Þann 9. september sl. kynnti SFS nýja skýrslu, Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining, sem Hagrannsóknir sf. unnu fyrir samtökin.
En hvernig er hægt að nota líkan sem margir hagfræðingar hafa notað til að sýna fram á að hækkun skatta auki landsframleiðslu til að sanna hið gagnstæða, að hækkunin leiði til minni landsframleiðslu. Í viðauka E felst trixið í því að láta eina tegund skatta, hér skatta á heimili, ráðast af jöfnum líkansins og vera þannig innri stærð. Þegar stjórnvöld ákveða að hækka skatta á fyrirtæki í þessu líkani verða þau líka að huga að sköttum á heimili og sjá til þess að þeir tryggi jafnvægi framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu og breyta útgjöldum ríkisins (samneyslunni) til að tryggja jafnvægi í rekstri ríkisins. Hér á eftir verður sýnt að til að tryggja jafnvægi eftir hækkun skatta á fyrirtæki þarf að lækka skatta …