USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,6 0,4%
EUR 147,4 0,1%
GBP 169,9 0,2%
DKK 19,7 0,1%
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 0,3%
CHF 158,3 0,1%
CAD 91,2 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Órétt­lát og ómark­viss pen­inga­stefna

- veldur hærri vöxtum og bitnar harðast á þeim sem síst skyldi

peningar_10thusund
Mynd: Davíð Þór

Það er eðlileg krafa í lýðræðissamfélögum að hagstjórnarúrræði stjórnvalda séu talin réttlát og sanngjörn til að sátt geti ríkt um þau. Sérstaklega viðkvæmt er þegar byrðar hagstjórnaraðgerða eru lagðar með meiri þunga á lægri tekju- og eignahópa. Hið sama má segja um aðgerðir sem ekki bara hlífa þeim efnameiri heldur jafnvel auðga þá sérstaklega – ekki síst ef það er á kostnað þeirra efnaminni.

Slík ójafnaðaráhrif ganga gegn forskrift Adams Smith í höfuðritinu Auðlegð þjóðanna, en þar mælti hann með því að þeir efnameiri bæru almennt stærri hluta af byrðum stjórnvaldsaðgerða, til dæmis á sviði skattheimtu. Meira skyldi leggja á þá sem meiri greiðslugetu hafa – og hlífa þeim efnaminni.

Íslensk peningastefna frá 2022

Í þessari grein verða færð rök fyrir því, að sú peningastefna sem Seðlabanki Íslands hefur beitt gegn verðbólgunni síðan 2022 leggi byrðar að mestu leyti á þá sem síst skyldi, skuldug heimili í lægri og milli tekjuhópum, en hlífi þeim efnameiri og tekjuhærri. Þeir betur settu eiga hins vegar oft meiri sök á uppspenntri eftirspurn í hagkerfinu, hvort sem er í neyslu eða fjárfestingum, en það er meinsemdin sem Seðlabankinn hefur talið sig vera að ráðast á með hækkun vaxta á verðbólgutíma síðustu ára.

Að auki gætir annarra orsaka verðbólgunnar sem vaxtahækkanir vinna lítið eða ekkert á, svo sem slæm stjórn húsnæðismála og fjölgun erlendra ferðamanna (sem stórauka einkaneysluna í landinu). Óbeint auka ferðamenn einnig fjárfestingu í ferðatengdri þjónustu og innviðum. Eftirspurnardrifin verðbólga getur þannig komið úr fleiri áttum en af neyslu og fjárfestingum almenns launafólks. Að öllum líkindum kemur hún að minnstu leyti frá þeim tekjulægri og skuldugri, sem þó finna mest fyrir refsivendi Seðlabankans.

Meðalið gegn verðbólgunni er þannig gefið röngum aðilum og skýrir það að miklu leyti hversu dræmur árangur hefur náðst undanfarið í lækkun verðbólgunnar og lækkun vaxta hér á landi. Hið háa vaxtastig vinnur einnig gegn örari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem er nauðsynleg til að hemja húsnæðisdrifna verðbólgu, sem hefur verið stór þáttur hér á síðustu árum.

Skuldugir bera byrðar hávaxtastefnu

Skuldugu láglaunafólki er sem sagt refsað fyrir neyslu og fjárfestingar annarra. Vegna þess að þeir efnameiri finna minna fyrir byrðum vaxtahækkana þá draga þeir ekki nógu mikið úr eftirspurnaráhrifum sínum. Háir vextir leggjast einnig með meiri þunga á skuldug fyrirtæki en þau sem betur eru stödd með eigin fé. Hætta er á að skuldug fyrirtæki fleyti vaxtahækkunum áfram í verðhækkanir söluvara þeirra. Þessu til viðbótar veikja verðtryggð lán áhrifamátt vaxtahækkana Seðlabankans, en það er sérstaða á Íslandi. Gallar hávaxtastefnunnar eru því margvíslegir.[de9379]

Þannig verður peningastefnan ómarkvisst úrræði gegn verðbólgunni, beinist ekki nógu vel að helstu orsökum hennar. Þess vegna varð verðbólgan eftir 2022 þrálátari hér en víðast í grannríkjunum þrátt fyrir óvenju hátt vaxtastig hér, enda hefur vaxtastigið hvergi nærri lækkað í takti við lækkun verðbólgunnar sl. tvö ár.

Hið óvenju háa vaxtastig hefur stórlega dregið úr hagvexti bæði árið 2024 og á yfirstandandi ári. Í fyrra var nær enginn hagvöxtur og í ár er nú spáð 1% hagvexti, langt undir langtíma meðaltali. Atvinnuleysi virðist stefna í nærri 5% á yfirstandandi ári, sem er langt yfir langtíma meðaltali og hefði raunar verið talið kreppumerki hér áður fyrr.[c80b4d] Nú reifar Seðlabankinn að jafnvel þurfi að framkalla samdrátt í efnahagslífinu til að ná betri árangri í lækkun verðbólgunnar – en þá fer meðalið að verða skaðlegra en sjúkdómurinn.

Stýring vaxtanna í nafni peningastefnunnar er sem sagt ekki bara óréttlát heldur einnig ómarkviss. Önnur úrræði sem koma af vettvangi fjármálastefnu væru nærtækari í baráttunni við verðbólguna, annað hvort í stað vaxtahækkana að fullu eða samhliða að umtalsverðu leyti og þá með minna hlutverki peningastefnunnar.

Skoðum nánar hvernig vaxtahækkanaúrræðið dreifði byrðum á fólk í ólíkum tekjuhópum á árinu 2023.

graf

Hvernig byrðarnar dreifðust eftir tekjuhópum

Verðbólgan fór að aukast á seinni hluta ársins 2021 og vaxtahækkanir fylgdu í kjölfarið. Frá 2021 til 2023 tvöfaldaðist það hlutfall heimila almenns launafólks sem sagði erfitt að ná endum saman í heimilisrekstrinum, fór úr um 23% í 45%. Hjá verkafólki fór hlutfall heimila með fjárhagserfiðleika úr 38% í 60% á sama tíma. Þetta var mikil aukning byrða hjá launafólki, raunar ígildi risavaxinna skattahækkana á skuldug heimili.

Á meðfylgjandi mynd má sjá dreifingu byrðanna eftir tekjuhópum. Tölurnar eru fyrir vorið 2023, þegar bæði verðbólga og vextir náðu hámarki (tölurnar koma úr könnun Vörðu).

Á lárétta ásnum eru sýndar mismunandi ráðstöfunartekjur heimila eftir skatt, en á þeim lóðrétta er sýnt hlutfall heimila í mjög miklum erfiðleikum við að ná endum saman (rauðu súlurnar) og svo samanlagt hlutfall þeirra sem segja það mjög erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt (gráu súlurnar).

Eins og sjá má af myndinni var mjög sterkt samband milli ráðstöfunartekna og þrenginga við að ná endum saman í rekstri heimila í fyrra. Erfiðleikarnir voru langmestir hjá þeim tekjulægstu og fóru svo minnkandi með millitekjum og fjöruðu út þegar komið er upp í hærri tekjur heimila. Hjá þeim tekjuhæstu var hverfandi hlutfall …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Trump og hershöfðingjar
Alþjóðamál 1. tbl.

Ber er hver að baki, nema sér bróð­ur eigi

Staða Íslands á vályndum tímum
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna
eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.

Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.