USD 127,8
EUR 148,8 -0,1%
GBP 170,5 0,1%
DKK 19,9 -0,1%
SEK 13,6 -0,1%
NOK 12,7 0,1%
CHF 158,9 -0,4%
CAD 91,7 0,3%
JPY 0,8 -0,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,8
EUR 148,8 -0,1%
GBP 170,5 0,1%
DKK 19,9 -0,1%
SEK 13,6 -0,1%
NOK 12,7 0,1%
CHF 158,9 -0,4%
CAD 91,7 0,3%
JPY 0,8 -0,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki og áfang­ar los­un­ar fjár­magns­hafta

Vetur
Mynd: Golli

Á þessu ári eru tíu ár síðan kynnt var þrepaskipt áætlun um losun fjármagnshafta. Áætlunin var framkvæmd frá seinni hluta ársins 2015 og til og með fyrri hluta ársins 2017. Af þessu tilefni var haldin ráðstefna í lok september s.l. og er þessi grein í meginatriðum byggð á ræða minni þar.

Vandinn

Vandinn sem var ástæða fjármagnshaftanna, sem sett voru á síðla árs 2008, var mikill. Hann var að hluta greiðslujafnaðarvandi sem tengdist annars vegar svokölluðum aflandskrónum[9d11a9] og hins vegar þeim hluta innlendra eigna slitabúa föllnu bankanna sem færu til erlendra aðila við uppgjör búanna. Það sýnir umfangið að aflandskrónur voru um 40% af landsframleiðslu í byrjun 2009 og að umræddar innlendar eignir slitabúanna voru metnar hafa verið um 25% af landsframleiðslu vorið 2015. Þetta var færsluvandi, eins og Keynes kallaði það í samhengi við stríðsskaðabætur Þjóðverja eftir fyrri heimstyrjöldina.[aa7958] Í okkar tilfelli fólst færsluvandinn í mögulegri mikilli lækkun gengis og öðrum fjármálalegum óstöðugleika þegar innlendar eignir væru seldar og færðar í gegnum lítinn og grunnann gjaldeyrismarkað.

Vandinn var hins vegar fjölþættari vegna þess að fjármálakreppan og efnahagskreppan sem kom í kjölfarið gerðu það að verkum að óheftum fjármagnshreyfingum til og frá landinu fylgdi mun meiri áhætta en við venjulegar aðstæður. Þannig veittu höftin bæði peningastefnunni og ríkisfjármálastefnunni meira svigrúm til að styðja við efnahagsbata og lækkun verðbólgu en ella hefði verið. Vandinn fólst einnig í verulega lægra lánshæfismati ríkissjóðs og bankanna en verið hafði fyrir fall bankanna, og vafa um aðgang beggja að erlendum lánamörkuðum. Þá var …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.