USD 126,8 -0,9%
EUR 146,2 -0,5%
GBP 166 -0,5%
DKK 19,6 -0,6%
SEK 13,3 -0,3%
NOK 12,5 -0,4%
CHF 156,9 -0,6%
CAD 90,0 -0,6%
JPY 0,8 -0,8%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,8 -0,9%
EUR 146,2 -0,5%
GBP 166 -0,5%
DKK 19,6 -0,6%
SEK 13,3 -0,3%
NOK 12,5 -0,4%
CHF 156,9 -0,6%
CAD 90,0 -0,6%
JPY 0,8 -0,8%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Vaxta­verk­ir og við­mið - síð­ari hluti

framhaldsgreinar um afleiðingar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu

Hæstiréttur
Mynd: Golli

Í fyrri hluta greinarinnar í síðustu viku var fjallað um nýfallin dóm Hæstaréttar um breytilega vexti (mál 55/2024) og skort á góðum viðmiðum fyrir breytilega vexti á íslenskum markaði. Í þessum síðari hluta greinarinna er farið nánar yfir möguleg viðmið og hugsanleg viðbrögð lánveitenda ásamt því að greina lausnir til framtíðar, sérstaklega með tilliti til fjármögnunar.

Stýrivaxtaviðmið

Stýrivextir (meginvextir) Seðlabankans eru einnig oft nothæft – þó ekki fullkomið – viðmið fyrir skammtíma óverðtryggða vexti enda er þeim beinlínis ætlað að hafa áhrif á aðra slíka vexti í fjármálakerfinu. Tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að setja í lánaskilmála að lán væri með tilteknu álagi ofan á þá vexti. Það væri jafnvel hægt að miða við aðra vexti Seðlabankans sem eru ákveðnir og birtir um leið og stýrivextirnir, t.d. vexti Seðlabankans á daglánum. Það væri að því leyti eðlilegra að útlánavextir Seðlabankans ættu að komast nær því að endurspegla fjármögnunarkostnað viðskiptabanka en innlánsvextir Seðlabankans. Stýrivextirnir eru nú vextir á innlánum sem bundin eru til 7 daga. Gallinn við að nota vexti sem Seðlabankinn ákveður er m.a. að það getur verið talsverður munur á þeim og raunverulegum markaðsvöxtum við ýmsar aðstæður.

Í dómi Hæstaréttar var einnig komist að þeirri niðurstöðu að verðbólga (þ.e. breytingar á vísitölu neysluverðs) gæti verið nothæft viðmið fyrir breytilega vexti. Það er rétt, svo langt sem það nær, enda sveiflast óverðtryggðir markaðsvextir almennt að einhverju marki með verðbólgu. Gallarnir eru þó ýmsir á því að nota verðbólgu sem viðmið fyrir breytilega vexti á óverðtryggðum lánum. Einn er að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.