Á þessu ári eru tíu ár síðan kynnt var þrepaskipt áætlun um losun fjármagnshafta. Áætlunin var framkvæmd frá seinni hluta ársins 2015 og til og með fyrri hluta ársins 2017. Af þessu tilefni var haldin ráðstefna í lok september s.l. og er þessi grein í meginatriðum byggð á ræða minni þar.
Vandinn
Vandinn sem var ástæða fjármagnshaftanna, sem sett voru á síðla árs 2008, var mikill. Hann var að hluta greiðslujafnaðarvandi sem tengdist annars vegar svokölluðum aflandskrónum
Vandinn var hins vegar fjölþættari vegna þess að fjármálakreppan og efnahagskreppan sem kom í kjölfarið gerðu það að verkum að óheftum fjármagnshreyfingum til og frá landinu fylgdi mun meiri áhætta en við venjulegar aðstæður. Þannig veittu höftin bæði peningastefnunni og ríkisfjármálastefnunni meira svigrúm til að styðja við efnahagsbata og lækkun verðbólgu en ella hefði verið. Vandinn fólst einnig í verulega lægra lánshæfismati ríkissjóðs og bankanna en verið hafði fyrir fall bankanna, og vafa um aðgang beggja að erlendum lánamörkuðum. Þá var …

