Til baka

Grein

Bið barna eftir þjónustu er dýrkeypt

Tölurnar tala sínu máli og embætti umboðsmanns barna hefur nú safnað talnaefni yfir nokkurra ára tímabil sem dregur fram óásættanlega bið barna eftir lögbundinni þjónustu.

dsf0051g
Mynd: Golli

Rannsóknir benda til þess að fátækt eða erfiðar félagslegar aðstæður barna í æsku geti mótað stöðu þeirra til framtíðar. Þau börn sem búa t.d. ekki við hvatningu til menntunar og þroska á barnsaldri eru líklegri til að standa verr en aðrir félagslega í framtíðinni og með því móti er viðhaldið félagslegum ójöfnuði milli kynslóða. James J. Heckman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur bent á þessar staðreyndir og lagt áherslu á mikilvægi þess að ráðist sé að rótum vandans með snemmtækri íhlutun sem jafni stöðu barna á fyrstu æviárum þeirra.[9b2221] Slíkt sé hægt að gera með vönduðum verkefnum sem hafi það markmið að styðja fjölskyldur sem búa við erfiðar félagslega aðstæður og börn þeirra þannig að þau njóti jafngóðrar menntunar og önnur börn. Frá hagfræðilegu sjónarmiði eykur þetta velsæld í samfélaginu til lengri tíma.

Mynd1
Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að veita ráðgjöf um mataræði og hreyfingu.
Mynd2
Hér er um að ræða mál sem stofnað hefur verið til á grundvelli barnalaga eða hjúskaparlaga og bíða meðferðar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Börn eru ekki aðilar þessara mála í skilningi stjórnsýslunnar, en málin varða hagsmuni þeirra. Hér er m.a. um að ræða erindi foreldra um framfærslu barna, umgengni, sambúðarslit, skilnað, skipta búsetu, forsjá, lögheimili eða utanlandsferðir.
Mynd3
Sálfræðingar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Mosfellsbær, Kópavogur, Hafnafjörður, Garðabær og Seltjarnarnes) veita börnum meðferð vegna hegðunar- og tilfinningavanda …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein