Til baka

Grein

Ljósvist: Mikilvægi innivistar og reglna

Ljósvist er orð sem notað er yfir dagsljós og raflýsingu, þar með talið ljósmengun og tekur á eiginleikum ljóss svo sem ljósmagni, ljóslit, jafnleika ljóssins, flökti, glýju o.þ.h.

f1a7372
Mynd: Heiða Helgadóttir

Miðvikudaginn 9. október 2024 var stór dagur í lífi ljósvistar á Íslandi. Þennan dag bauð þáverandi innviðaráðherra Svandís Svavarsdóttir til fundar[e57e0c] um ljósvist og tilkynnti að drög að breytingum á byggingarreglugerð með tilliti til ljósvistar væri á leið í opna samráðsgátt stjórnvalda, sem og gerðist samdægurs og fékk númerið S-204/2024.[3bb960] Reglugerðardrögin voru liður í aðgerðum stjórnvalda samkvæmt þingsályktun um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038[1754d5] ásamt meðfylgjandi fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Þar er lögð áhersla á að grunngæði íbúðarhúsnæðis verði höfð að leiðarljósi í allri hönnun, þar á meðal dagsljós.

Ljósvist er orð sem notað er yfir dagsljós og raflýsingu, þar með talið ljósmengun og tekur á eiginleikum ljóss svo sem ljósmagni, ljóslit, jafnleika ljóssins, flökti, glýju o.þ.h. Ljósvist er einn af umhverfisþáttunum sem fellur undir innivist ásamt til dæmis hljóðvist, loftgæðum, hita og raka. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streitu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu.

Umhverfisþættir ljósvistar

Ljósvistin er ekki síður mikilvæg heldur en aðrir umhverfisþættir. Árið 2000 var örlaga ár í sögu ljóssins á heimsvísu. Þá birtust tvær ritrýndar greinar um að búið væri að finna hvaða frumur það eru í auganu sem nema ljós og hafa áhrif á dægursveifluna. Svo fór rannsóknasamfélagið að velta …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein