
Hlýnun jarðarinnar birtist okkur nú æ skýrar og með mismunandi hætti. Jöklar bráðna, hraðar og hverfa margir alveg. Í Venesúela eru nú engir jöklar eftir, Nýja Sjáland hefur horft upp á 264 jökla hverfa, Ísland einn - Okið. Smájöklar Alpanna eru nánast allir að tapa tölunni, í Sviss hafa til að mynda nú verið afskrifaðir um eitt þúsund smájöklar. Í Afríku, þar sem enn er jökla að finna, hefur yfirborð þeirra dregist saman svo þeir eru samtals orðnir minni en tveir ferkílómetrar.
Það er ekki flókið að skilja loftslagsbreytingar af manna völdum þegar þær birtast nú hratt og skýrt. Hins vegar geta afleiðingar þeirra verið flóknar og ekki síður úrlausnirnar. Það á bæði við á jöklum og sólarströndum. Sjávarhiti á sumum sólarströndum getur nú oft orðið heitari en heitasti potturinn í íslenskri sundlaug.
Heitustu svæði jarðar eru að verða óbyggileg vegna 50°C lofthita í miklum raka þar sem aðeins þeir sem búa með loftklælingu geta lifað af. Komið hefur í ljós í nýlegum rannsóknum að meirihluti þeirra farandverkamanna sem létu lífið við undirbúning heimsmeistarkeppninnar í fótbolta í Qatar, og höfðu jafnvel flúið ólífvænlegar aðstæður í sínu eigin heimalandi vegna loftslagsbreytinga, urðu fyrir ofþornun vegna hita og létust jafnvel af nýrnaskemmdum síðar ef þeir dóu ekki beint við vinnuna. Jafnvel þó verkalýðsfélög nái samningum um þriggja tíma vinnuhlé um miðjan daginn og kröfum á vinnuveitendur að veita nægjanlegt drykkjarvatn á vinnustaðnum.
Loftslagsvá og sjóslys
Hlýnun við Miðjarðarhafið er orðið það mikil að miðgildi yfirborðshitia var 28,9°C í júlí. En í síðustu viku sökk þar skyndilega, fyrir utan strönd smábæjar hjá Palermo á Sikiley, 184 feta skúta sem nefnd var eftir 18. aldar tölfræði- og heimspekingnum Bayesian.
Sjóslysið var forsíðufrétt fjármálafjölmiðla jafnt sem annarra alþjóðlegra fréttamiðla alla vikuna. Bæði vegna þess hve hratt skútan sökk í skyndilegum hitabeltisstormi
Skipstjórinn á annarri skútu sem lá við ankeri skammt frá og bjargaði þeim fimmtán sem lifðu sjóslysið af var með mótorinn í gangi á sínum bát til að halda sjó í storminum. Hann hefur yfir fjörtíu ára reynslu af Miðjarðarhafssiglingum og segir að veðrabrigði hafi breyst mikið á síðustu árum. Ný fyriribæri, eins og Miðjarðarhafsfellibylir (e. medicanes, mediterrrainian hurricane) séu nú orðin að veruleika
Auðlegð tæknibreytinga
Í júní fyrr í sumar hafði Mike Lynch verið sýknaður – eftir tólf ára réttarhöld – af sviksemi í tengslum við sölu til Hewlett Packard á fyrirtæki sínu Autonomy, fyrir 13 árum á ellefu milljarða dollara. Siglingin á Miðjarðarhafinu var farin til að fagna því að hann þyrfti ekki að eyða því sem eftir var lífs síns í bandarísku fangelsi. Lynch var tæplega sextugur þegar hann drukknaði með átján ára dóttur sinni, verjanda og helsta lögfræðingi auk fyrrum formanns endurskoðunarnefndar fyrirtækisins og lykilvitnis í málinu sem var stjórnarformaður í einum hluta Morgan Stanley …








