USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Launa­hlut­fall og skulda­hlut­fall

Raungengi og raunlaun eru sitthvor hliðin á sömu mynt fyrir heimili landsins. Launahlutfall og skuldahlutfall eru á sama hátt vissar endurspeglanir af efnahagslegri stöðu og fjármálastjórn fyrirtækjanna. Ástand efnahagsmála, stjórnun fjármálaráðuneyta og gjaldmiðlamál hanga líka á sama þræðinum. Greinar blaðs vikunnar og aðrir sálmar sömuleiðis fjalla um þessa þrjá þætti og flétta þá saman.

deilimynd-asgeirbrynjar

Laun eru greidd út í gjaldmiðli landsins þar sem þeirra er aflað. Því skiptir verðgildi gjaldmiðilsins máli fyrir raungildi launanna og hvernig þau duga til að greiða fyrir nauðsynjar á við mat og húsnæði.

Raungengi og raunlaun eru þannig mikilvæg fyrir raunverulegar kjarabætur. Í krísuástandi getur jafnvel þótt viðeigandi að fall á gengi gjaldmiðils nýtist til að draga úr kaupmætti launafólks.

Launahlutfallið var til umfjöllunar í tengslum við verðbólguna í megingrein síðasta tölublaðs og það hlutfall er áfram til umfjöllunar í megingrein þessa tölublaðs. Eins og sést vel á mynd 2 með greininni þá er hlutfall launa nú minni sneið af kökunni og hefur gliðnað á milli vísitölu raungengis m.v. verðlag og laun annars vegar og launahlutfallsins hins vegar. Það að skuldahlutfall fyrirtækja hefur verið að dragast saman um helming á áratugnum milli 2011 og 2021 hérlendis eru merkileg tíðindi sem koma vel fram í samanburði við nágrannalöndin á mynd 4 í greininni.

Minnkandi skuldahlutfall fyrirtækja gefur möguleika á því að greiða meira til hluthafa þegar greiða þarf minna til lánveitenda. Hinn möguleikinn er að greiða hærra hlutfall til launþega, líkt og gerðist á sjö upphafs árum áratugarins sem er mældur en ekki á síðustu árunum þremur, þar sem gliðnunin og lækkun launahlutfallins er skýr og heldur nú enn áfram, sem gefur til kynna hækkun hagnaðar.

Efnahagslegar aðstæður stýra miklu um launahlutföll, skuldahlutföll og hagnaðarhlutföll fyrirtækja en fjármálaráðherrar og gjaldmiðlar landa hafa einnig mikilvæg áhrif á aðstæðurnar. Tveir nýlátnir evrópskir fyrrverandi fjármálaráðherrar eru til umfjöllunar í seinni grein blaðs vikunnar.

Jacques Delors var franskur fjármálaráðherra og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í áratug, arkitekt evrunnar og helsti skapari hins sameiginlega innri markaðar. Wolfgang Schäuble var fjármálaráðherra Þýskalands, þaulsetnasti þingmaður þar í yfir hálfa öld og varðhundur skuldabremsunnar á þýskar ríkisskuldir. Þeim er beggja minnst fyrir mismunandi arfleifð sína.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.