Nýtt útspil ríkistjórnarinnar boðar breytingar í skilgreiningum á komandi uppbyggingu á Íslandi. „Við viljum í auknu mæli að húsnæði sé heimili fólks,“ segir forsætiráðherra í Kastljósviðtali 29. október 2025. Það er mikilvægt innlegg og nauðsynlegt breytt orðfæri þar sem að hingað til hefur verið farið með húsnæði eins og hverja aðra vöru á markaði þar sem greiningardeildir áætla steypufermetra sem hilluvöru frekar en heimili fólk, rætur okkar og skjól.
Í mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, HMS, frá október 2025 kemur fram að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir séu ekki nýttar til varanlegrar búsetu. Sé eingöngu litið til íbúða í þéttbýli má gera ráð fyrir að á bilinu 8.800 til 13.500 íbúðir séu ekki nýttar til varanlegrar búsetu á landinu öllu.
En er það hlutverk sveitafélaga að tryggja lóðir – eða er hægt að tryggja framboð húsnæðis með öðrum og réttlátari hætti en að brjóta stöðugt nýtt land undir fleiri lóðir þar sem huga þarf að samgöngum samhliða? Á eignarhald að skipta öllu máli?
Á lóðasala að vera tekjulind sveitafélaga, til að rétta við ársreikninga?
Stöðugt hljómar krafan um að sveitafélögum beri að útvega lóðir svo hægt sé að tryggja uppbyggingu – en mögulega er hún farin að bíta í skottið á sér. Hvati sveitafélaga til að dreifa byggð í stað þess að vaxa inná við sést best á yfirlitskortinu af heimasíðu sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. En eignarhald býr til stöðutöku markaðarins (fjármagnsins) og máttleysi sveitafélaga gagnvart tímalínu uppbyggingarreita sem eru í eigu einkaaðila. Vissulega er komið fram ákvæði um 5 ára …

