Til baka

Grein

Er félagslyndi óþarfa slæpingsháttur og tímasóun?

Hefur íslenskt samfélag villst af leið? Af hverju? Og hvað er til ráða? Hér er leitað svara við þessum spurningum út frá hugtökunum um firringu samfélagsins og félagslegu heilbrigði.

Fólk við varðeld
Mynd: Golli

Um aldamótin kom út bókin Bowling Alone eftir bandaríska félagsfræðinginn Robert Putnam. Bókin var ákall til bandarískrar þjóðar um að hún þyrfti að vakna því hún væri að villast af leið og komin á braut mannlegrar firringar og afmennskunnar. Putnam beindi sérstaklega ljósi að dvínun félagslegra samskipta þar sem dregið hafði verulega úr þátttöku Bandaríkjamanna í félagslegum athöfnum nærsamfélagsins. Þessa þróun taldi Putnam varhugaverða. Ef það dregur úr félagslegum tengslum og samveru fólks þá dregur einnig úr félagsauði samfélaga sem skilur einstaklinga þess eftir einangraðri og berskjaldaðri.

Nú, tæpum aldarfjórðungi eftir að Putnam reifaði áhyggjur sínar af þeirri samfélagsþróun sem hann gerði grein fyrir í Bandaríkjunum hafa afleiðingar hennar ágerst. Hnignun bandarísks samfélags hefur opinberast. Vaxandi firring, þverrandi félagsauður, aukin misskipting, harðskeittari skautun, viðvarandi ótti og óöryggi, og upprisa fáránleikans eru dæmi þeirrar hnignunar. Bowling Alone hefur því sterka stöðu í fræðunum og hefur boðskapur hennar náð eyrum þeirra sem setið hafa á forsetastóli í Bandaríkjunum.

En nú þegar þessara sömu einkenna og Putnam gerði grein fyrir í Bandaríkjunum, á sínum tíma, verður vart í samfélagsþróun hér á landi er tímabært að staldra við og taka umræðu um stöðu samfélagsins og framtíð þess. Hefur íslenskt samfélag villst af leið? Af hverju? Og hvað er til ráða?

Firring samfélagsins

Í kjölfar upplýsingarinnar (e. the Enlightenment,1680-1790), sem bar með sér vaxandi skynsemishyggju (e. rationalization) og afhelgun (e. seculularization) samfélagsins, fóru nútímasamfélög að einkennast af aukinni áherslu á skilvirkni, reiknanleika og fyrirsjáanleika á kostnað óformlegri samskipta fólks. Þessar breytingar á …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein