USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.

_GSF1009
Mynd: Golli

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.

Í nóvember síðastliðnum kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og um 70% segja hana auðvelda störf og auka afköst. Tæplega 70% þeirra sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang með tilheyrandi kostnaði og aukinni áhættu fyrir stofnanir og fyrirtæki. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum sem eru tortryggin og ómarkviss í innleiðingu gervigreindar.

grafviska_01

Um 80% nota gervigreind í starfi og 66% gegnum eigin aðgang

Átta af hverjum tíu sérfræðingum á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og staðan er nokkuð jöfn eftir mörkuðum. Athygli vekur að um helmingur aðspurðra notar gervigreindina í starfi oft í viku, þar af 27% daglega. Ekki virðist marktækur munur milli markaða.

Þegar spurt var um eðli notkunarinnar kemur í ljós að 66% nota eigin gervigreindaraðgang í starfi að hluta eða öllu leyti, þar af um 50% alfarið. Kostnaðarbyrði sérfræðinga af gervigreindinni er áberandi meiri á opinbera markaðnum en hinum almenna.

Séu niðurstöðurnar heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi sem þau greiða fyrir sjálf eða frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota skv. könnuninni, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarður í kostnað er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slík kostnaðarbyrði væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum í rekstri fyrirtækja.

grafviska_02

67% segir gervigreindina auka afköst og 57% vill auka notkun hennar

Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um áframhaldandi vöxt. 57% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og 67% telja hana auka afköst í starfi. Aftur virðist ekki vera marktækur munur eftir mörkuðum þegar kemur að áhuga á gervigreindinni og áhrifum á afköst.

grafviska_03

Um 70% hafa mikinn áhuga á fræðslu og þjálfun en rúmlega 30% fengið hana

Jákvæð viðhorf sérfræðinga gagnvart gervigreindinni hafa leitt til þess að 72% hafa mikinn áhuga á að bæta við þekkingu sína á gervigreind eða …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.
Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.