USD 125,6
EUR 147,8
GBP 169,4
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,0
CAD 91,8
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6
EUR 147,8
GBP 169,4
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,0
CAD 91,8
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Nú­virð­ing­ar­stuð­ull og raun­á­vöxt­un líf­eyr­is­sjóða

Mikilvægar áréttingar fyrrum seðlabankastjóra varðandi 3,5% viðmiðunartöluna

Mannlíf í Reykjavík
Mynd: Davíð Þór

Árlega eru gerðar svokallaðar tryggingarfræðilegar úttektir á samtryggingardeildum lífeyrissjóða. Þeim er ætlað er að meta í hvaða mæli sjóðirnir standi undir skuldbindingum sínum vegna þeirra sem eru sjóðfélagar á uppgjörsdegi, sem er oftast í árslok. Matið byggist á þeirri forsendu að sjóðfélagarnir séu í sjóðnum út starfsævina og fái eftir það lífeyri frá honum til æviloka. Matið felst síðan í því að bera saman annars vegar eignir á uppgjörsdegi og núvirði framtíðariðgjalda og ávöxtunar þeirra, og hins vegar núvirði skuldbindinga, bæði þeirra sem eru þegar áfallnar og þeirra sem munu koma til vegna framtíðariðgjalda.

Niðurstaðan úr þessu mati skiptir miklu máli, því í lögum um lífeyrissjóði er kveðið á um að ef munurinn á núvirði eigna og núvirði skuldbindinga samtryggingardeilda sem ekki njóta bakábyrgðar launagreiðanda er á einu ári annað hvort neikvæður eða jákvæður sem nemur meira en 10% af núvirði skuldbindinga eða að meðaltali meira en 5% af núvirði skuldbindinga í fimm ár, þá þurfi sjóðirnir að breyta annað hvort réttindum eða iðgjöldum til að komast inn fyrir þessi mörk, sem í raun hefur yfirleitt verið breyting á réttindum.

Hlutverk og eðli núvirðingarstuðuls

Til að framkvæma þessa útreikninga þarf að ákveða hvaða prósentu eigi að nota til að reikna núvirði framtíðarstærða og hvaða ávöxtun eigi að gera ráð fyrir á framtíðareignum. Það er hægt að færa rök fyrir því að eins og kerfið er byggt upp ætti þetta að vera sama talan. Þannig hefur það líka verið hér á landi svo áratugum skiptir að núvirðingarstuðulinn og forsendan um raunávöxtun í framtíðinni hefur verið 3,5%. Við þetta mat þarf að hafa hliðsjón af því að tryggingarfræðilegar úttektir horfa til töluvert langs tíma, þar sem endapunktur útreikninganna er þegar ævilíkur segja að síðasti sjóðfélaginn á uppgjörsdegi líkur ævinni.

Á undanförnum árum hefur því stundum verið haldið fram að 3,5% núvirðingarstuðullinn sem notaður hefur verið í tryggingarfræðilegum úttektum sé rangur, og þá fremur fullyrt hann sé of hár. Að sumu leyti virðist umræðan byggjast á misskilningi á því hvað núvirðingarstuðullinn er. Hann er ekki, eða ætti ekki að vera, markmið fyrir raunávöxtun lífeyrissjóðanna. Það markmið ætti að vera að ná sem bestri ávöxtun á hverjum tíma að teknu tilliti til áhættu. Núvirðingarstuðullinn felur heldur ekki í sér gólf fyrir ávöxtun eigna sem lífeyrissjóðirnir fjárfesta í. Fjárfestingarstefna þeirra byggist á áhættudreifingu og eignasafnið er alltaf á hverjum tíma samsett af eignum sem eru með lægri ávöxtun og með hærri ávöxtun en meðaltalið.

Það kann að hafa stuðlað að þessum misskilningi að núvirðingarstuðullinn hefur stundum verið kallaður „vaxtaviðmið“. Það orð lýsir hins ekki vel því sem um er að ræða, þ.e. að það er raunávöxtun allra eigna lífeyrissjóða sem skiptir máli varðandi núvirðingarstuðulinn, hvort sem hún er í formi vaxta, arðs, hækkun raunverðs hlutabréfa, leigu o.s.frv.. Hlutafé er stærstur hluti eigna lífeyrissjóða og þar vegur þungt að erlendar eignir lífeyrissjóða eru að langmestu leyti í því formi. Í árslok 2023 nam hlutafé 51% af heildareignum lífeyrissjóða en vaxtaberandi eignir námu 45% af heildareignum.[5a8d6d]

Þegar öllu er á botninn hvolft þarf núvirðingarstuðullinn að vera besta ágiskun um hver raunávöxtun lífeyrissjóði verði að meðaltali þegar litið er til lengri framtíðar. Ástæðan er sú að ef stuðulinn víkur …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.