USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ferða­þjón­usta í sátt við land og þjóð

Grein í sumarblaðinu frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar sem staðsett er hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og vinnur samkvæmt þjónustusamningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið en er samstarfsverkefni um heildstæðar lausnir til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.

1_12_Gudlaug_BasaltArchitects
Mynd: Basalt arkitektar

Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að efla hæfni og fagmennsku stjórnenda og starfsfólks og stuðla þannig að auknum gæðum, jákvæðri ímynd og arðsemi greinarinnar. Framtíðarsýn Hæfnisetursins er að ferðaþjónustan sé eftirsóknarverður starfsvettvangur með tækifærum til starfsþróunar.

Hluti af því að stuðla að jákvæðri ímynd ferðaþjónustunnar er að eiga samstarf og samtal til að stuðla að góðu orðspori um íslenska ferðaþjónustu, bæði út á við til ferðamanna og í íslensku samfélagi. Sátt og gott orðspor um ferðaþjónustu er ekki sjálfgefið þegar mikill vöxtur er innan greinarinnar á skömmum tíma sem reynir á innviði landsins sem heimsótt er.

Skýr skilaboð heimafólks

Á ferðalagi um Cornwall í Englandi síðastliðið sumar blöstu við límmiðar sem vöktu athygli vegna þess að þar var áritað á fána Cornwall-héraðs: „Fuck your second home“ eða til fjandans með aukaíbúðina þína í lauslegri þýðingu.

Límmiðarnir endurspegluðu skýr skilaboð til þeirra sem hafa fjárfest í fasteignum en hafa ekki fasta búsetu í Cornwall, skilaboðin eru að slíkar fjárfestingar séu ekki jákvæðar fyrir nærsamfélagið. Af sömu ástæðu fóru fram mótmæli á Tenerife 20. apríl síðastliðinn þar sem fimmtán félagasamtök mótmæltu stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir metfjölda ferðamanna hefur ánægja íbúa minnkað sem rekja má til aukins húsnæðisskorts, umferðarþunga og vatnsskorts.

Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu

Nú liggur fyrir á Alþingi tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. Þar er sett fram skýr sýn og markmið um að sambærileg staða og lýst var hér á undan komi ekki upp hér á landi. Í stefnunni kemur fram að: „Íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta. Rekin verði arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð“.[8306af] Í ritgerð Gylfa Kristjánssonar um sjálfbærnistefnu íslenskrar ferðaþjónustu 2022[ed9c9d] kemur fram að upplifun ferðamanna sé í samræmi við framtíðarsýn ferðaþjónustunnar en að mikil vinna sé fyrir höndum að fá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki til að framfylgja ferðamálastefnu stjórnvalda.

Þetta er ágætis lýsing á verkefninu fram undan innan ferðaþjónustunnar og hefur Hæfnisetrið hlutverk í þeirri vegferð. Frá sjónarhóli ferðaþjónustufyrirtækja er eðlilegt að horft sé til aukinnar arðsemi og samkeppnishæfni, meðan starfsfólk í ferðaþjónustu horfir til kjara, starfsþróunarmöguleika og samspils einkalífs og vinnu. Það hefur orðið mikil breyting á viðhorfi til starfa og það er samkeppni um að ráða starfsfólk sem býr yfir ákveðinni þekkingu og hæfni.

Fagbréf byggja á því að með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út frá hæfniviðmiðum starfs

Fagbréf atvinnulífsins sem leið til að staðfesta færni

Mikil þekking og færni er til staðar innan ferðaþjónustunnar sem fólk þróar með sér í starfi en hún er ekki alltaf nægilega sýnileg, mælanleg eða staðfest. Þekking byggist upp með reynslu við að sinna störfum, markvissri miðlun á þekkingu innan fyrirtækja og sjálfsnámi. Í nokkrum kjarasamningum sem voru undirritaðir í janúar síðastliðnum var mótuð leið til að hægt væri að staðfesta færni fólks í starfi. Þar er ákvæði um Fagbréf atvinnulífsins[7c4840] sem er leið sem mótuð var í samstarfi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.