USD 122,6
EUR 142,4 0,1%
GBP 163,2 -0,3%
DKK 19,1 0,1%
SEK 13,1 0,3%
NOK 12,3 2,2%
CHF 154,0 0,1%
CAD 87,4 -0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
USD 122,6
EUR 142,4 0,1%
GBP 163,2 -0,3%
DKK 19,1 0,1%
SEK 13,1 0,3%
NOK 12,3 2,2%
CHF 154,0 0,1%
CAD 87,4 -0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

Nóbels­verð­laun í hag­fræði 2025 með sögu­legu ívafi

Menning hagvaxtarins og mikilvægi hagvaxtarfræðanna

Sænski seðlabankinn
Mynd: Sveriges Riksbank

Frá öndverðu, 1969, hafa Nóbelsverðlaun í hagfræði hlotnazt 98 mönnum, þar af 66 Bandaríkjamönnum, tíu Bretum, fimm Frökkum, þrem Norðmönnum, þrem Hollendingum, tveim Indverjum, tveim Kanadamönnum og tveim Svíum. Finnar, Ísraelar, Rússar, Tyrkir og Þjóðverjar eiga einn verðlaunaþega hvert land. Enn fleiri en Bandaríkjamennirnir 66 hafa unnið til verðlauna sinna með starfi sínu í Bandaríkjunum.

Þar til í hittiðfyrra, 2023, hafði fimm mönnum hlotnazt þessi æðsta viðurkenning í vísindum og fræðum fyrir verk sín á sviði hagvaxtarfræða. Nú, tveim árum síðar, er fjöldi Nóbelsverðlauna fyrir hagvaxtarrannsóknir kominn upp í ellefu. Verðlaunahöfum á vettvangi hagvaxtarrannsókna fjölgaði sem sagt um sex bara í fyrra og hittiðfyrra. Það er til marks um aukinn áhuga og skilning á mikilvægi hagvaxtar um heiminn. Hagvöxtur er mikilvægt meðal gegn fátækt, en auðvitað er ekki sama hvernig efnahagslífið vex og dafnar; meira um það undir lok þessa máls.

Þrír hagvaxtarfræðingar hlutu verðlaunin í fyrra, 2024, svo sem ég lýsti þá hér í blaðinu, og aðrir þrír á þessu ári, 2025. Hér segir frá nýliðunum þrem, en þó fyrst örstutt frá öðrum fimm sem unnu til verðlaunanna fyrir hagvaxtarrannsóknir sínar fram að 2023.

Fyrstu fimm

Fyrstur var Simon Kuznets, Bandaríkjamaður af rússneskum uppruna, prófessor á Harvard. Hann hlaut verðlaunin 1971, þá sjötugur að aldri, fyrir að leggja grunninn að þjóðhagsreikningum eins og þeir eru haldnir enn um okkar daga og þá um leið grunninn að tölfræðilegum samanburði á landsframleiðslu ólíkra landa og á ólíkum tímabilum eins og þarf til að geta lagt mat á þróun framleiðslunnar gegnum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.