USD 124,5 -0,1%
EUR 146,2
GBP 167,2 -0,3%
DKK 19,6
SEK 13,7 0,4%
NOK 12,6 0,7%
CHF 157,8
CAD 90,3 0,1%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 124,5 -0,1%
EUR 146,2
GBP 167,2 -0,3%
DKK 19,6
SEK 13,7 0,4%
NOK 12,6 0,7%
CHF 157,8
CAD 90,3 0,1%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Evr­ópa þarf að standa sam­an

Úkraína
Íbúðarhús í ljósum logum loftárás Rússa í Zaporizhzhia í Úkraínu.
Mynd: Darya NAZAROVA / AFP

Samheldni eykur öryggi. Þess vegna var Atlantshafsbandalagið stofnað 1949 og tveim árum síðar Kola- og stálbandalag Evrópu, sem varð smám saman að Evrópusambandinu eins og það er nú. Stofnríki NATO voru tólf og nú eru aðildarríkin orðin 32 talsins.

Friður og vaxandi velmegun

Kola- og stálbandalag Evrópu hafði það höfuðmarkmið að girða fyrir ítrekuð átök á svæðinu með því að setja helztu náttúruauðlindir álfunnar, kol og stál, undir sameiginlega stjórn. KSB taldi sex aðildarríki í upphafi: Frakkland, Þýzkaland, Ítalíu, Belgíu, Holland og Lúxemborg. Nú eru aðildarríki ESB orðin 27 talsins. Órofa friður meðal aðildarríkjanna æ síðan og aukin velmegun með tímanum vitna um þá snilldarlegu framsýni sem bjó að baki þessari stofnanaumgjörð til að tengja Evrópulöndin innbyrðis og efla tengsl þeirra við Norður-Ameríku.

Í ljósi þess árangurs sem náðst hefur kemur ekki á óvart hversu aðildarríkjum bæði NATO og ESB heldur enn áfram að fjölga. Aðild svo margra Mið- og Austur-Evrópuríkja að ESB og NATO eftir skipbrot kommúnismans 1989-1991 og síðan aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO í skyndingu eftir framhaldsinnrás Rússa í Úkraínu 2022 þéttir raðirnar í Evrópu. Í þessu ljósi þurfa Íslendingar og Norðmenn án frekari tafar að endurskoða tregðu sína gagnvart aðild að ESB til að þétta raðirnar enn frekar á útjaðri Evrópu. Þar eð Bandaríkin virðast ekki lengur vera fyllilega áreiðanlegur bakhjarl og bandamaður, knýr árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu ESB-þjóðirnar til að standa saman og styrkja varnir sínar á eigin spýtur.

Kaupmáttur þjóðartekna á mann 1990–2024

Breytt heimsmynd

Eftir heimsstyrjöldina síðari þurfti rústuð Evrópa á að halda þeirri rausnarlegu vernd sem Bandaríkin veittu sem helzta forusturíki NATO. Yfirburðastaða Bandaríkjanna eftir stríð lýsti sér meðal annars í því að 1960 nam landsframleiðsla þeirra 40% af heimsframleiðslu borið saman við 21% hlutdeild ESB, 4% hlutdeild Kína og 3% hlutdeild Indlands. Nú blasir við breytt heimsmynd því hlutdeild Bandaríkjanna í heimsframleiðslu var komin niður í 26% 2024 borið saman við 17% hlutdeild ESB, annað eins í Kína og 4% hlutdeild Indlands – og 2% hlutdeild Rússlands, sem er aðeins örlitlu meiri en …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Alþjóðamál

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi

2
Alþjóðamál

Horft af brúnni

3
Aðrir sálmar

Viðhorf og viðbragð

4
Efnahagsmál

Lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleiki

5
Aðrir sálmar

Markaðir og markmið

6
Fiskveiðar

Reiknilíkön fyrir hámark aflahlutdeilda

Sjávarútvegur
Fiskveiðar 2. tbl.

Reikni­lík­ön fyr­ir há­mark afla­hlut­deilda

Sérfræðingar hjá Arev greina úthlutun aflaheimilda og samþjöppun í sjávarútvegi.
IMG_5870
Aðrir sálmar 2. tbl.

Mark­að­ir og mark­mið

Mariana Mazzucato, atvinnustefna og markaðsmótun
Reykjavík
Efnahagsmál 2. tbl.

Lán­þega­skil­yrði og fjár­mála­stöð­ug­leiki

Sérfræðingar hjá Seðlabankanum fjalla um áhrif lánþegaskilyrða á fjármálastöðugleika og húsnæðismarkað.
Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi

Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.