Það er vitað, líkt og bent var á fyrir meira en áratug, að (Jónsson et. al., 2012):
Verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta og færa má rök fyri því að aukið vægi nafnvaxta gæti aukið árangur við framfylgd verðbólgumarkmiðs og skapað heilbrigðari miðlun peningamálastefnunnar í litlu opnu hagkerfi eins og hinu íslenska (bls. 19).
Og:
Ef Íslendingum er í raun og veru alvara að ætla að reka áfram sitt eigið myntsvæði með sjálfstæðri peningamálastefnu er ekki aðeins nauðsynlegt að finna ný stýritæki heldur einnig tryggja betri virkni þeirra tækja sem fyrir eru. Ljóst er að fyrirkomulag verðtryggðra lána hérlendis hindrar vaxtaleiðni Seðlabankans og heftir þannig framgang peningamálastefnunnar. Aftur á móti, ef lánakerfi landsins væri byggt upp með breytilegum vöxtum munu vaxtahækkanir koma strax fram sem hærri mánaðargreiðsla og Seðlabankinn væri kominn með bein áhrif á rekstrarreikning heimila og fyrirtækja. Aukið vægi breytilegra nafnavaxta myndi ekki aðeins bæta leiðni stýrivaxta inn í hagkerfið heldur leiða til ýmissa jákvæðra breytinga á leikjaborði peningamála (bls. 21, skáletrun bætt við).
Nú er komin til valda ný ríkisstjórn sem hyggst fela erlendum sérfræðingum „að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“ líkt og segir í stjórnarsáttmála. Ómögulegt er að segja til um hvað þessir erlendu sérfræðingar munu leggja til en sem brottfluttur Íslendingur með doktorsgráðu í peningamálahagfræði með áherslu á fjármálalegan stöðugleika ætla ég að stinga upp á því að hin „nýju stýritæki“ sem talað var um að væru nauðsynleg …

