Til baka

Grein

Er sjóeldi á laxi traust undirstaða byggðar?

Samantektargrein skrifuð á grunni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif laxeldis í opnum sjókvíum á byggð og efnahagslíf sem veitir áhugaverða innsýn í mótun atvinnustefnu og þróun byggðar út frá talnalegum upplýsingum, starfi eftirlits- og úrskurðaraðila til varnar náttúrunni og lagabreytingum sem veita stjórnvöldum heimild til snúast gegn því faglega starfi.

Sjókvíaeldi Stöðvarfjörður
Mynd: Aðalsteinn Kjartansson

Snemma í október 2018 afturkallaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála leyfi tveggja fyrirtækja til þess að rækta frjóan lax í opnum kvíum í Tálknafirði og Patreksfirði. Nefndin taldi að skoða þyrfti betur aðra kosti, svo sem lokaðar kvíar, ófrjóan lax og landeldi. Lax sem alinn er í sjó hér við land er af norskum stofni og náttúruverndarsamtök og veiðiréttarhafar vilja ekki að hann blandist staðbundnum laxi, sem hefur lagast að aðstæðum á löngum tíma. Með vaxandi eldi og hlýnandi sjó hefur líka orðið vart við laxalús á nokkrum svæðum á Vestfjörðum. En stjórnmálamenn vildu ekki láta málið tefjast meðan aðrir kostir væru skoðaðir. Fimm dögum eftir að úrskurðarnefnd auðlindamála felldi úrskurð sinn samþykkti Alþingi lög sem leyfðu ráðherra að gefa út bráðabirgðaleyfi fyrir eldi eftir að það hefði verið fellt úr gildi ,,enda mæli ríkar ástæður með því“. Nokkrir þingmenn gerðu athugasemdir við hraðann á málinu en enginn treysti sér til þess að standa gegn því. Lögin voru samþykkt mótatkvæðalaust, en nokkrir þingmenn sátu hjá og aðrir voru fjarverandi. Í nóvember veitti umhverfis- og auðlindaráðherra síðan bráðabirgðaleyfi fyrir sjóeldi í opnum kvíum í Tálknafirði og Patreksfirði í samræmi við hin nýju lög. Málsmeðferðin var kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA og í desember 2021 birti stofnunin formlega áminningu til íslenskra stjórnvalda. Þar kom fram að lagabreytingin frá 2018 bryti í bága við evróputilskipun um mat á umhverfisáhrifum og að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist þeirri skyldu sinni að bæta úr því. Meðal annars var fundið að því að ekki mætti kæra útgáfu bráðabirgðaleyfa til …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein