Til baka

Viðtal

Ásta Fanney um listræna sköpun

Við tókum Ástu Fanneyju Sigurðardóttur fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist á næsta ári tali og ræddum um listræna sköpun. Hún dansar sem listamaður á mörkum tónlistar, hljóðlistar, skáldskapar, gjörnings og innsetningar.

Ásta Fanney
Mynd: Golli

Ásta Fanney Sigurðardóttir hefur nýlega verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyja-tvíæringnum í myndlist, sem er stærsta tækifæri sem íslenskum myndlistarmanni er veitt. En í ár verður Arnhildur Pálmadóttir arkitekt fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr.

Samhliða því að Ásta Fanney vinnur nú að því að undirbúa sýninguna á Ítalíu fyrir næsta vor, sem er heimsins stærsti viðburður á sviði samtímamyndlistar, þá stóð hún á Eldborgarsviðinu í Hörpu í lok janúar með listgjörninginn Glossolalia á Myrkum músíkdögum. Nú í þessum mánuði er hún úti í Malmö með annan gjörning, til að nefna nokkur af þeim mörgu járnum sem hún er með í eldinum.

Verkið Glossolalia var upplifun sem dansaði á mörkum tónlistar, hljóðlistar, skáldskapar, gjörnings og innsetningar en Ásta Fanney er listamaður sem ekki er einfalt að skilgreina enda flakkar hún um á milli sviða. Samkvæmt hefðbundinni flokkun hefur hún gefið út ljóðabækur og er lærð í myndlist.

Við hittum Ástu Fanneyju í stuttu stoppi milli utanlandsferða en hún er á miklu flugi í ferli sínum sem listamaður sem spannar vítt svið. Lykilspurningin sem brennur á vörum ritstjóra fyrir þemablað Vísbendingar um skapandi greinar er um það hvernig nýsköpun eigi sér stað í listinni.

Ég held að við séum aldrei að skapa neitt nýtt, ég held að það sé allt til í heiminum, það er bara hinum megin, í annarri vídd kannski, og við erum að hjálpa því að raungerast í þessum heimi.

En það fer kannski eftir því hvernig maður hugsar um nýsköpun, ertu að tala um nýja vél …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein