USD 124,7 0,1%
EUR 146 -0,1%
GBP 167,4 0,1%
DKK 19,5 -0,1%
SEK 13,8 0,5%
NOK 12,6 0,4%
CHF 157,3 -0,3%
CAD 90,3
JPY 0,8 -0,5%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 124,7 0,1%
EUR 146 -0,1%
GBP 167,4 0,1%
DKK 19,5 -0,1%
SEK 13,8 0,5%
NOK 12,6 0,4%
CHF 157,3 -0,3%
CAD 90,3
JPY 0,8 -0,5%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ind­land: Hið rísandi stór­veldi Asíu

Fleiri eru undir þrítugu á Indlandi en íbúar í Evrópu allri.

Mumbai
Mumbai
Mynd: Shutterstock

Fleiri eru undir þrítugu á Indlandi en íbúar í Evrópu allri.

Ef sagan er fyrst og fremst spurning um tölur verður 21. öldin, eða í síðasta lagi sú 22., indverska öldin. Indland er nú fjölmennasta ríki heims, með um 1,4 milljarða íbúa. Ef til vill skiptir meira máli að yfir helmingur íbúanna er undir þrítugu, en meðalaldur er 28 ár. Í Kína er meðalaldurinn kominn upp í 39 ár, sú staðreynd mun sennilega draga úr efnahagsþróun í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins-barns stefnunni var ekki aflétt fyrr en árið 2016, sem sýnir að Kínverjar hugsa ekki alltaf í öldum. Í Evrópu, þar sem fæðingartíðni er lág, er meðalaldur nálægt 45 árum. Heildaríbúafjöldi Evrópu (utan Rússlands) er 640 milljónir. Það eru því fleiri undir þrítugu á Indlandi en íbúar í Evrópu allri. Þetta mun hafa sín áhrif.

Eigi að síður fer fæðingartíðnin á Indlandi lækkandi, líkt og annars staðar. Upp úr árinu 2060 fer kynslóðin sem nú er ung á eftirlaun. Indverjar hafa fram að þeim tíma til að komast í hóp fremstu ríkja heims. Og eitt og annað hefur áorkast. Í ár fór Indland frá því að vera fimmta yfir í að verða fjórða stærsta hagkerfi heims. Stefnt er að því að það taki fram úr Þýskalandi og verði það þriðja stærsta áður en yfirstandandi áratug lýkur. Þetta virðist óhjákvæmilegt, en hafa skal í huga að Þjóðverjar eru aðeins um fimm prósent af íbúafjölda Indlands.

„Þjóðarframleiðsla Indlands er nú rúmlega fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári, en hjá Kína er hún fimmfalt meiri“

Kína og Indland

Nokkuð lengra er í að Indland nái Kína. Þrátt fyrir svipaðan íbúafjölda er hagkerfi Indlands nú aðeins um fimmtungur af stærð hagkerfis hins Asíurisans. Um árið 1990 voru ríkin tvö nokkurn veginn jafnvíg efnahagslega en síðan hefur Kína rokið fram úr. Þjóðarframleiðsla Indlands er nú rúmlega fjórar trilljónir Bandaríkjadala á ári en í Kína er hún fimmfalt meiri eða um 20 trilljónir, álíka og hjá Evrópusambandinu öllu, en aðeins um tveir-þriðju hlutar af þjóðarframleiðslunni í Bandaríkjunum. Margir spáðu því að Kína yrði brátt stærsta hagkerfi heims, en lýðfræðin bendir til þess að Kínverjar séu komnir af léttasta skeiði. Hagvöxtur hjá þeim í ár er áætlaður um 4,8% en Indland vex um 6,7% á ári. Þá hefur útflutningur Kína til Bandaríkjanna dregist saman sökum tollamúra Trumpstjórnarinnar, þótt þau viðskipti séu enn þrefalt meiri í dollurum talið en á milli Bandaríkjanna og Indlands.

