USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Launa­mun­ur og að­stöðu­mun­ur

Evrópusamvinnan færir neytendum aukið jafnræði og vernd gegn ójafnri aðstöðu. Að eyða aðstöðumun foreldra barna er ekki síður mikilvægt jafnréttismál eins og að eyða launamun.

Þrjátíu ára afmæli EES samningsins hefur verið fagnað með nokkrum greinum hér í blaðinu að undanförnu, þó lítið hafi farið fyrir umræðu um Evrópumálin í fjölmiðlum annars. Kerfi sem bæta aðstöðumun launafólks hafa byggst á umbótum sem oft hafa á undanförnum árum komið frá Evrópu. Bæði fyrir tilstilli evrópskra tilskipana sem tryggja réttindi og einnig dómsúrskurða, til að mynda svo knýja megi fjármálastofnanir til að gera skiljanlega lánasamninga við fólk.[1]

Ef hér væri samfélagsleg nýsköpun og eðlilegt ástand í stjórnmálunum þá væri fyrir löngu búin að fara fram umræða um til dæmis hugmyndina um ömmu- og afabarnaorlof. Sem gæti brúað bilið eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur við eins árs aldur barna þar til leikskólakerfið tekur við börnum við tveggja ára aldur, þar sem skólagjöld eru reyndar margföld á við opinbera háskóla.

Færa má rök fyrir því að þetta langa óbrúaða umönnunarbil og biðlistamenning sé í raun mun alvarlegri brotalöm fyrir jafnréttið heldur en launabilið sem mælist hérlendis milli kynja, þó það sé óréttlætanlegt.[2] Mikilvægt er þó að viðurkenna að aðstöðumunur birtist með margvíslegu móti.

Hvaða réttlæti er í því að foreldrar bíði í ár með börn sín á biðlista eftir leikskólaplássi þegar þau hefja vinnu eftir að fæðingarorlofi lýkur? Það er líklega ekkert skrítið að fæðingartíðni falli hratt í samfélagi sem er svo uppbyggt.

Samtímis eigum við met á efsta skólastiginu í fjölda útskrifaðra með tvær til þrjár meistaragráður af háskólastigi. Fólk sem fer stuttu síðar með þá margföldu menntun inn á biðlista eftir plássi á öldrunarheimili, þar sem aðflutt vinnuafl annast það án þess að tala sama tungumál. Það er eitthvað skakkt við þessi burðarvirki samfélagsins. Spyrja verður, ekki síst við kosningar, hvað hafi verið gert til að bæta samfélagið og styrkja raunverulegt burðarþol þess.

Tilvísanir

  1. https://visbending.is/greinar/hvernig-utrymum-vid-kynbundnum-launamun/

  2. https://visbending.is/greinar/okkar-evropa-30-arum-sidar/

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.