USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Full­veld­is­þras í 100 ár

Lögfræði er grundvallarfag fyrir viðskipti og efnahagsmál. Í þessari grein er farið yfir hvað felst nákvæmlega í fullveldishugtakinu og sýnt hvernig alþjóðlegir dómstólar hafa útskýrt alþjóðlega vinkla fullveldisins síðustu 100 árin. Það skiptir miklu máli fyrir alþjóðasamninga og -viðskipti.

afp.com-20230606-partners-043-471003210-highres
Friðarhöllin í Haag, þar sem Alþjóðadómstóllinn starfar.
Mynd: AFP

Bókun 35, þriðji orkupakkinn, EES, auðlindir á Norðurslóðum, erlend fjárfesting, Mannréttindadómstóll Evrópu, NATO, efnahagslögsagan, vörumerkið „Iceland“, loftslagsbreytingar, stríðsátök. Þetta eru allt málaflokkar sem hljóma kunnuglega. Þeir hafa allir alþjóðlegan vinkil og tengjast með einum eða öðrum hætti fullveldishugtakinu. Þrátt fyrir að hugtakið dúkki upp í margvíslegu samhengi fer sjaldan fram umræða um hvað felst nákvæmlega í því. Hugmyndin er að gera það hér og sýna hvernig alþjóðlegir dómstólar hafa útskýrt alþjóðlega vinkla fullveldisins síðustu 100 árin[6f7412].

Fasti alþjóðadómstóllinn

Í þjóðarétti (alþjóðalögum) er litið svo á að tilteknar einingar, ríki, geti verið þjóðréttaraðilar og átt réttindi og borið skyldur að lögum. Þessi formlega staða ríkja hefur þau áhrif að milli þeirra gildir jafnræði. Það eru fyrst og fremst þessir fullvalda jafningjar sem skapa þær reglur sem gilda á alþjóðavettvangi. Hafa verður þó í huga að völd, hernaðarmáttur og áhrif þessara fullvalda jafningja eru afar ólík. Fyrsti varanlegi alþjóðadómstóllinn – Fasti alþjóðadómstóllinn (e. Permanent Court of International Justice), fyrirrennari alþjóðadómstólsins í Haag – útskýrði þetta, í hinu svokallaða Lotus máli frá 1927, með þeim hætti að þjóðaréttur stýri tengslum sjálfstæðra ríkja. Þær réttarreglur sem skuldbinda ríki stafi frá þeirra eigin frjálsa vilja eins og hann birtist í samningum eða breytni sem almennt er talin birtingarmynd lagareglna og sem er ætlað að reglubinda samskipti sjálfstæðra samfélaga eða með það að markmiði að ná sameiginlegum markmiðum[64b2c6]. Í stuttu máli, ríki getur eingungis skuldbundið sig sjálft.

S.S. Wimbledon

Fjórum árum fyrir uppkvaðningu dómsins í Lotus-málinu kvað sami dómstóll upp annan grundvallardóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Í honum var velt upp spurningunni hvernig ríki getur verið fullvalda en samt sem áður skuldbundið að þjóðarétti. Rétt er að hafa í huga að Wimbledon-málið er fyrsti dómur Fasta alþjóðadómstólsins sem var fyrsti varanlegi alþjóðadómstóllinn sem ríki komu sér saman um (aðildarríki Þjóðabandalagsins, sem var fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna). Dómurinn markar því ákveðin tímamót.

Málavextir voru þeir að franskt félag hafði leigt enskt gufuskip, S.S. Wimbledon, til hergagnaflutninga til Póllands. Þýsk stjórnvöld neituðu skipinu för um Kílarskurðinn, þar sem Þýskaland væri hlutlaust ríki samkvæmt Versalasamningnum, með þeim afleiðingum að skipið varð að fara um dönsku sundin og tafðist við það. Sami samningur kvað aftur á móti á um að Kílarskurðurinn væri opinn öllum skipum er ættu í friði við Þýskaland, m.ö.o. Þýskaland var skuldbundið til að leyfa siglingar erlendra skipa í Kílarskurðinum nema fánaríki skips ætti í ófriði við Þýskaland. Franska félagið hélt því fram að þýska ríkið hefðu með neitun sinni skapað sér skaðabótaábyrgð. Þrátt fyrir að hægt hefði verið að höfða einkamál á hendur þýskum stjórnvöldum fyrir þýskum dómstólum ákvað franska ríkið að höfða mál gegn Þjóðverjum fyrir Fasta alþjóðadómstólnum á grundvelli þess að skaðabótaskyldan byggðist á því hvort skilningur Þjóðverja á Versalasamningnum hefði átt við rök að styðjast.

Á endanum stóðu Frakkland, Bretland, Japan og Ítalía að málshöfðuninni gegn Þýskalandi með meðalgönguaðild[27a243] Póllands. Í málinu stóð dómstóllinn frammi fyrir þeirri grundvallarspurningu hvernig ríki getur verið fullvalda en samt sem áður skuldbundið að þjóðarétti. Svar dómstólsins var afgerandi. Hann tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóðréttarlegar samningsskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuldbindingar kvaðir á framkvæmd fullveldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar einn af eiginleikum fullveldis ríkja[b934d6]. Gengur þessi hluti dómsins undir nafninu Wimbledon-klausan (e. Wimbledon clause).

Með þessum orðum varði dómstóllinn fullveldi sem grundvöll nútíma alþjóðasamskipta. Hann undirstrikar að fullvalda ríki dregur ekki úr hæfi sínu til að fara sjálft með eigin …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.