Til baka

Grein

Harmleikurinn þegar Bayesian sökk

Náttúrulegar hamfarir og mannanna verk

Bayesian
Mynd: MYND: Fabio La Bianca / Facebook

Hlýnun jarðarinnar birtist okkur nú æ skýrar og með mismunandi hætti. Jöklar bráðna, hraðar og hverfa margir alveg. Í Venesúela eru nú engir jöklar eftir, Nýja Sjáland hefur horft upp á 264 jökla hverfa, Ísland einn - Okið. Smájöklar Alpanna eru nánast allir að tapa tölunni, í Sviss hafa til að mynda nú verið afskrifaðir um eitt þúsund smájöklar. Í Afríku, þar sem enn er jökla að finna, hefur yfirborð þeirra dregist saman svo þeir eru samtals orðnir minni en tveir ferkílómetrar.[c0503c]

Það er ekki flókið að skilja loftslagsbreytingar af manna völdum þegar þær birtast nú hratt og skýrt. Hins vegar geta afleiðingar þeirra verið flóknar og ekki síður úrlausnirnar. Það á bæði við á jöklum og sólarströndum. Sjávarhiti á sumum sólarströndum getur nú oft orðið heitari en heitasti potturinn í íslenskri sundlaug.

Heitustu svæði jarðar eru að verða óbyggileg vegna 50°C lofthita í miklum raka þar sem aðeins þeir sem búa með loftklælingu geta lifað af. Komið hefur í ljós í nýlegum rannsóknum að meirihluti þeirra farandverkamanna sem létu lífið við undirbúning heimsmeistarkeppninnar í fótbolta í Qatar, og höfðu jafnvel flúið ólífvænlegar aðstæður í sínu eigin heimalandi vegna loftslagsbreytinga, urðu fyrir ofþornun vegna hita og létust jafnvel af nýrnaskemmdum síðar ef þeir dóu ekki beint við vinnuna. Jafnvel þó verkalýðsfélög nái samningum um þriggja tíma vinnuhlé um miðjan daginn og kröfum á vinnuveitendur að veita nægjanlegt drykkjarvatn á vinnustaðnum.[c3079d]

Loftslagsvá og sjóslys

Hlýnun við Miðjarðarhafið er orðið það mikil að miðgildi yfirborðshitia var 28,9°C í júlí. En …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein