USD 124,5 -0,1%
EUR 146,2
GBP 167,2 -0,3%
DKK 19,6
SEK 13,7 0,4%
NOK 12,6 0,7%
CHF 157,8
CAD 90,3 0,1%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 124,5 -0,1%
EUR 146,2
GBP 167,2 -0,3%
DKK 19,6
SEK 13,7 0,4%
NOK 12,6 0,7%
CHF 157,8
CAD 90,3 0,1%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki og áfang­ar los­un­ar fjár­magns­hafta

Vetur
Mynd: Golli

Á þessu ári eru tíu ár síðan kynnt var þrepaskipt áætlun um losun fjármagnshafta. Áætlunin var framkvæmd frá seinni hluta ársins 2015 og til og með fyrri hluta ársins 2017. Af þessu tilefni var haldin ráðstefna í lok september s.l. og er þessi grein í meginatriðum byggð á ræða minni þar.

Vandinn

Vandinn sem var ástæða fjármagnshaftanna, sem sett voru á síðla árs 2008, var mikill. Hann var að hluta greiðslujafnaðarvandi sem tengdist annars vegar svokölluðum aflandskrónum[9d11a9] og hins vegar þeim hluta innlendra eigna slitabúa föllnu bankanna sem færu til erlendra aðila við uppgjör búanna. Það sýnir umfangið að aflandskrónur voru um 40% af landsframleiðslu í byrjun 2009 og að umræddar innlendar eignir slitabúanna voru metnar hafa verið um 25% af landsframleiðslu vorið 2015. Þetta var færsluvandi, eins og Keynes kallaði það í samhengi við stríðsskaðabætur Þjóðverja eftir fyrri heimstyrjöldina.[aa7958] Í okkar tilfelli fólst færsluvandinn í mögulegri mikilli lækkun gengis og öðrum fjármálalegum óstöðugleika þegar innlendar eignir væru seldar og færðar í gegnum lítinn og grunnann gjaldeyrismarkað.

Vandinn var hins vegar fjölþættari vegna þess að fjármálakreppan og efnahagskreppan sem kom í kjölfarið gerðu það að verkum að óheftum fjármagnshreyfingum til og frá landinu fylgdi mun meiri áhætta en við venjulegar aðstæður. Þannig veittu höftin bæði peningastefnunni og ríkisfjármálastefnunni meira svigrúm til að styðja við efnahagsbata og lækkun verðbólgu en ella hefði verið. Vandinn fólst einnig í verulega lægra lánshæfismati ríkissjóðs og bankanna en verið hafði fyrir fall bankanna, og vafa um aðgang beggja að erlendum lánamörkuðum. Þá var gjaldeyrisforði í fyrstu lítill miðað við vandann, auk þess sem forðinn var að mestu fjármagnaður með erlendum lánum og því varhugaverðara en ella að ganga á hann.

Allir þessir þættir þróuðust til betri vegar þegar frá leið sem skapaði betri forsendur til að losa fjármagnshöftin.

Áfangaskipt ferli

Þetta takmarkaði kostina og kom í veg fyrir skjóta losun fjármagnshafta og í staðinn kom áfangaskipt ferli sem tók næstum áratug.

Aðgerðum til að losa fjármagnshöft á erlendar krónueignir eða á innlenda aðila má setja upp á tímalínu með átta áföngum. Sá fyrsti voru svokölluð Avens viðskipti í maí 2010 þegar Seðlabankinn keypti aflandskrónur af seðlabankanum í Lúxemborg og seldi þær svo áfram til íslenskra lífeyrissjóða. Annar áfanginn fólst í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans á árunum 2011-2015 sem minnkuðu umfang aflandskróna. Þriðji áfanginn var svo uppgjör slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja með stöðugleikaframlögum á seinni hluta ársins 2015 og fyrri hluta 2016. Sá fjórði var gjaldeyrisútboð Seðlabankans í júní 2016 sem lækkaði stöðu aflandskróna. Í fimmta áfanga var komið að innlendum aðilum þegar heimildir þeirra til fjármagnsflutninga voru auknar í nokkrum aðgerðum mánuðina október til desember 2016. Sjötti áfanginn var í mars 2017 þegar samið var um kaup Seðlabankans á aflandskrónum. Áttundi áfanginn var einnig í mars 2017 þegar höftin voru að megninu til losuð á innlenda aðila. Níundi og síðasti áfanginn var svo í mars 2019 þegar aflandskrónur í eigu aðila sem ekki vildu ganga til samninga í mars 2017 var hleypt út í gegnum álandsmarkað.

Síðasti áfanginn var lítill og án stöðugleika-ógnar, og kemur ekki meira við sögu hér. Almennt er litið svo á að höftin hvað varðar innlend heimili og fyrirtæki hafi verið nánast að fullu losuð í mars 2017, rúmlega átta árum eftir að þau voru sett á.

Til viðbótar við ofangreindar aðgerðir var ýmislegt gert á fyrstu árunum til að tryggja að höftin virkuðu og búa í haginn fyrir losun. Þar bar hæst að slitabúin voru sett undir höftin á árinu 2012. Það skipti sköpum varðandi þau tök sem íslensk stjórnvöld höfðu til að koma í veg fyrir að uppgjör slitabúanna yrði að ógn við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika.

Áfangarnir mörkuðust af aðstæðum sem breyttust á því tímabili sem losunin stóð yfir. Þannig jókst viðnámsþróttur þjóðarbús og fjármálakerfis með tímanum. Lánshæfismatið fór síðan að batna og tók stökk í framhaldi að uppgjöri slitabúa á grundvelli stöðugleikaskilyrða. Ríkið tók erlent lán 2011 en bankarnir gerðu það síðar. Þá jókst stærð gjaldeyrisforðans og fjármögnun hans batnaði með tímanum og hann því meira til reiðu til að lækka stöðu aflandskróna. Í Avens-viðskiptunum 2010 og gjaldeyrisútboðunum 2011-2015 voru aðgerðirnar hannaðar með þeim hætti að ekki var gengið á gjaldeyrisforðann, enda hefði það aldrei gengið upp. Í gjaldeyrisútboðinu 2016 og kaupunum 2017 var það hins vegar mögulegt. Það var mikilvægt til að geta hraðað ferlinu.

Már Guðmundsson: Umfang aðgerða

Umfang aðgerða

Það er hægt að leggja mat á umfang einstakra aðgerða sem lúta að losun fjármagnshafta á aflandskrónur og innlendar krónueignir erlendra aðila í slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Alþjóðamál

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi

2
Alþjóðamál

Horft af brúnni

3
Aðrir sálmar

Viðhorf og viðbragð

4
Efnahagsmál

Lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleiki

5
Aðrir sálmar

Markaðir og markmið

6
Fiskveiðar

Reiknilíkön fyrir hámark aflahlutdeilda

Sjávarútvegur
Fiskveiðar 2. tbl.

Reikni­lík­ön fyr­ir há­mark afla­hlut­deilda

Sérfræðingar hjá Arev greina úthlutun aflaheimilda og samþjöppun í sjávarútvegi.
IMG_5870
Aðrir sálmar 2. tbl.

Mark­að­ir og mark­mið

Mariana Mazzucato, atvinnustefna og markaðsmótun
Reykjavík
Efnahagsmál 2. tbl.

Lán­þega­skil­yrði og fjár­mála­stöð­ug­leiki

Sérfræðingar hjá Seðlabankanum fjalla um áhrif lánþegaskilyrða á fjármálastöðugleika og húsnæðismarkað.
Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi

Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.