Eftir djúpa tveggja og hálfs árs dýfu virðast hagtölur ferðaþjónustunnar komnar á svipaðan stað og þær voru á fyrir Covid-19 faraldurinn. Hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu Íslands var 8,8% á árinu 2023 og orðin örlítið hærri en 2019; þar að baki eru 31 milljón unnar vinnustundir, eða 9,7% heildarvinnustunda, sem tengdist ferðamönnum. Hlutdeild greinarinnar í gjaldeyristekjum landsins varð aftur nálægt 32% í fyrra. Er ferðaþjónustan þar með komin á lygnan sjó, með eðlilegum vexti og þróun, eða verða blikur á lofti? Skipulagsvandamál og undirliggjandi veikleikar eru dæmi um verkefni sem greinin þarf að vinna að því að lagfæra til að treysta stöðu sína í efnahagslífinu.
Hefndarferðamennska
Sjaldan hefur íslensk atvinnugrein farið í gegnum aðra eins niðursveiflu eins og ferðaþjónustan gerði á árinu 2020. Samkvæmt greiningu KPMG