Miðvikudaginn 9. október 2024 var stór dagur í lífi ljósvistar á Íslandi. Þennan dag bauð þáverandi innviðaráðherra Svandís Svavarsdóttir til fundar
Ljósvist er orð sem notað er yfir dagsljós og raflýsingu, þar með talið ljósmengun og tekur á eiginleikum ljóss svo sem ljósmagni, ljóslit, jafnleika ljóssins, flökti, glýju o.þ.h. Ljósvist er einn af umhverfisþáttunum sem fellur undir innivist ásamt til dæmis hljóðvist, loftgæðum, hita og raka. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streitu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu.
Umhverfisþættir ljósvistar
Ljósvistin er ekki síður mikilvæg heldur en aðrir umhverfisþættir. Árið 2000 var örlaga ár í sögu ljóssins á heimsvísu. Þá birtust tvær ritrýndar greinar um að búið væri að finna hvaða frumur það eru í auganu sem nema ljós og hafa áhrif á dægursveifluna. Svo fór rannsóknasamfélagið að velta …