USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Að byggja heim­ili og sam­fé­lag – eða hús­næði og mark­að?

Hver er rót húsnæðisvandans á Íslandi?

Húsnæði
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hver er rót húsnæðisvandans á Íslandi?

Nýtt útspil ríkistjórnarinnar boðar breytingar í skilgreiningum á komandi uppbyggingu á Íslandi. „Við viljum í auknu mæli að húsnæði sé heimili fólks,“ segir forsætiráðherra í Kastljósviðtali 29. október 2025. Það er mikilvægt innlegg og nauðsynlegt breytt orðfæri þar sem að hingað til hefur verið farið með húsnæði eins og hverja aðra vöru á markaði þar sem greiningardeildir áætla steypufermetra sem hilluvöru frekar en heimili fólk, rætur okkar og skjól.

Í mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, HMS, frá október 2025 kemur fram að á bilinu 10.500 til 16.400 íbúðir séu ekki nýttar til varanlegrar búsetu. Sé eingöngu litið til íbúða í þéttbýli má gera ráð fyrir að á bilinu 8.800 til 13.500 íbúðir séu ekki nýttar til varanlegrar búsetu á landinu öllu.

En er það hlutverk sveitafélaga að tryggja lóðir – eða er hægt að tryggja framboð húsnæðis með öðrum og réttlátari hætti en að brjóta stöðugt nýtt land undir fleiri lóðir þar sem huga þarf að samgöngum samhliða? Á eignarhald að skipta öllu máli?

Á lóðasala að vera tekjulind sveitafélaga, til að rétta við ársreikninga?

Stöðugt hljómar krafan um að sveitafélögum beri að útvega lóðir svo hægt sé að tryggja uppbyggingu – en mögulega er hún farin að bíta í skottið á sér. Hvati sveitafélaga til að dreifa byggð í stað þess að vaxa inná við sést best á yfirlitskortinu af heimasíðu sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. En eignarhald býr til stöðutöku markaðarins (fjármagnsins) og máttleysi sveitafélaga gagnvart tímalínu uppbyggingarreita sem eru í eigu einkaaðila. Vissulega er komið fram ákvæði um 5 ára gildistíma skipulagsáætlana, en það er valkvætt og ekki ljóst hvort eða hvernig sveitafélög geti beitt því.

Er það eðlileg krafa að við ætlumst til þess að sveitafélög dreifi byggð enn frekar, kosti til öllu sem með þarf fyrir vegi, leikskóla, skóla og græn svæði þegar nú þegar eru til illa nýttar íbúðir og lóðir sem eru til staðar? Sjá má á yfirlitskortinu hér að ofan hvernig innri vaxtarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu, óháð eignarhaldi, fram til ársins 2040.

Dreifing byggðar mun kosta enn frekari skuldsetningu sveitafélaga og tilheyrandi kostnað fyrir skattgreiðendur. Hvert heimili mun áfram þurfa á tveim (jafnvel fleiri) bílum að halda. Fjarlægðir milli staða munu aukast og tíminn sem við verjum í bíl mun aukast í réttu hlutfalli við það auk þess sem fjöldi bíla á stofnbrautum eykst. Stofnbrautirnar hafa ákveðið burðarþol og ekki er hægt að fjölga þeim endalaust. Að ekki sé minnst á loftslagsáhrifin af aukinni umferð.

Mun hagkvæmari og betri leið er að skapa hvata, t.d. með hugmynda- og þróunarsamkeppum til að byggja upp svæði innan þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins með sem bestum gæðum og jafnvægi í nýtingu. Mikilvægt er að horfa gagnrýnum augum á staðsetningar, huga að staðaranda út frá því hvað sé fyrir og hvað mun heildin kosta – í ferðatíma, aðgengi og umhverfi. Með öðrum örðum, það þarf að huga að þróun og hugmyndafræði svæða á sterkan og skipulegan hátt. Huga að almenningssamgöngum og tengingum, að hverfi geti boðið uppá val er kemur að bílaeign, þarf bíl eða ekki – er hægt að komast af án þess að vera í eilífu skutli?

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna segja í kafla 11.1 að „Eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði“ og í kafla 11.2 „Eigi síðar en árið 2030 geti allir ferðast með öruggum sjálfbærum samgöngutækjum á viðráðanlegu verði á bættu vegakerfi. Lögð verði áhersla á betri almenningssamgöngur sem taka mið af fólki í viðkvæmri stöðu, konum, börnum, fötluðu fólki og öldruðum“. Lítið er um þörfina á fleiri bílastæðum í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna enda er áherslan þar á fjárfestingu fyrir fólk en ekki bíla.

yfirlitskort
Yfirlitskort úr þróunaráætlun höfuðborgar svæðisins 2024Kortið sýnir þróunarlóðir og þau svæði sem ýmist er búið að deiliskipuleggja eða sem eru í þróun.

Svæðisskipulagið virkar einungis sem heild, ekki sem bútar

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins felur enn í sér nægilega möguleika á að nýta land, lóðir og svæði betur. Að nýta þá innviði sem fyrir eru og enn betur. Það er hægt að gera það vel, með góðu aðgengi, nægjanlegri birtu og fegurð í umhverfi þar sem að arkitektúr og umhverfi mótar góða heild. En til þess þarf hugrekki til að ræða eignarhald, samninga og samfélag og hér þarf Alþingi að stíga inn með mótandi stefnumörkun. Öflugt og virkt samtal verður að eiga sér stað um það hvernig heimildir í skipulagsáætlunum verða til, hvernig hægt sé að vinna með hvata sem taka mið af tímalínu og þróun, hvernig við horfumst í augu við þá staðreynd „að byggingararfurinn okkar er og verður byggingarefni framtíðar“, eins og fjallað er um í nýútkominni skýrslu um menningararf íslenskrar byggingarlistar sem gefin var út af menningar og viðskiptaráðuneytinu árið 2024.

Okkur verður að bera gæfa til að fjárfesta í rannsóknum og sögulegri arfleið okkar, hvaðan við komum og hvert erum við að fara sem samfélag. Þetta krefst þess líka að fagleg innleiðing á skipulagsferlum og rannsóknum verður að eiga sér stað hjá hinu opinbera. Eins og staðan er núna hjá sveitafélögum þá er hlutfall kjörinna fulltrúa í skipulags- og byggingarnefndum á móti faglegu störfum 3:1, það er þörf á átaki þarna – allt tal um bákn eða ósveigjanlegt skipulag stenst ekki skoðun. Í raun er það meintur sveigjanleiki sem er að fara með allt gegnsæi og fagleg fyrirheit í skipulagsáætlunum, þær þynnast jafnt og þétt og hugmyndafræðin í byrjun hverfur smátt og smátt – vantraust og ógegnsæi eykst.

Nær væri að vinna jafnt og þétt að stöðugum umbótum með framkvæmdamiðaðar skipulagsáætlanir. Hvað á að byggja og hvenær – en ekki hvort og hversu mikið. Hægt er með aukinni skilvirkni í stafrænum útgáfum að vinna með heildarskjal, móðurskjal og hætta þá endalausum breytingum – fella frekar úr gildi eldri hluta en láta eina áætlun vera það …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.