USD 127,8 0,2%
EUR 147,2 0,3%
GBP 167,2 0,4%
DKK 19,7 0,3%
SEK 13,3
NOK 12,5 -0,2%
CHF 158,5 0,3%
CAD 90,7 0,1%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,8 0,2%
EUR 147,2 0,3%
GBP 167,2 0,4%
DKK 19,7 0,3%
SEK 13,3
NOK 12,5 -0,2%
CHF 158,5 0,3%
CAD 90,7 0,1%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Fram­tíð­in er fá­menn

Nýjustu tölur Hagstofunnar um minni fjölgun landsmanna eru ekki stærsta áhyggjuefnið varðandi fólksfjölgun heldur frjósemi og hratt lækkandi fæðingartíðni sem fallið hefur um hálft barn á aðeins einum áratug.

_DSF3399
Mynd: Golli

Fullyrt er í hinni helgu bók að Guð hafi gefið Adam og Evu fyrirskipunina „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.“ Hvað svo sem er til í frásögninni þá er engum vafa undirorpið að mannkynið hefur náð að gera þetta.

Vöxturinn var þó hægur lengi vel en jókst til muna með iðnbyltingunni. Um aldamótin 1800 voru mennskir íbúar reikistjörnunnar rétt um 1 milljarður að því er talið er en um þessar mundir rúmir 8 milljarðar. Þetta var kleift vegna ótrúlegra efnahagslegra framfara sem margfölduðu framleiðslu á matvælum og öðrum nauðþurftum og auðvitað alls konar óþarfa líka. Dánartíðni snarlækkaði (þótt hún nái nú alltaf 100% á endanum) og þar með jókst langlífi. Fæðingartíðni féll líka en var þó lengst af nær alls staðar langt yfir þeim rúmu 2 börnum á hverja konu sem þarf til að kynslóðir séu jafnfjölmennar.

Þótt mannkynið hafi frá örófi alda nýtt sér fiska sjávarins og fugla loftsins þá jók þessi fólksfjölgun og neyslusprenging álagið á vistkerfi jarðar langt umfram það sem áður hafði þekkst. Ein birtingarmynd þess er hnattræn hlýnun. Það verður þó ekki skoðað hér.

Ísland og umheimurinn

Mannfjöldaþróunin á Íslandi skar sig ekki úr. Íbúar landsins voru 46 þús. í upphafi 19. aldar en 383.726 skv. nýjustu tölum sem miðast við ársbyrjun 2024. Það er ríflega áttföldun, svipað og áætlað er fyrir heiminn í heild.

Tölurnar fyrir Ísland undanfarin ár gætu gefið tilefni …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein