USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Bið barna eft­ir þjón­ustu er dýr­keypt

Tölurnar tala sínu máli og embætti umboðsmanns barna hefur nú safnað talnaefni yfir nokkurra ára tímabil sem dregur fram óásættanlega bið barna eftir lögbundinni þjónustu.

dsf0051g
Mynd: Golli

Rannsóknir benda til þess að fátækt eða erfiðar félagslegar aðstæður barna í æsku geti mótað stöðu þeirra til framtíðar. Þau börn sem búa t.d. ekki við hvatningu til menntunar og þroska á barnsaldri eru líklegri til að standa verr en aðrir félagslega í framtíðinni og með því móti er viðhaldið félagslegum ójöfnuði milli kynslóða. James J. Heckman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur bent á þessar staðreyndir og lagt áherslu á mikilvægi þess að ráðist sé að rótum vandans með snemmtækri íhlutun sem jafni stöðu barna á fyrstu æviárum þeirra.[9b2221] Slíkt sé hægt að gera með vönduðum verkefnum sem hafi það markmið að styðja fjölskyldur sem búa við erfiðar félagslega aðstæður og börn þeirra þannig að þau njóti jafngóðrar menntunar og önnur börn. Frá hagfræðilegu sjónarmiði eykur þetta velsæld í samfélaginu til lengri tíma.

Mynd1
Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að veita ráðgjöf um mataræði og hreyfingu.
Mynd2
Hér er um að ræða mál sem stofnað hefur verið til á grundvelli barnalaga eða hjúskaparlaga og bíða meðferðar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Börn eru ekki aðilar þessara mála í skilningi stjórnsýslunnar, en málin varða hagsmuni þeirra. Hér er m.a. um að ræða erindi foreldra um framfærslu barna, umgengni, sambúðarslit, skilnað, skipta búsetu, forsjá, lögheimili eða utanlandsferðir.
Mynd3
Sálfræðingar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Mosfellsbær, Kópavogur, Hafnafjörður, Garðabær og Seltjarnarnes) veita börnum meðferð vegna hegðunar- og tilfinningavanda ásamt því að veita foreldrum þeirra ráðgjöf.

Ástæða er til að staldra sérstaklega við menntun barna, því menntakerfið er mikilvægt jöfnunartæki, staður þar sem öll börn eiga að fá sömu tækifæri til að læra og þroskast óháð efnahag eða félagslegri stöðu, og að einstaklingsbundnum þörfum þeirra sé mætt. Samkvæmt íslenskri menntastefnu er skóli án aðgreiningar bundin í lög en þeirri stefnu er ætlað að koma til móts við vaxandi fjölbreytileika meðal nemenda og veita hverjum og einum góða og viðeigandi menntun. Stefnunni er einnig ætlað að stuðla að félagslegu réttlæti í skólum. Ójöfn tækifæri skapast ekki aðeins vegna ójafnrar félagslegrar stöðu heldur einnig vegna ýmissa annarra áskorana sem börn glíma við. Margt bendir til að skólakerfið hér á landi sé ekki í stakk búið til að veita einstaklingsbundna þjónustu og að fjöldi barna nái því ekki að fóta sig innan skólakerfisins. Slíkt getur haft mikil áhrif á bæði andlegt og líkamlegt atgervi þeirra og mótað líf þeirra til framtíðar.

Gögn um bið eftir þjónustu

Ein birtingarmynd þess vanda sem hópur íslenskra barna glímir við er bið þeirra eftir þjónustu hjá opinberum aðilum. Umboðsmaður barna hefur að undanförnu staðið fyrir reglulegri upplýsingasöfnun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum með það að markmiði að varpa ljósi á stöðuna hverju sinni. Birtar eru tölur tvisvar á ári um bið barna eftir þjónustu hjá nokkrum opinberum aðilum en það var fyrst gert í febrúar 2022 og því voru tölur um bið eftir þjónustu birtar í fimmta sinn í mars nú í ár.

Umboðsmaður barna[8e19eb] starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni. Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni.

Mynd4
Sáttameðferð fer fram áður en krafist er úrskurðar sýslumanns eða höfðað mál fyrir dómstólum um forsjá barns, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Markmið sáttameðferðar er að hjálpa foreldrum að gera samning sín á milli um þá lausn sem er barninu fyrir bestu.
Mynd5
Göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli Barnaspítalans og nú síðast bættist Heyrnar- og talmeinastöð Íslands í hópinn. Áður en embætti umboðsmanns barna hóf reglulega birtingu þessara upplýsinga hafði embættið ítrekað gert athugasemdir við stjórnvöld vegna biðtíma barna. Þá hafði embættið margoft fengið ábendingar og ákall frá börnum um bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu. Loks má geta þess að barnaréttarnefnd Sameinaðu þjóðanna hefur gert athugasemdir við langan biðtíma eftir þjónustu í skýrslum sínum til íslenskra stjórnvalda enda hefur vandinn verið viðvarandi í fjölmörg ár.

Jöfnuður og biðtími

Bið barna eftir þjónustu er til þess fallin að skapa ójöfnuð til framtíðar. Börn sem þurfa að bíða lengi eftir greiningu búa ekki við sömu tækifæri og önnur börn. Ekki aðeins er hætta á að vandi barnanna aukist á meðan á biðinni stendur heldur fara þau einnig á mis …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.