Þegar fólk hættir að vinna minnka tekjur þess. Hversu mikið þær lækka er einstaklingsbundið og fer eftir t.d. tekjum og lífeyrissparnaði. Meðalheildarlaun fólks í fullu starfi á mánuði voru um 984.000 kr árið 2024.1 Á sama tíma voru meðalheildartekjur fólks á ellilífeyrisaldri um 790.000 kr á mánuði eða um 20% lægra, tæplega 200.000 kr á mánuði.2 Margur einstaklingurinn horfir sjálfsagt á meiri samdrátt sinna tekna, sérstaklega þegar á líður en 75 ára og eldri voru með um 711.000 á mánuði í heildartekjur árið 2024.
Einhvern veginn verður fólk að bregðast við slíkum tekjusamdrætti. Það gæti dregið úr neyslu, farið sjaldnar til Tene. Það gæti líka farið í kröfugöngu og kríað út hærri bætur frá hinu opinbera. En það setur gamla fólkið í andstöðu við yngri kynslóðir sem þurfa að halda hagkerfinu uppi á sama tíma. Friðurinn í samfélaginu er úti sé yngri kynslóðum att gegnt þeim eldri. Það er nóg komið af slíku.
Önnur leið er möguleg, leið sem gerir mörgu eldra fólki mögulegt að viðhalda eða bæta lífsgæði sín þótt tekjurnar minnki. Að sama skapi er leiðin bókstaflega hjálpleg fyrir yngri kynslóðir svo þær ættu að styðja eldri kynslóðir sem vilja fara þessa leið.
Leiðin er að minnka við sig húsnæði, það er að flytja úr gömlu, stóru íbúðinni í nýja og minni íbúð.
Ávinningurinn fyrir eldri kynslóðirnar
Tökum dæmi. Jón og Gunna eru roskin hjón sem búa í Hafnarfirði. Þau hafa búið í 120 fermetra fjölbýlisíbúðinni sinni síðan þau eignuðust börnin sín tvö en sem eru …