Til baka

Grein

Aðeins eitt íslenskt fyrirtæki sýnir samdrátt í losun — í samræmi við Parísarsamkomulagið

Mikil losun gróðurhúslofttegunda veldur hnattrænni hlýnun og úr henni verður að draga.

Aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands getur sýnt fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þetta er meðal helstu niðurstaðna greiningar Sjálfbærnivísis PwC á losun stærstu fyrirtækja Íslands fyrir árið 2023. Af þeim 50 fyrirtækjum sem metin voru, geta níu sýnt fram á samdrátt í losun frá eigin rekstri og virðiskeðju en 74% fyrirtækjanna greina ekki frá öllum þýðingarmiklum losunarþáttum samkvæmt komandi kröfum.

graf1

graf2

Á dögunum gaf PwC á Íslandi út Sjálfbærnivísi sem ætlað er að vera árlegt yfirlit yfir árangur sjálfbærnistarfs stærstu fyrirtækja Íslands. Mat á fyrirtækjunum byggir á opinberum upplýsingum, árs- og sjálfbærniskýrslum, og matið er unnið af PwC.

Í Sjálfbærnivísinum er lagt mat á hvort fyrirtæki gefi út loftslagsbókhald byggt á gagnreyndum aðferðum og hvort að fyrirtæki sýni samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins. Sjálfbærnivísirinn byggir á Klimaindeks PwC í Noregi.

Við mat á fyrirtækjunum var einnig horft til komandi krafna um sjálfbærniupplýsingar, CSRD (Corporate Sustainability Reporting Directive), tilskipunar sem tekur gildi á komandi ári. Tilskipuninni fylgja ESRS staðlar (European Sustainability Reporting Standard), sem kveða nánar á um hvað og hvernig skuli upplýsa um sjálfbærni. Einn hlutinn er loftslagsstaðall, ESRS E1, sem mun móta hvernig fyrirtæki greina frá loftslagsaðgerðum sínum og setja fram loftslagsbókhald til framtíðar. Kröfurnar munu líklega taka gildi strax á komandi ári og ná til stórra fyrirtækja. Hvernig eru fyrirtæki í stakk búin og eiga þau langt í land?

graf3
graf4

Niðurstöður

Greining á skýrslugjöf fyrirtækjanna 50 leiddi í ljós að 41 þeirra setti fram einhvers konar tölur …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein