USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Fram­tíð­in er fá­menn

Nýjustu tölur Hagstofunnar um minni fjölgun landsmanna eru ekki stærsta áhyggjuefnið varðandi fólksfjölgun heldur frjósemi og hratt lækkandi fæðingartíðni sem fallið hefur um hálft barn á aðeins einum áratug.

_DSF3399
Mynd: Golli

Fullyrt er í hinni helgu bók að Guð hafi gefið Adam og Evu fyrirskipunina „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.“ Hvað svo sem er til í frásögninni þá er engum vafa undirorpið að mannkynið hefur náð að gera þetta.

Vöxturinn var þó hægur lengi vel en jókst til muna með iðnbyltingunni. Um aldamótin 1800 voru mennskir íbúar reikistjörnunnar rétt um 1 milljarður að því er talið er en um þessar mundir rúmir 8 milljarðar. Þetta var kleift vegna ótrúlegra efnahagslegra framfara sem margfölduðu framleiðslu á matvælum og öðrum nauðþurftum og auðvitað alls konar óþarfa líka. Dánartíðni snarlækkaði (þótt hún nái nú alltaf 100% á endanum) og þar með jókst langlífi. Fæðingartíðni féll líka en var þó lengst af nær alls staðar langt yfir þeim rúmu 2 börnum á hverja konu sem þarf til að kynslóðir séu jafnfjölmennar.

Þótt mannkynið hafi frá örófi alda nýtt sér fiska sjávarins og fugla loftsins þá jók þessi fólksfjölgun og neyslusprenging álagið á vistkerfi jarðar langt umfram það sem áður hafði þekkst. Ein birtingarmynd þess er hnattræn hlýnun. Það verður þó ekki skoðað hér.

Ísland og umheimurinn

Mannfjöldaþróunin á Íslandi skar sig ekki úr. Íbúar landsins voru 46 þús. í upphafi 19. aldar en 383.726 skv. nýjustu tölum sem miðast við ársbyrjun 2024. Það er ríflega áttföldun, svipað og áætlað er fyrir heiminn í heild.

Tölurnar fyrir Ísland undanfarin ár gætu gefið tilefni til að ætla að fólksfjölgunin muni halda áfram. Fjölgunin árið 2023 var sú mesta í Íslandssögunni ef við sleppum seinni heimsstyrjöld þegar hingað komu tugþúsundir hermanna. 10.241 íbúar bættust við það ár. Það var að uppistöðu til vegna þess að fleiri fluttu til landsins en frá því. Undanfarin ár hafa að jafnaði um 5.500 fleiri flutt til landsins en frá því á hverju ári. Á sama tíma hefur þó líka verið náttúruleg fjölgun landsmanna, þ.e. fleiri fæðingar en andlát, en það hefur skilað fjölgun um að meðaltali rétt ríflega 2 þúsund íbúa á ári.

Nánast ógjörningur er að sjá fyrir fólksflutninga til og frá landinu. Hagstofan gerir tilraun til þess í mannfjöldaspám sínum en skekkjan í spánum hefur sögulega verið mjög mikil og almennt hefur verið gert ráð fyrir minni flutningi til landsins en raunin varð. Það er mun viðráðanlegra að spá fyrir um lífslíkur – ævin er að lengjast – og hægt að sjá að einhverju marki fyrir þróun fæðingartíðni.

Gylfi-graf
Sviðsmynd um aldurssamsetningu mannfjölda - sem byggir á að jafnmargir flytji að og frá landinu á hverjum tíma

Hægir á fjölgun

Fæðingartíðnin hefur farið lækkandi víðast hvar, þ.á m. á Íslandi. Fyrir vikið hefur hægt verulega á fólksfjölgun. Haldi þessi þróun áfram – og það eru engin sérstök teikn um annað – þá mun fjöldi jarðarbúa ná hámarki á síðari hluta þessarar aldar. Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að hámarkið verði 10,4 milljarðar og náist 2086. Eftir það fari jarðarbúum fækkandi. Það er auðvitað veruleg óvissa í slíkri spá. Þó er óumflýjanlegt að ef fæðingartíðni, mælt með börnum á hverja konu, helst að jafnaði undir u.þ.b. 2,1 þá mun jarðarbúum fyrr eða síðar fara fækkandi. Hún er enn yfir því, fyrir heiminn í heild, eða u.þ.b. 2,3, en hefur lækkað stöðugt og var t.d. um 5,3 fyrir 60 árum.

Í fjölmörgum löndum er hún nú langt undir 2,1. Þar sem hún er lægst, í Hong Kong og Suður Kóreu, er hún um 0,8. Í OECD ríkjunum er hún að jafnaði 1,6. Almennt er hún komin vel undir 2 í hátekjuríkjum. Þau lönd þar sem fæðingartíðni er enn há eru lágtekjulönd og einnig þar fer hún hratt lækkandi. Hæst er hún í nokkrum löndum Afríku, yfir 6.

Á Íslandi var fæðingartíðnin komin niður í 1,6 börn á hverja konu árið 2022 og hefur aldrei mælst lægri. Hún hefur lækkað hratt undanfarin ár og mældist t.d. yfir 2 árið 2012. Sé fæðingartíðni 1,6 þá fækkar íbúum um u.þ.b. 24% á milli kynslóða þegar til lengdar lætur. Það er sú staða sem blasir við Íslandi miðað við fæðingartíðnina nú án innflytjenda.

Fækkunin myndi þó ekki byrja alveg strax, því …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.