USD 126,0 0,2%
EUR 146,4
GBP 168,8 -0,1%
DKK 19,6
SEK 13,7 0,2%
NOK 12,5 0,1%
CHF 157,2 0,2%
CAD 90,6
JPY 0,8 0,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,0 0,2%
EUR 146,4
GBP 168,8 -0,1%
DKK 19,6
SEK 13,7 0,2%
NOK 12,5 0,1%
CHF 157,2 0,2%
CAD 90,6
JPY 0,8 0,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Svika­logn á fast­eigna­mark­aði

Ef litið er undir húddið á fasteignamarkaðnum þessa stundina kemur í ljós að hann er tvískiptur, þar sem ódýrar íbúðir seljast hratt á meðan dýrar íbúðir seljast hægar.

Fasteignamarkaðurinn hefur hægt á sér á síðustu vikum. Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,28 prósent á milli mánaða í september, eftir að hafa hækkað töluvert á milli mánaða samfleytt frá ársbyrjun. Umsvif á íbúðamarkaði hafa einnig minnkað á haustmánuðum, þar sem færri kaupsamningum er nú þinglýst en í sumar, jafnvel þótt íbúðakaup vegna Grindavíkur eru tekin til hliðar.

Minni umsvif og verðlækkanir hljóma vel fyrir fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði, sem hafa búið við skarpar verðhækkanir á síðustu mánuðum. Hins vegar teljum við hjá HMS stöðuna vera svikalogn, þar sem eftirspurnarþrýstingur mælist enn töluverður á meðal ódýrari íbúða, á meðan lítið framboð er af slíkum íbúðum. Aukist framboðið ekki af ódýrum íbúðum mun enn reynast erfitt fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Minni umsvif, en ekkert frost

Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr kaupskrá fasteigna var að minnsta kosti 998 samningum þinglýst í september, samanborið við 914 í ágústmánuði og 1.010 í júlímánuði.[5de8ea] Samningum hefur fækkað nokkuð frá því á öðrum ársfjórðungi, sem varði frá aprílmánuði og út júnímánuð, jafnvel þótt fasteignakaup sem tengjast búferlaflutningum vegna Grindavíkur séu talin frá.

Í sögulegu samhengi eru umsvif á fasteignamarkaði þó ekkert sérstaklega lítil, en 16% fleiri kaupsamningar voru gerðir á nýliðnum ársfjórðungi heldur en á sama tíma í fyrra ef kaupsamningar vegna Grindavíkur eru teknir til hliðar. Umsvif á fasteignamarkaðnum í haust hafa því verið meira en í fyrra, þrátt fyrir hátt vaxtastig og skarpar verðhækkanir á síðustu mánuðum. Þannig má segja að hægt hafi á markaðnum frá því í júlí, en varla er hægt að tala um að frost ríki þar enn sem komið er.

graf1

Tvískiptur markaður

Ef litið er undir húddið á fasteignamarkaðnum þessa stundina kemur í ljós að hann er tvískiptur, þar sem ódýrar íbúðir seljast hratt á meðan dýrar íbúðir seljast hægar. Á fyrri myndinni okkar má sjá söluverð íbúða sem ekki eru í nýbyggingum miðað við ásett verð þeirra, en þannig er hægt að greina mismunandi verðþrýsting eftir verðflokkum.

Samkvæmt myndinni er verðþrýstingur mestur hjá íbúðum sem seljast á 30-60 milljónir króna, en um 27 prósent þeirra seljast yfir ásettu verði, samanborið við 20 prósent í hinum verðflokkunum. Hlutfall ódýrra íbúða sem seljast á yfirverði er nú það sama og það var á toppi fasteignabólunnar árið 2017 og 2018, á meðan nokkuð vantar til að verðþrýstingurinn á dýrari íbúðum nái sömu hæðum og þá.

Tvískiptinguna má einnig sjá þegar verðþrýstingur eldri íbúða er borinn saman við verðþrýsting íbúða í nýbyggingum. Innan við 10 prósent íbúða í nýbyggingum seljast nú yfir ásettu verði, en slíkar íbúðir eru að jafnaði dýrari en aðrar. Þar hafa ódýrustu íbúðirnar einnig selst á meðan hinar standa eftir óseldar, en óseldar nýjar íbúðir eru að meðaltali 10 milljónum krónum dýrari en seldar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

graf2

Handbremsa Seðlabankans

Tvískiptingin er að hluta til vegna aðgerða Seðlabankans, sem dregið hefur úr kaupgetu heimila á dýrari íbúðum með háum vöxtum og þrengri lánþegaskilyrðum. Þar vega reglur bankans frá árinu 2021 um hámark á greiðslubyrði húsnæðislána þungt, en samkvæmt þeim má greiðslubyrðin ekki vera 40% af ráðstöfunartekjum hjá fyrstu kaupendum og 35% …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Alþjóðamál

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi

4
Samfélag

Sefjunarhagkerfið og atbeini hönnuða

5
Atvinna

Gervigreindarbyltingin: Kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum

6
Jarðvísindi

Ljósleiðarabyltingin í náttúruvárvöktun

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.