USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Bölv­un hag­vaxt­ar­ins

tengist bæði loftslagsbreytingum og húsnæðislánavöxtum

Olli Rehn Bank of Finland
Mynd: Olli Rehn Bank of Finland

Flest lönd sækjast enn eftir hagvexti, þó hann geti átt sinn þátt í loftslagsbreytingnum – sem verið hafa til umfjöllunar hér undanfarnar tvær vikur. Rétt er að vísa í góða umfjöllun um hagvöxtinn í ljósi nýjustu nóbelsverðlauna, í hlaðvarpi tímaritsins Foreign Policy með sagnfræðiprófessornum Adam Tooze auk þess sem hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason skrifaði um hagvaxtarrannsóknir í sögulegu ljósi vegna Nóbelsverðlaunanna í Vísbendingu fyrir mánuði og fyrir ári síðan.

Hérlendis er hagvöxturinn oft nefndur sem ástæða þess að Ísland eigi ekki heima í Evrópusambandinu og vextir þurfi að vera háir vegna hans. Nú dregur úr hagvexti hér en verðbólga eykst. Gott er að muna að eina langvarandi tímabilið sem verðbólga á Íslandi hefur haldist í markmiði Seðlabankans á þessari öld var þegar að gjaldeyrishöft giltu, í framhaldi af aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna bankahruns og samhliða frosins húsnæðismarkaðar.

Finnski seðlabankastjórinn Olli Rehn segir frá því í nýlegu Odd Lots hlaðvarpi Bloomberg fréttaveitunnar um áskoranir Evrópu að aukinn kostnaður vegna jarðefnaeldsneytis á hátindi orkuverðskrísunnar árið 2022 nam 3% af landframleiðslu Evrópusambandsins þegar hann hækkaði um 500 milljarða evra. Flest lönd heims fundu fyrir verðbólguáhrifum í framhaldi af innrásinni í Úkraínu vegna hækkunar orkuverðs. Hérlendis urðu áhrifin á raforkuverð engin.

Nú um stundir eru evrópsk varnarmálaútgjöld að aukast verulega og jafnvel um 3% landsframleiðslunnar hjá vissum löndum, þó ekki í einu vetfangi en vissulega mishratt. Hagvaxtaráhrifin eru óljós. Hérlendis eru þess háttar útgjöld lítið að aukast.

Álíka 3% útgjaldaaukningu gæti þurft til að bregðast við loftslagsvánni og öðrum umhverfisógnum af hruni líffræðilegs fjölbreytileika og mengun. Í raun ætti það að vera einföld aukning að samþykkja þar sem sú fjárfesting skilar mun meiri arðsemi en hinar. Sú fyrri rann til orkusala en hin síðari fer í útgjöld til að bregðast við hernaðarógninni sem fjármögnuð hefur verið mikið til af orkusölugróðanum.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.