USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Er eitt­hvað gott að frétta af lofts­lags­mál­un­um?

Sagan sýnir að margt hefur gengið vel – þó ekki sé nóg að gert

Snjór
Mynd: Golli

„Við verðum að hræða fólk“ sagði Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, árið 2009 við Hans heitinn Rosling, höfund bókarinnar Factfulness (2018). Gore vildi fá hann til þess að hjálpa sér við að sýna til hvers hlýnun jarðar gæti leitt ef allt færi á versta veg. Rosling var sammála Gore um að bregðast yrði hratt við loftslagsbreytingum, en hann vildi ekki beita ótta í baráttunni. Í bók sinni bendir hann á að hrætt fólk hegði sér ekki alltaf skynsamlega. Hann vildi draga upp sem sannasta mynd af vandanum. Þess vegna vildi hann ekki sýna verstu hugsanlegu áhrif loftslagsbreytinga án þess að sýna um leið það sem væri líklegast og það sem gæti í besta falli gerst. Ýkjur yrðu bara til þess að menn hættu að hlusta.

Markmið Parísarsamkomulagsins frá 2015 eru að halda hlýnun jarðar frá upphafi iðnbyltingar „vel undir 2°C“ og leita leiða til þess að halda hlýnuninni undir 1,5 gráðum. Margir telja markmiðin óraunhæf. Nú þegar hefur meðalhiti hækkað um ríflega 1°C á rúmum tvö hundruð árum. William Nordhaus, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir rannsóknir sínar á loftslagsmálum 2018, telur líklegt að heimsframleiðsla dragist saman um 1-5% ef hitastig á jörðinni hækkar um 3°C frá því um 1800.[835461] Annað tjón en fjárhagslegt yrði sennilega verra. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna telur líkur á að tegundum á landi fækki um 3-29% ef meðalhiti hækkar svo mikið.[b38691] Súrnun sjávar ógnar kóröllum og skeldýrum. Hækkun sjávarborðs setur byggð á strandsvæðum í hættu. En raunar veit enginn fyrir víst hvað gerist. Óvissan ætti að vera mönnum hvatning til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum.

Ef aðgerðir í loftslagsmálum eiga að bera árangur er best að sem flestir taki þátt í þeim. Hér um bil öll ríki heims eiga aðild að Parísarsamkomulaginu, en nú hafa Bandaríkjamenn sem kunnugt er sagt sig frá því. Fleiri þjóðir hugsa sinn gang í framhaldi af því. Losun gróðurhúsalofts eykst með hverju ári og alltaf fréttist af nýjum hitametum. Rætt er um stóráföll sem gætu fylgt í framhaldinu. Metan gæti losnað úr freðmýrum í Síberíu og hægst gæti á Golfstraumnum. Ekki eru samt allar fréttir af þessum málum slæmar. Margir vilja gera sem mest úr hættunni af loftslagsbreytingum, en minna er talað um það sem þó þokast í rétta átt.

Loftslagsaðgerðir bera árangur

Draga fór úr losun gróðurhúsalofts á mann á Vesturlöndum löngu áður en áhyggjur af hlýnun jarðar tóku að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda þar. Upp úr miðri 20. öld fóru Bretar og fleiri Vestur-Evrópumenn að nota olíu í stað kola. Við það minnkaði losunin þó nokkuð. Olía hækkaði mikið í verði árin 1973 og 1974 og aftur 1979-1980. Í kjölfarið fóru menn að einangra hús sín betur, bílar urðu sparneytnari og ný heimilistæki þurftu minna rafmagn en eldri tæki. Árið 1979 náði losun gróðurhúsalofts á mann hámarki víða á Vesturlöndum. Í Bretlandi hefur losun á mannsbarn skroppið saman um meira en helming síðan þá og í Þýskalandi og Bandaríkjunum hefur hún minnkað um þriðjung. Að hluta til má skýra þetta með því að framleiðsla hefur færst til Asíu, en það skýrir ekki nærri alla breytinguna.[1d55e0] Frá árinu 2012 hefur losun á mann í heiminum farið minnkandi. Það gerist þrátt fyrir að framleiðsla á mann haldi áfram að vaxa. Á fáum árum hefur rafmagnsframleiðsla með vindorku og sólarsellum margfaldast. Samantekt Statnett í Noregi sýnir að árið 2024 voru 62% af rafmagni í 13 ríkjum Vestur-Evrópu framleidd með orkugjöfum sem ekki láta frá sér gróðurhúsaloft. Statnett spáir því að eftir 25 ár verði hlutfallið komið í 89%. Orkustofnun Bandaríkjanna spáir því að þá verði hlutfallið fyrir allan heiminn „allt að“ ⅔. Meginskýringin liggur í því að rafmagn frá sólarsellum og vindmyllum er orðið ódýrara en frá jarðefnaeldsneyti. Lengi vel voru þessir tveir orkugjafar styrktir af stjórnvöldum víða um heim. En smám saman lærðu menn að nýta þá betur og nú geta sólarorka og vindorka á landi vel keppt við olíu og gas í rafmagnsframleiðslu. Sá galli fylgir að vísu að þessir orkugjafar eru sveiflukenndir. Sólin skín ekki alltaf og stundum er logn. En uppistöðulón og rafstrengir milli landa vinna á móti sveiflum í framboði á rafmagni og þegar tímar líða má kannski nota stórar rafhlöður og rafeldsneyti í sama skyni. Með snjallmælum er líka hægt að laga rafmagnsverð jafnóðum að sveiflum í framboði. Þá hlaða …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.