USD 127,9 1,1%
EUR 148,8 0,3%
GBP 170,3 0,6%
DKK 19,9 0,3%
SEK 13,6 0,1%
NOK 12,6 0,9%
CHF 158,6 -0,3%
CAD 92,3 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,9 1,1%
EUR 148,8 0,3%
GBP 170,3 0,6%
DKK 19,9 0,3%
SEK 13,6 0,1%
NOK 12,6 0,9%
CHF 158,6 -0,3%
CAD 92,3 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Leiða hærri skatt­ar til meiri lands­fram­leiðslu?

Skýrsla Hagrannsókna fyrir hagsmunasamtök í sjávarútvegi um veiðileyfagjöld er hér áfram til gagnrýninnar umfjöllulnar.

sjavarutvegur2
Mynd: Shutterstock

Þann 9. september sl. kynnti SFS nýja skýrslu, Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining, sem Hagrannsóknir sf. unnu fyrir samtökin.[da85b6] Það er ýmislegt skondið í þessari skýrslu en hér verður einungis fjallað um efni viðauka E. Sagt er að þar sé stillt upp „hefðbundnu þjóðhagslíkani af svokölluðum Keynesískum toga í langtímajafnvægi“ og það notað til að sýna að hækkun skatta á fyrirtæki minnki landsframleiðslu. Þessi niðurstaða kemur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það hefur lengi verið vitað að með gömlu keynesísku líkönunum er hægt að sýna að hærri ríkisútgjöld auka landsframleiðslu, jafnvel þótt skattar séu hækkaðir jafn mikið og ríkisútgjöldin. Norski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Tryggve Haavelmo sýndi fram á þetta árið 1945.[8b3a3e] Oft er talað um niðurstöður hans sem Haavelmo kenningarnar (e. theorems).

En hvernig er hægt að nota líkan sem margir hagfræðingar hafa notað til að sýna fram á að hækkun skatta auki landsframleiðslu til að sanna hið gagnstæða, að hækkunin leiði til minni landsframleiðslu. Í viðauka E felst trixið í því að láta eina tegund skatta, hér skatta á heimili, ráðast af jöfnum líkansins og vera þannig innri stærð. Þegar stjórnvöld ákveða að hækka skatta á fyrirtæki í þessu líkani verða þau líka að huga að sköttum á heimili og sjá til þess að þeir tryggi jafnvægi framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu og breyta útgjöldum ríkisins (samneyslunni) til að tryggja jafnvægi í rekstri ríkisins. Hér á eftir verður sýnt að til að tryggja jafnvægi eftir hækkun skatta á fyrirtæki þarf að lækka skatta á heimili það mikið að skattar í heild (og samneyslan) minnkar. Sú niðurstaða að minnkun heildarskatta og minnkun landsframleiðslu fari saman stemmir við kenningar Haavelmos!

Ef hækkun skatta á fyrirtæki leiðir til lækkunar skatta í heild og lækkunar landsframleiðslu, hlýtur lækkun skatta á fyrirtæki að leiða til hækkunar skatta í heild og hækkunar landsframleiðslu. Og það er enginn endir á dásemdinni. Þegar búið er að lækka skatta á fyrirtæki í núll og auka skatta í heild og samneyslu til að tryggja jafnvægið er hægt að greiða styrki til fyrirtækja (þ.e. hafa skatta neikvæða). Þá hækka heildarskattar og samneyslan enn meir og landsframleiðslan sömu leiðis! Hver sagði að hagfræði væru hin döpru vísindi?

Alla jafnan gera hagfræðingar ráð fyrir að stjórnvöld ákveði skatta og samneyslu. Þess vegna eru þessar stærðir ytri stærðir í haglíkönum. Þannig er það í líkani Haavelmos. Í viðauka E er engin tilraun gerð til að réttlæta þá sérkennilegu forsendu að skattar á heimili séu innri stærð sem ræðst af jöfnum líkansins. Ef forsendan væri rétt ætti að vera hægt að benda á hvernig hún birtist í starfi fjárlaganefndar Alþingis.

Keynesíska líkanið

Líkanið í viðauka E samanstendur af sjö jöfnum en það er auðvelt að fækka þeim í fimm með því að nota jöfnur (E.6) og (E.7). Fyrsta jafnan kveður á um jafnvægi framboðs (y) og eftirspurnar eftir einkaneyslu (c), fjárfestingu (i) og samneyslu (g),[d3187e]

Screenshot 2024-12-05 142351

Næsta jafna er keynesíska neyslufallið þar sem einkaneysla ársins ræðst af tekjum að frádregnum sköttum á heimilin (t0), þ.e. af ráðstöfunartekjum sama árs,

Screenshot 2024-12-05 142550

Fallið er vaxandi í ráðstöfunartekjum, þ.e. afleiðan c', jaðarneysluhneygðin, er alltaf jákvæð.

Þriðja jafnan er fjárfestingarjafnan. Í keynesískum líkönum er fjárfesting yfirleitt fall af vöxtum og óháð tekjum en þarna er hún fall af tekjum/framleiðslu að frádregnum sköttum á fyrirtæki (t1).

Screenshot 2024-12-05 142616

Gert er ráð fyrir að fjárfesting aukist þegar tekjur umfram skatta á fyrirtæki aukast sem þýðir að afleiðan i', jaðarfjárfestingarhneigðin, er alltaf jákvæð.

Þessar þrjár jöfnur mynda keynesískt líkan með þremur innri breytum (y, c og i). Lausn fyrir y fæst með innsetningu úr jöfnum (2) og (3) í jöfnu (1). Ef við bætum við forsendu, sem gefin er í viðauka E, um að ríkissjóður sé alltaf í jafnvægi þannig að t0+t1=g, fáum við að

Screenshot 2024-12-05 142647

þar sem y er eina óþekkta stærðin.

Til að skoða áhrif hækkunar skatta á fyrirtæki á landsframleiðslu er tekin afleiða af stærðunum í jöfnu (4). Eftir einföldun fæst þessi formúla,

Screenshot 2024-12-05 142712

Skv. (E.9) í viðauka E er nefnarinn hægra megin í jöfnu (5) jákvæð stærð. c' og i' eru jákvæðar stærðir sem þýðir að stærðin í teljaranum er líka jákvæð og því er afleiðan í jöfnu (5) jákvæð stærð. Þetta þýðir að þegar skattar á fyrirtæki eru hækkaðir eykst …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

6
Umhverfi

Viðskipti í köldu norðri?

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.

Úkraína
Alþjóðamál 41. tbl.

Evr­ópa þarf að standa sam­an

Vetur
Efnahagsmál 41. tbl.

Efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki og áfang­ar los­un­ar fjár­magns­hafta

AFP__20240904__1230734230__v2__HighRes__TrumpSu.original
Aðrir sálmar 41. tbl.

Al­þjóð­leg óregla

Börn, barneignir, fjölskylda
Samfélag 40. tbl.

Tekju­miss­ir við barn­eign­ir

Konur hérlendis tapa miklum tekjum við barneignir samkvæmt nýlegri rannsókn