USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Gagn­semi og tak­mark­an­ir sið­fræði­legr­ar grein­ing­ar

Þrjátíu og sjö ára gömul Vísbendingargrein og siðfræðihluti fjórtán ára gamallar skýrslu rannaóknarnefdar Alþingis liggja til grundvallar í þessari skýru siðfræðilegu greiningu.

Smiðja - Alþingi
Mynd: Golli

Árið 1987 birti heimspekingurinn Mikael Karlsson stutta grein í Vísbendingu, sem hann nefndi „Um hlutverk nytjaheimspeki í viðskiptum og öðrum atvinnugreinum“.[7e6023] Eins og nafnið bendir til veltir Mikael þar fyrir sér nokkrum mikilvægum spurningum um hagnýtingu heimspekinnar, svo sem hvort heimspeki geti orðið nytjagrein og hvernig mætti nýta heimspekikenningar í því skyni. Þessar spurningar hafa verið ofarlega á baugi í hagnýttri siðfræði síðustu áratugina.[bfac0d] Í grófum dráttum má greina þrjú meginviðhorf til þessa: Í fyrsta lagi er kenningaviðhorfið sem einkennist af því að leitað er til kenninga á borð við kantíska siðfræði eða nytjastefnu og þeim skipulega beitt á viðfangsefnið sem til úrlausnar er. Þetta heitir að nálgast úrlausnarefnið „ofan frá“ (e. top-down approach) sem kallast vel á við orðalag Mikaels um „háfleygar heimspekikenningar“. Að hans mati veita slíkar kenningar ekki traustan skilning til lausnar á hagnýtum vanda. Raunar megi finna urmul dæma um misskilning sem stafi af „ótímabærri notkun fræðikenninga“ á fjölmörgum sviðum, svo sem í skólastarfi, efnahagslífi og stjórnmálum. Þetta sé ein „meginvilla okkar tíma“.

Kenningar, aðstæður og ígrundun

Í öðru lagi er viðhorf sem kalla mætti aðstæðubundið, því að þar beinist athyglin að staðbundnum viðmiðum, þ.e. í ljósi þeirra hefða, starfsvenja og siðareglna sem mótast hafa í glímu fólks við viðfangsefnin á viðkomandi starfsvettvangi. Þetta heitir að nálgast úrlausnarefnið „neðan frá“ (e. bottom-up approach). Augljóslega þekkir starfsfólkið sjálft best slík viðmið og þarf enga „utanaðkomandi sérfræðinga“ til að leysa siðferðileg vandamál. Þetta ræðir Mikael skemmtilega út frá skopmynd úr bandarísku tímariti. „Hún sýnir hóp áhyggjufullra viðskiptajöfra umhverfis fundarborð. Einn þeirra er að ræða við ritara sinn um kallkerfið: „Frú Dúgan“, segir hann, „viltu gjöra svo vel að senda inn einhvern sem þekkir muninn á réttu og röngu“.“ Þarna er siðferðilegu viðfangsefni ruglað saman við tæknilegt verkefni, líkt og þegar pípari er fenginn til að losa stíflu úr niðurfalli.

Aðstæðubundna viðhorfið fellur ekki í þessa gryfju því að þar er lögð áhersla á siðvit þeirra sem hafa reynslu af viðfangsefninu. Vandi þessa viðhorfs er fremur fólginn í því að njörva sig niður við hið staðbundna og hefðbunda sem oft endurspegla yfirráð og ójöfnuð sem eru gagnrýniverð. Það er alþekkt að siðferðilegar framfarir á starfssviðum verða vegna utanaðkomandi áhrifa sem mæta oft viðnámi innanfrá. Skýr dæmi eru úr heilbrigðisþjónustu þar sem hefðbundin forræðishyggja lét undan síga vegna menningarstrauma á sjöunda áratug síðustu aldar þegar hugmyndir um aukið sjálfræði fólks ruddu sér til rúms.[7921ab] Aðrar siðferðiskröfur um heiðarleika, fagmennsku og trúverðugleika hafa haft áhrif á fjölmörgum starfssviðum, án þess að þær eigi rætur í hefðbundnum eða starfstengdum viðmiðum.

Þetta tengist þriðja viðhorfinu til þess hvernig haga skuli hagnýttri heimspekilegri greiningu. Hana mætti kenna við ígrundað mat því að þar er lagt mat á starfshætti og stöðubundin viðmið útfrá almennum siðaboðum. Einnig er mat lagt á samræmið milli yfirlýstra viðmiða og raunverulegra starfshátta. Þetta er stundum kennt við innri gagnrýni, því að spurt er hvort starfsemi á tilteknu sviði standi við þau loforð sem felast í opinberum yfirlýsingum á borð við skráðar siðareglur. Í skráðum siðareglum felst yfirlýsing til almennings um þær skyldur og þá ábyrgð sem fylgja því að gegna ákveðnu starfi og þar með viðmið fyrir mat á því hvernig til tekst með þær skuldbindingar. Margar fagstéttir hafa mótað hugmyndir um góða starfshætti og í fagmennskuhugtakinu sjálfu felast mikilvæg siðferðileg viðmið.[2437a2]

Gagnrýnin greining á siðferði og starfsháttum sem byggir á slíku ígrunduðu mati þarf ekki að vísa í siðfræðikenningar, þótt þær skipti máli fyrir skilning á þeim hugtökum sem notuð eru í greiningunni. Það er heldur ekki gagnlegt í samræðu við fólk á starfsvettvangi að nálgast hagnýt úrlausnarefni „að ofan“ frá háfleygum kenningum, byrja á að tala um hvað Immanuel Kant eða John Stuart Mill hafi til málanna að leggja. Mikilvægt er að skírskota til hugmynda sem hafa skýra tengingu við viðkomandi starfssvið. Ákjósanlegt er að hugmyndirnar feli í sér leiðarljós fyrir góða starfshætti. Einnig er gagnlegt að vísa í viðteknar hugmyndir um heiðarleika og sanngirni sem allir kannast við úr …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.

Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.
Úkraína
Alþjóðamál 41. tbl.

Evr­ópa þarf að standa sam­an