USD 122,2 -0,84%
EUR 143 -0,42%
GBP 164,8 -0,59%
DKK 19,2 -0,42%
SEK 13,0 -0,26%
NOK 12,2 -0,39%
CHF 152,3 -0,49%
CAD 88,6 -0,69%
JPY 0,8 -0,6%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 3,8%
Mannfjöldi 391.810
USD 122,2 -0,84%
EUR 143 -0,42%
GBP 164,8 -0,59%
DKK 19,2 -0,42%
SEK 13,0 -0,26%
NOK 12,2 -0,39%
CHF 152,3 -0,49%
CAD 88,6 -0,69%
JPY 0,8 -0,6%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 3,8%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

Hönn­un kvóta­kerf­is­ins og dreif­ing arðs

Kvótakerfi sjávarútvegsins er ein meginstoð auðlindanýtingar á Íslandi og þekkt víða um heim fyrir langa sögu með markaðskerfi í nýtingu náttúruauðlinda. Oft er rætt um úthlutanir og verðmæti kvóta, en síður um hvernig hönnun markaðarins sjálfs, til dæmis takmarkanir á viðskiptum, hefur áhrif á hverjir njóta arðsins af auðlindinni.

Kjarni greinarinnar er einfaldur: hagnaður af framsölum veiðiheimilda rennur að mestu til útgerðareigenda, þar sem heimildir eru að jafnaði úthlutaðar þeim. Sá hagnaður er í reynd auðlindarenta (e. resource rent), umframafkoma sem myndast þegar framboð er bundið með heildaraflamarki. Fræðilega séð tryggja frjáls og skilvirk viðskipti að kvótinn endi hjá þeim sem nýta hann á hagkvæmastan hátt, óháð upphafsúthlutun, og tekjur af lönduðum afla endurspegla þá lokadreifingu.

Hagnaður af framsölum ræðst hins vegar einnig af upphafsúthlutun: þeir sem nýta minna en þeim var úthlutað selja heimildir og innleysa rentuna, sem fellur þannig fyrst og fremst kvótaeigendum í skaut. Hvað með aðra sem reiða sig á verðmæti auðlindarinnar, t.d. sjómenn og almenning? Ef ætlunin er að breyta dreifingu arðsins án þess að breyta upphafsúthlutun veiðiheimilda þarf annaðhvort að breyta hönnun markaðarins (t.d. setja skilyrði um viðskipti milli ólíkra skipa) eða beina hluta auðlindarentunnar til ríkisins með auðlindagjaldi.

Markaðshönnun er ekki hlutlaus. Það skiptir máli hvort og hvernig má framselja og til hvaða aðila. Slíkar ákvarðanir móta það hverjir halda áfram að veiða, hverjir hætta, og hvernig arðurinn, sérstaklega auðlindarentan, skiptist milli stétta, svæða og byggðarlaga.

Greinin byggir á nýrri rannsókn sem nýtir breytingar í íslenska kvótakerfinu og hagfræðilega líkanagerð til að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein