
Þann 9. september sl. kynnti SFS nýja skýrslu, Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining, sem Hagrannsóknir sf. unnu fyrir samtökin.
En hvernig er hægt að nota líkan sem margir hagfræðingar hafa notað til að sýna fram á að hækkun skatta auki landsframleiðslu til að sanna hið gagnstæða, að hækkunin leiði til minni landsframleiðslu. Í viðauka E felst trixið í því að láta eina tegund skatta, hér skatta á heimili, ráðast af jöfnum líkansins og vera þannig innri stærð. Þegar stjórnvöld ákveða að hækka skatta á fyrirtæki í þessu líkani verða þau líka að huga að sköttum á heimili og sjá til þess að þeir tryggi jafnvægi framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu og breyta útgjöldum ríkisins (samneyslunni) til að tryggja jafnvægi í rekstri ríkisins. Hér á eftir verður sýnt að til að tryggja jafnvægi eftir hækkun skatta á fyrirtæki þarf að lækka skatta á heimili það mikið að skattar í heild (og samneyslan) minnkar. Sú niðurstaða að minnkun heildarskatta og minnkun landsframleiðslu fari saman stemmir við kenningar Haavelmos!
Ef hækkun skatta á fyrirtæki leiðir til lækkunar skatta í heild og lækkunar landsframleiðslu, hlýtur lækkun skatta á fyrirtæki að leiða til hækkunar skatta í heild og hækkunar landsframleiðslu. Og það er enginn endir á dásemdinni. Þegar búið er að lækka skatta á fyrirtæki í núll og auka skatta í heild og samneyslu til að tryggja jafnvægið er hægt að greiða styrki til fyrirtækja (þ.e. hafa skatta neikvæða). Þá hækka heildarskattar og samneyslan enn meir og landsframleiðslan sömu leiðis! Hver sagði að hagfræði væru hin döpru vísindi?
Alla jafnan gera hagfræðingar ráð fyrir að stjórnvöld ákveði skatta og samneyslu. Þess vegna eru þessar stærðir ytri stærðir í haglíkönum. Þannig er það í líkani Haavelmos. Í viðauka E er engin tilraun gerð til að réttlæta þá sérkennilegu forsendu að skattar á heimili séu innri stærð sem ræðst af jöfnum líkansins. Ef forsendan væri rétt ætti að vera hægt að benda á hvernig hún birtist í starfi fjárlaganefndar Alþingis.
Keynesíska líkanið
Líkanið í viðauka E samanstendur af sjö jöfnum en það er auðvelt að fækka þeim í fimm með því að nota jöfnur (E.6) og (E.7). Fyrsta jafnan kveður á um jafnvægi framboðs (y) og eftirspurnar eftir einkaneyslu (c), fjárfestingu (i) og samneyslu (g),

Næsta jafna er keynesíska neyslufallið þar sem einkaneysla ársins ræðst af tekjum að frádregnum sköttum á heimilin (t0), þ.e. af ráðstöfunartekjum sama árs,

Fallið er vaxandi í ráðstöfunartekjum, þ.e. afleiðan c', jaðarneysluhneygðin, er alltaf jákvæð.
Þriðja jafnan er fjárfestingarjafnan. Í keynesískum líkönum er fjárfesting yfirleitt fall af vöxtum og óháð tekjum en þarna er hún fall af tekjum/framleiðslu að frádregnum sköttum á fyrirtæki (t1).

Gert er ráð fyrir að fjárfesting aukist þegar tekjur umfram skatta á fyrirtæki aukast sem þýðir að afleiðan i', jaðarfjárfestingarhneigðin, er alltaf jákvæð.
Þessar þrjár jöfnur mynda keynesískt líkan með þremur innri breytum (y, c og i). Lausn fyrir y fæst með innsetningu úr jöfnum (2) og (3) í jöfnu (1). Ef við bætum við forsendu, sem gefin er í viðauka E, um að ríkissjóður sé alltaf í jafnvægi þannig að t0+t1=g, fáum við að

þar sem y er eina óþekkta stærðin.
Til að skoða áhrif hækkunar skatta á fyrirtæki á landsframleiðslu er tekin afleiða af stærðunum í jöfnu (4). Eftir einföldun fæst þessi formúla,

Skv. (E.9) í viðauka E er nefnarinn hægra megin í jöfnu (5) jákvæð stærð. c' og i' eru jákvæðar stærðir sem þýðir að stærðin í teljaranum er líka jákvæð og því er afleiðan í jöfnu (5) jákvæð stærð. Þetta þýðir að þegar skattar á fyrirtæki eru hækkaðir eykst …








