USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ávinn­ing­ur­inn og frið­ur­inn við að byggja íbúð­ir fyr­ir eldra fólk

Verði það ekki gert heldur ástandið á húsnæðismarkaði bara áfram í því fari sem það er

DSC01017

Þegar fólk hættir að vinna minnka tekjur þess. Hversu mikið þær lækka er einstaklingsbundið og fer eftir t.d. tekjum og lífeyrissparnaði. Meðalheildarlaun fólks í fullu starfi á mánuði voru um 984.000 kr árið 2024.1 Á sama tíma voru meðalheildartekjur fólks á ellilífeyrisaldri um 790.000 kr á mánuði eða um 20% lægra, tæplega 200.000 kr á mánuði.2 Margur einstaklingurinn horfir sjálfsagt á meiri samdrátt sinna tekna, sérstaklega þegar á líður en 75 ára og eldri voru með um 711.000 á mánuði í heildartekjur árið 2024.

Einhvern veginn verður fólk að bregðast við slíkum tekjusamdrætti. Það gæti dregið úr neyslu, farið sjaldnar til Tene. Það gæti líka farið í kröfugöngu og kríað út hærri bætur frá hinu opinbera. En það setur gamla fólkið í andstöðu við yngri kynslóðir sem þurfa að halda hagkerfinu uppi á sama tíma. Friðurinn í samfélaginu er úti sé yngri kynslóðum att gegnt þeim eldri. Það er nóg komið af slíku.

Önnur leið er möguleg, leið sem gerir mörgu eldra fólki mögulegt að viðhalda eða bæta lífsgæði sín þótt tekjurnar minnki. Að sama skapi er leiðin bókstaflega hjálpleg fyrir yngri kynslóðir svo þær ættu að styðja eldri kynslóðir sem vilja fara þessa leið.

Leiðin er að minnka við sig húsnæði, það er að flytja úr gömlu, stóru íbúðinni í nýja og minni íbúð.

Ávinningurinn fyrir eldri kynslóðirnar

Tökum dæmi. Jón og Gunna eru roskin hjón sem búa í Hafnarfirði. Þau hafa búið í 120 fermetra fjölbýlisíbúðinni sinni síðan þau eignuðust börnin sín tvö en sem eru nú bæði uppkomin og flutt að heiman. Svefnherbergi barnanna standa tóm og hjónin hafa ekkert við þau að gera þótt annað þeirra sé orðið að hálfgerðri geymslu á dóti sem þau hafa ekki notað í mörg ár. Íbúðin er líka í fjölbýlishúsi án lyftu og mjaðmirnar á Jóni gera honum lífið leitt í hvert skipti sem hann labbar upp og niður stigann. Hann er m.a.s. byrjaður að einangrast, hittir ekki gömlu félagana eins oft og áður því hann kvíðir því að þurfa að berjast við stigann í hvert skipti sem hann fer út. Gunna datt líka í stiganum í fyrra enda ekki eins sterk í fótunum og hún var. Eldhússkáparnir eru líka orðnir óþægilega háir fyrir þau bæði – það getur verið erfitt að teygja sig þegar maður eldist – og þau kvíða fyrir komandi viðhaldi á íbúðinni sem er komin til ára sinna. Þau ágætu hjón ákveða því að leita sér að annarri fjölbýlisíbúð sem hentar þeim betur.

Þau skoða þrjá kosti í nágrenninu. Kostur 1 er 70 fermetra notuð íbúð með tveimur svefnherbergjum til kaups, kostur 2 er 60 fermetra ný íbúð með einu svefnherbergi til kaups og loks kostur 3 sem er 60 fermetra ný íbúð með einu svefnherbergi til leigu. Kostirnir þrír eru dregnir saman í töflu 1.

Kostur 1 lítur ódýrastur út á blaði. Hann er líka með aukasvefnherbergi umfram kosti 2 og 3. En notaða íbúðin er viðhaldsfrekari en þær nýrri – og það er ekkert viðhald sem áhyggjur þarf að hafa af sé íbúðin leigð – og sé hönnunin á kosti 1 ekki fullnægjandi, t.d. er varðar aðgengi, getur margt eldra fólk ekki notað hana.

Kostir 2 og 3 eru mun dýrari en kostur 1. En þeir eru langtum ódýrari en núverandi íbúð, jafnvel þótt fermetraverð sé nærri tvöfalt sé íbúðin keypt. Þær eru minni en margur veit sem reynt hefur að 60 fermetra fyrir einstakling eða par er stærð á íbúð þar sem flestir finna þörfum sínum mætt. Mikilvægast er að þær eru hannaðar með þarfir eldra fólks í huga.

Eins og sést fellst töluverður sparnaður í því að minnka við …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.