Vaxtarhraðinn er mikill. Það tók Indland sextíu ár frá sjálfstæði árið 1947 að verða trilljón dollara hagkerfi. Þetta hafðist árið 2007, og næsta trilljón tók sjö ár, svo liðu önnur sjö ár í þá þriðju. Þrátt fyrir að hægst hafi á öllu í Covid-faraldrinum hefur hagkerfið vaxið um trilljón dali í viðbót frá árinu 2021. Stefnt er að því að hagkerfið nái tíu trilljóna stærð árið 2032, og 30 trilljónum á hundrað ára afmæli sjálfstæðisins árið 2047, sem er svipað umfang og hagkerfi Bandaríkjanna er í dag.

„Það tók Indland sextíu ár frá sjálfstæði árið 1947 að verða trilljón dollara hagkerfi“

Fyrsta rafræna hagkerfið?

En áskoranirnar eru gríðarlegar. Til að koma öllu þessu fólki í vinnu þarf að bæta við 12 milljón störfum á ári, sem gæti reynst erfitt. Indland býr yfir gríðarlegum mannauð en margir vilja enn flytja úr landi, gjarnan þeir sem landið síst má missa. Í indverska sjónvarpinu sér maður suma jafnvel fagna því að hömlur Trump-stjórnarinnar á atvinnuleyfi muni halda fleirum heima.

Og þrátt fyrir að vera efnahagslegt stórveldi er Indland um leið fátækt ríki með meðaltekjur langt undir meðaltali í heiminum. Hvert sem maður lítur sér maður gríðarlegan mun á ríkum og fátækum. Í höfuðborginni Delí sjást betlarar víða en aðrir vinna fyrir sér sem götusalar. Starfskrafturinn kostar lítið en miðstéttarheimili geta haft ráð á bílstjóra og kokk. Um 800 milljónir manna fá matargjafir á hverjum degi.

Skrifræðið er ofboðslegt. Sem dæmi tekur mun lengri tíma að fylla út beiðni um vegabréfsáritun til Indlands en það tók til Rússlands á friðartímum. Munur er á regluverki á milli landshluta en þetta stendur til bóta með tölvuvæðingu. Þökk sé snjallsímum hafa nú flestir landsmenn aðgang að banka. Um 46 prósent af rafrænum viðskiptum í heiminum eiga sér stað á Indlandi. Allir peningaseðlar hærri en 500 rúpíur (um 700 íslenskar kr.) hafa verið teknir úr umferð til að draga úr spillingu en niðurstaðan af þessu er blendin. Snjallvæðingin hefur reynst mun áhrifaríkari. Rajiv Gandí, fyrrum forsætisráðherra, …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.
Mest lesið
1
Alþjóðamál

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi

2
Alþjóðamál

Horft af brúnni

3
Aðrir sálmar

Viðhorf og viðbragð

4
Efnahagsmál

Lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleiki

5
Aðrir sálmar

Markaðir og markmið

6
Fiskveiðar

Reiknilíkön fyrir hámark aflahlutdeilda

Financial Times forsíður
Aðrir sálmar . tbl.

Hags­mun­ir og heims­mynd

Ísinn á Grænlandi var heitasta umræðuefnið í svissneska Alpaþorpinu Davos þessa vikuna
Úthverfi
Húsnæðismál 3. tbl.

25 ár af hús­næð­is­skorti

Mumbai
Alþjóðamál 3. tbl.

Ind­land: Hið rísandi stór­veldi Asíu

Fleiri eru undir þrítugu á Indlandi en íbúar í Evrópu allri.
Sjávarútvegur
Fiskveiðar 2. tbl.

Reikni­lík­ön fyr­ir há­mark afla­hlut­deilda

Sérfræðingar hjá Arev greina úthlutun aflaheimilda og samþjöppun í sjávarútvegi.

IMG_5870
Aðrir sálmar 2. tbl.

Mark­að­ir og mark­mið

Mariana Mazzucato, atvinnustefna og markaðsmótun
Reykjavík
Efnahagsmál 2. tbl.

Lán­þega­skil­yrði og fjár­mála­stöð­ug­leiki

Sérfræðingar hjá Seðlabankanum fjalla um áhrif lánþegaskilyrða á fjármálastöðugleika og húsnæðismarkað.
Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna