USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Lækk­un launa, hækk­un vaxta, fjölg­un fólks og fækk­un fæð­inga

Nú eftir páskafrí kemur út mánaðarleg prent útgáfa Vísbendingar í annað sinn, þrjár eldri greinar eru endurprentaðar með þremur nýjum greinum í þessu tölublaði auk lengri leiðara á baksíðu, sem hér birtist.

deilimynd-asgeirbrynjar

Í Vísbendingu vikunnar eru þrjár nýjar greinar, ein um kjarasamninga og verðbólgu auk tveggja um orkumál og rammaáætlun. Þá eru endurbirtar og prentaðar hér í blaðinu þrjár greinar úr tölublöðum Vísbendingar í síðasta mánuði, tvær um mannfjölda og þróun hans út frá ólíkum viðmiðunarpunktum, auk einnar um verðbólguvanda og seðlabanka eftir Þorvald Gylfason.

Í tveimur greinum í Vísbendingu í apríl 2009, eða fyrir fimmtán árum síðan, fjallaði Jónas H. Haralz um forsendur viðreisnar og þær efnahagsumbætur sem urðu hérlends á árunum 1959-1971. Þar fer hann meðal annars yfir hvernig umsamin launahækkun sem nam 13% var tekin til baka með bráðabirgðalögum sem fólu nýstofnuðum seðlabanka ákvörðun gengis, daginn eftir samþykkt laganna felldi bankinn verðgildi gjaldmiðilsins um svipaðan hundraðshluta.

Nú eru tímarnir aðrir og í stað tímabundinnar 13% launahækkunar, sem hvarf, er samið um í ár rúmlega þriggja prósenta hækkun launa í tæplega sjö prósenta verðbólgu, sem fer enn hækkandi og kjaraskerðing lítur því út fyrir að vera vaxandi.

Óyfirstíganlegar hugmyndafræðilegar breytingar virðast valda því að hérlendis sé að festast í sessi manngert náttúrulögmál um að verðbólga verði hér að vera talsvert hærri en í nágrenninu. Þó engum vísindamanni hafi tekist að sanna það lögmál eða skýra hvers vegna svo þurfi að vera.

Rauntölusamanburður við Ísland sýnir meira en helmingi minni verðbólgu jafnt á Evrusvæðinu sem í Færeyjum og verðhækkanir í Danmörku eru rétt um einn tíundi hluti af því sem mælist hérlendis. Jafnvel í krónuríkjunum Noregi og Svíþjóð eru stýrivextirnir rúmlega helmingi lægri en hér og í raun neikvæðir.

Þessi mikla verðbólga hér bítur hart í buddu venjulegs launafólks sem ekki á skuldlaust húsnæði. Því virðist verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðinum hafa samið sjálfviljug um launalækkun að raungildi miðað við mælda hækkun vísitölu þegar að skrifað var undir í von um að það lækki komandi verðbólgu.

Hagspá og áætlanir Seðlabankans sjálfs virðast hafa gert ráð fyrir meiri vexti launakostnaðar. Erfitt er því að túlka orð seðlabankastjóra í tengslum við síðasta kynningarfund peningastefnunefndar öðruvísi en svo að hann telji að launaskrið muni færa öðrum hópum meiri launahækkanir heldur en hinar neikvæðu sem nýlega var samið um. Sjaldan hefur eins hátt heyrst og eins skýrt verið talað fyrir auknum verðbólguvæntingum eins og með þessum orðum – eftir ákvörðun bankans um að lækka ekki 9,25% meginvexti sína í 6,6-6,8% verðbólgu þar sem nýsamið var um raunlaunalækkun.

Það að tala upp verðbólguvæntingar með þessum orðum og kynda frekar undir þeim í ófrágengnum samningum er merkileg aðferðafræði út frá fyrirliggjandi stöðu efnahagsmála.

Ýmsir bjuggust jafnvel við 25 punkta lækkun niður í 9,0% vexti sem hefði mögulega geta orðið ódýrasta leiðin til lækkunar verðbólguvæntinga – en í staðinn voru þær talaðar upp.

Verðbólgan á Íslandi kemur að mestu frá hækkun húsnæðisverðs og því er skorturinn á framboði húsnæðis það sem drífur hana áfram en ekki launakröfur eða orkuskortur.

Orkuverðshækkanir sem ollu nágrannalöndunum tímabundnum verðbólguvanda náðu lítið hingað til lands vegna einangrunar frá sameiginlegum raforkumarkaði Evrópu. Því þurfti ekki ríkisinngrip á orkumarkaðinn hér líkt og nauðsyn var þar – svo að fólk næði endum saman og lífskjarakrísu afstýrt.

Þverstæðan í efnahagsstjórn hérlendis er mikið til falin í því að vaxtastefna Seðlabankans ýtir undir frekari hækkun húsnæðisverðs sem Hagstofan mælir sem meiri verðbólgu. Jafnvel þótt skynsemi launþegahreyfingarinnar komi til með kjarasamningum um raunlaunalækkun. Spennandi verður að sjá hve mikið Seðlabankinn telur að raunlaun þurfi að lækka til þess að framboð á húsnæði aukist.

https://visbending.is/tolublod/2024/13/

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.