verkfæri og ekki önnur?
Bestu lausnirnar
Sérfræðingar um allan heim taka sæti í tækninefndum staðlasamtaka og leggja til alla sína bestu þekkingu, nýjustu rannsóknir og upplýsingar til að gefa svör við …

