Til baka

Grein

Leiða hærri skattar til meiri landsframleiðslu?

Skýrsla Hagrannsókna fyrir hagsmunasamtök í sjávarútvegi um veiðileyfagjöld er hér áfram til gagnrýninnar umfjöllulnar.

sjavarutvegur2
Mynd: Shutterstock

Þann 9. september sl. kynnti SFS nýja skýrslu, Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining, sem Hagrannsóknir sf. unnu fyrir samtökin.[da85b6] Það er ýmislegt skondið í þessari skýrslu en hér verður einungis fjallað um efni viðauka E. Sagt er að þar sé stillt upp „hefðbundnu þjóðhagslíkani af svokölluðum Keynesískum toga í langtímajafnvægi“ og það notað til að sýna að hækkun skatta á fyrirtæki minnki landsframleiðslu. Þessi niðurstaða kemur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það hefur lengi verið vitað að með gömlu keynesísku líkönunum er hægt að sýna að hærri ríkisútgjöld auka landsframleiðslu, jafnvel þótt skattar séu hækkaðir jafn mikið og ríkisútgjöldin. Norski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Tryggve Haavelmo sýndi fram á þetta árið 1945.[8b3a3e] Oft er talað um niðurstöður hans sem Haavelmo kenningarnar (e. theorems).

En hvernig er hægt að nota líkan sem margir hagfræðingar hafa notað til að sýna fram á að hækkun skatta auki landsframleiðslu til að sanna hið gagnstæða, að hækkunin leiði til minni landsframleiðslu. Í viðauka E felst trixið í því að láta eina tegund skatta, hér skatta á heimili, ráðast af jöfnum líkansins og vera þannig innri stærð. Þegar stjórnvöld ákveða að hækka skatta á fyrirtæki í þessu líkani verða þau líka að huga að sköttum á heimili og sjá til þess að þeir tryggi jafnvægi framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu og breyta útgjöldum ríkisins (samneyslunni) til að tryggja jafnvægi í rekstri ríkisins. Hér á eftir verður sýnt að til að tryggja jafnvægi eftir hækkun skatta á fyrirtæki þarf að lækka skatta …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.