USD 126,5 -0,2%
EUR 146,2
GBP 165,9
DKK 19,6
SEK 13,2 -0,5%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 157
CAD 89,6 -0,4%
JPY 0,8 0,1%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,5 -0,2%
EUR 146,2
GBP 165,9
DKK 19,6
SEK 13,2 -0,5%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 157
CAD 89,6 -0,4%
JPY 0,8 0,1%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Er kolefn­is­mark­að­ur af­láts­bréf eða sam­vinnu­tæki?

Sjötta grein Parísarsamningsins hefur mikið að segja um virkni markaðslausna

Lón jöklar
Mynd: Ásgeir Brynjar

Sjöttu grein Parísarsáttmálans mætti kalla greinina um kolefnismarkað, eða kolefnisyfirfærslur. Hún fjallar um samvinnu milli ríkja í að ná skuldbindingum samningsins. Í greininni er kveðið á um að samningsríkin skuli útbúa vettvang sem heldur utan um samvinnuverkefnin og gæti að því að markmið samvinnunnar séu:

a) Að draga úr losun og stuðla að sjálfbærri þróun.

b) Að hvetja til og einfalda þátttöku ríkja og einkaaðila í samvinnuverkefnum sem draga úr losun.

c) Að ríki sem hýsa samdráttar- og bindingarverkefni hljóti ágóða af.

d) Að lokaútkoman verði alltaf samdráttur í losun á hnattræna vísu.

Í samningnum kemur skýrt fram að ákvæðið skuli ekki misnota með tvítalningu á samdrætti. (United Nations Treaty Collection, 2015)

Yin og yang

Þegar kemur að umræðunni um loftslagsmál og aðgerðir nútíðar og framtíðar sjást tveir grófflokkaðir hópar. Hóparnir skarast og örlítið af hvorum eru í hinum, eins og yin og yang. Annars vegar eru það þau sem sjá tækifæri í stöðunni og horfa jafnvel með glampa í augum til sjöttu greinarinnar og tala um tækifæri til að græða á bindingarverkefnum. Hins vegar eru það þau sem fyllast vonleysi við umræður um kolefniseiningar og mæta til dæmis á COP með skilti þar sem varað er við því að reyna að leysa loftslagsvandann með bókhaldsbrellum.

Fyrir þau sem ekki hafa sökkt sér ofan í málið er erfitt að átta sig á því hvernig greinin virkar og hvort hún skili tilætluðum árangri. Fyrirbærinu þyrfti ef til vill að finna betra nafn því „grein sex“ er ekki mjög lýsandi hugtak.

Nýjustu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.