USD 126,3 0,5%
EUR 148
GBP 168,5 -0,2%
DKK 19,8
SEK 13,5 0,1%
NOK 12,3
CHF 158,6 0,2%
CAD 91,6 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,3 0,5%
EUR 148
GBP 168,5 -0,2%
DKK 19,8
SEK 13,5 0,1%
NOK 12,3
CHF 158,6 0,2%
CAD 91,6 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Gesta­komur, sam­fé­lags­þró­un og vald fjöld­ans

Í þessari grein sumarblaðsins er gagnrýnum augum prófessors í menningarlandafræði við erlendan háskóla beint að ferðamálunum og þróun þeirra.

gsf4519
Mynd: Golli

Í þessari grein eru ferðamálin og gestakomur skoðuð út frá þeirri samfélagsþróun sem við sjáum eiga sér stað fyrir augum okkar nú. Það er mikilvægt að við horfum á ferðamálin sem hluta okkar samfélags. Við erum jú öll ferðafólk alltaf, í einum eða öðrum skilningi. Þar að auki er erfitt að draga einhver skýr mörk utan um hver er gestur; hvar og hvenær. Í stað slíkra æfinga er kannski betra að horfa á heildarmyndina og þessi grein er innlegg í það.

Þegar kemur að þróun okkar samfélags og stöðu mála í dag, má með sanni segja að aldrei höfum við haft það jafngott, og aldrei hefur fólk almennt búið við meiri auðlegð og öryggi en nú. Engu að síður kraumar óánægja og reiði sem ég tel að eigi sér um margt réttmætar ástæður. Þrátt fyrir velmegun og ríkidæmi hafa stöðugt færri raunverulega stjórn á eigin lífi eða ráða að fullu eigin örlögum. Hér er ég ekki að tala um náttúruöflin, sem vissulega geta umbylt öllu á augabragði fyrir hvern sem er. Ég er hér að tala um samfélagið sem er rekið sífellt meira í öngstræti stýringar á öllu mögulegu og ómögulegu samhliða öfga-markaðshyggju. Saman, og að því er virðist á þversagnarkenndan hátt, þrengja þessir þættir gríðarlega úrval möguleika þegar kemur að þróun samfélagsins og hvernig við umgöngumst hvert annað og gesti okkar. Undanfarna áratugi hefur okkur nefnilega verið seld sú hugmynd að allt sé mælanlegt og seljanlegt. Þannig er fólk orðið mannauður, ferðafólk gjaldeyrir, vistkerfi veita okkur þjónustu, gen okkar eru uppskriftabók sem má einkavæða og svona mætti áfram telja. Nú þegar sjóndeildarhringur okkar er orðinn svo njörvaður við það sem er mælanlegt og við sjálf orðin að markaðsvöru t.d. á torgi samfélagsmiðla, tel ég að mörgum finnist að sér þrengt.

Ég held að sú reiði og óánægja sem kraumar í samfélaginu stafi af innilokunarkennd, já og hreinlega einmanaleika, í þessari auðn markaðshyggju og stýringar á öllu. Ég held líka að við skynjum flest öll brestina í þessari þröngsýnu samfélagsgerð. Flest vitum við að það að eiga allt veitir ekki hamingju eða lífsfyllingu. Við finnum til pirrings þegar reynt er að slá einkaeign á eða hagnast á sköpun, hugmyndum okkar, gestrisni eða velferð. Sérstaklega þegar þetta er drepið í dróma fastra skilgreininga og mælikvarða. Þessi ónotatilfinning stafar af því að allir þessir þættir eru í eðli sínu svo miklu meira en það sem hægt er að mæla og nefna. Gegnum þessa ónotatilfinningu sjáum við í raun djarfa fyrir því sem er okkur öllum sameiginlegt. Það er sá vefnaður sem heldur öllu saman og er viðhaldið á hverjum degi í hversdagslegum samskiptum, samvinnu og samhjálp. Þegar við heillumst af fegurð, fögnum góðum gestum, verðum ástfangin, lærum eitthvað nýtt, eigum unaðsstund með fjölskyldu og/eða gestum, þá vitum við um hvað allt snýst – ekki satt? Þetta er erfitt að meta til fjár eða stýra til fulls, en þeir sem valdið hafa í dag óttast þennan vefnað en á sama tíma reiða sig á hann í síauknum mæli til auðsköpunar og viðhalds eigin valds.

Alþjóðlegt efnahagskerfi og lýðræði

Það vill nefnilega svo til að hagkerfi heimsins byggir í raun á þessum vefnaði samfélagsins. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart að hagkerfi er birting samfélags, þannig hefur það alltaf verið. Það sem er nýtt í dag er að þessi eiginlegi vefnaður, samskipti okkar og sambönd eru sem slík að verða að verkfæri auðsöfnunar. Þetta birtist hvað skýrast í netheimum, þar sem algrímar samfélagsmiðla slá eign sinni á forvitni okkar og leikgleði og skapa þannig ólýsanlegan auð fyrir fáa í Kísildalnum ameríska. Framleiðsluhættir nútímans byggja á getu okkar til samskipta og ferðaþjónustan er ein sú grein sem nærist helst á þessari getu. Almennt séð vinna fæstir í fiski í dag og það þarf ekki svo marga til að byggja hús eða viðhalda hlutum. Kennsla, umönnun, þrif, hjúkrun og ótölulegur fjöldi þjónustustarfa, ekki hvað síst við gesti, eru störf sem flestir vinna í dag. Þessi störf bera mun meira með sér en að framleiða varning. Með markaðsvæðingu þeirra tengsla sem þessi störf snúast um er hins vegar markvisst grafið undan þeim sem birtingarmyndum opinna samskipta, samvinnu og samhjálpar. Það eru fáir sem græða á þessari markaðsvæðingu – bókstaflega.

Rörsýni markaðshyggju á gæði samfélagsins birtist okkur líka í pólitíkinni. Við búum við eintómt miðjumoð um lausnir innan ramma rörsýnarinnar. Það má einu gilda hvar borið er niður á …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.

Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.