Til baka

Grein

Ferðaþjónusta og nýsköpun – tækifæri til framtíðar!

Deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum fer yfir framtíðartækifæri og nýsköpun í ferðaþjónustu í þessari grein sumarblaðsins.

unnamed

Við Íslendingar búum við margvísleg forréttindi sem skapa okkur lífsgæði umfram meginþorra fólks í heiminum. Lífsgæði okkar felast m.a. í fjölbreyttum tækifærum til að byggja upp starfsvettvang og frístundir að eigin vali, eða með öðrum orðum að vera það sem við elskum.

Fjölbreytt, lítt snortin, aðgengileg náttúra og ríkur menningararfur er það sem dregur flesta ferðamenn til landsins. Aðdráttarafl íslenskrar náttúru, menningar og sögu í augum ferðamanna frá öllum heimshornum felur í sér fjölþætt tækifæri til nýsköpunar og til að skapa eigin viðskiptatækifæri og atvinnu.

Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem hefur vaxið hraðast hérlendis undanfarin ár og er nú svo komið að greinin er ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs og mikilvæg forsenda fyrir þeim lífsgæðum sem okkur sem hér búum þykja sjálfsögð og eðlileg. Fjöldi þeirra sem hafa atvinnu af ferðaþjónustu hefur aukist verulega undanfarin ár en í júlí sl. störfuðu um 35.000 manns við greinina samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun fólks starfandi í ferðaþjónustu á komandi árum og mikilli nýsköpun og þróun innan greinarinnar. Á það bæði við um nýsköpun þar sem tækni kemur við sögu en einnig margvíslega þróun upplifunar óháð tækni. Stjórnvöld boða auk þess sókn í ferðamálum með stefnumótun til ársins 2030 og aðgerðaáætlun sem segir til um hvaða aðgerða sé þörf til að stefnan raungerist.

Tækifæri

Í nútíð og framtíð liggja tækifæri fólks og atvinnugreinarinnar fyrst og fremst í þeim auðlindum sem til staðar eru. Auðlindir ferðaþjónustu felast gjarnan í þáttum sem okkur heimamönnum þykja hversdagslegir og venjulegir og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein