USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Falskt ör­yggi

- vegna skorts á innleiðingu og þekkingar um staðla hérlendis

Evrópusambandið þing
Mynd: AFP

Dagurinn 1. janúar 1994 markaði merkileg tímamót fyrir allt venjulegt fólk á Íslandi því þá voru ákvæði EES samningsins um evrópska efnahagssvæðið lögfest. Með því fékk Ísland aðgang að sameiginlegum innri markaði Evrópusambandsins án hindrana, að því gefnu að Ísland innleiddi regluverk sem gerði sömu kröfur og önnur Evrópuríki gera. Þær kröfur má m.a. finna í ákvörðun Evrópuþingsins og -ráðsins (nú nr. 768/2008/EB sem tók við af ákvörðun nr. 93/465/EBE) um sameiginlegan ramma um markaðssetningu á vörum (hér eftir „rammi“) sem í reynd nær utan um neytendavernd, öryggi alls kyns vara og þjónustu og opinbera markaðsgæslu en líka hindrunarlaust aðgengi fyrir íslenskar vörur á innri markaðnum. Það er auðvitað afar eftirsóknarverð staða fyrir pínulitla þjóð að vera hluti af svo skilvirku kerfi og stórum markaði, næstum eins og hendi sé veifað. En hvernig virkar kerfið í reynd og er það virkt?

Tvöfaldur ávinningur

Í fyrsta lagi ber að nefna að markaðsaðgengi vara og þjónustu byggir á því að á sameiginlega innri markaðnum sé til staðar samræmi sem öll ríki tryggja. Öll ríki innleiða sömu kröfur og tryggja samræmi þannig að framleiðsluaðferðir og aðferðir við prófun á öryggi er þekkt stærð á markaðnum. Þegar búið er að setja vöruna á markað í einu Evrópulandi er hún komin í frjálst flæði innan hins evrópska markaðar og annað ríki má ekki gera viðbótarkröfur um prófanir eða skoðanir.

Hluti af þessu samhæfða kerfi er kallað „Nýja aðferðin“ en hún þykir skilvirk, gerir tækninýsköpun mögulega og bætir samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu. Hluti nýju aðferðarinnar er notkun CE merkisins og þar koma samhæfðir staðlar til sögunnar. Séu vörur framleiddar skv. samhæfðum stöðlum sem skrifaðir hafa verið sérstaklega að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að útfæra kröfur löggjafarinnar, teljast vörurnar öruggar og framleiðandi má CE merkja þær og markaðsetja. Þetta er í ákvörðuninni kallað „ætlað samræmi“. Samræmismatsaðferðir eru nokkrar og ráðast af áhættu og öryggisstigi sem nauðsynlegt er. Eftir atvikum þarfnast það aðkomu faggilts vottunar-, skoðunar- eða prófunaraðila, sem jafnframt er formlegur hluti þessa sameiginlega ramma um markaðssetningu á vörum. Oft er það þó framleiðandinn sjálfur sem framkvæmir samræmismatið. Með CE merkingu ábyrgjast framleiðendur að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um heilbrigði, öryggi, eiginleika og umhverfisvernd og neytendur eiga að geta treyst því að CE merkt vara hafi verið framleidd eftir ströngum kröfum sem sérfræðingar hafa sett fram í stöðlum. Þess vegna eiga t.d. CE merkt lækningatæki sem framleidd eru á Íslandi greiða leið á sameiginlega innri markaðinn í Evrópu og við getum treyst því að raftæki sem seld eru á Íslandi séu örugg.

Langflestir framleiðendur vara í næstum 40 vöruflokkum sem til stendur að markaðssetja í Evrópu, nota samhæfða staðla til að tryggja öryggi vara. Þeir sem ekki nota staðla mega nota aðrar aðferðir en bera þá sönnunarbyrði fyrir því að varan uppfylli kröfur laganna, sem getur reynst mun þyngri en ef vara er framleidd skv. stöðlum.

Galopinn aðgangur að Evrópu

Evrópa er áfangastaður um 80% útflutningsvara Íslendinga skv. samantekt Hagstofunnar:

  1. Rúmlega 40% útflutnings er fiskur og fiskafurðir, bæði úr sjó og eldi. Markaðir með fisk lúta m.a. reglum matvælalöggjafarinnar sem við höfum innleitt vegna aðildar að innri markaði Evrópu. Löggjöfin gerir miklar kröfur til framleiðenda matvæla um rekjanleika, gæði og sjálfbærni svo dæmi séu nefnd. Allt eru það atriði sem tryggð eru með notkun staðla og vottunum.
  2. Um þriðjungur útflutnings er ál og kísiljárn en þeir markaðir krefjast vottunar skv. efnisstöðlum til að tryggja eðlis- og efnafræðilega eiginleika áls í bílaframleiðslu, byggingar, umbúðir og rafeindatækni svo dæmi séu nefnd. Þá notar áliðnaður stjórnunarkerfi sem byggja á alþjóðlegum ISO stöðlum um gæðastjórn, umhverfisstjórn, orkunýtni, heilsu- og vinnuvernd starfsmanna o.fl. Í áliðnaði eru starfandi faggiltir vottunaraðilar sem taka út árangur álvera á ýmsum sviðum. Þeir nota m.a. ISO/IEC 17021 og 17065 til að tryggja samræmi við kröfur til vottunaraðila og þar með gæði vottana.
  3. Lækningatæki eru …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.