USD 127,8 0,2%
EUR 147,2 0,3%
GBP 167,2 0,4%
DKK 19,7 0,3%
SEK 13,3
NOK 12,5 -0,2%
CHF 158,5 0,3%
CAD 90,7 0,1%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,8 0,2%
EUR 147,2 0,3%
GBP 167,2 0,4%
DKK 19,7 0,3%
SEK 13,3
NOK 12,5 -0,2%
CHF 158,5 0,3%
CAD 90,7 0,1%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Órétt­lát og ómark­viss pen­inga­stefna

- veldur hærri vöxtum og bitnar harðast á þeim sem síst skyldi

peningar_10thusund
Mynd: Davíð Þór

Það er eðlileg krafa í lýðræðissamfélögum að hagstjórnarúrræði stjórnvalda séu talin réttlát og sanngjörn til að sátt geti ríkt um þau. Sérstaklega viðkvæmt er þegar byrðar hagstjórnaraðgerða eru lagðar með meiri þunga á lægri tekju- og eignahópa. Hið sama má segja um aðgerðir sem ekki bara hlífa þeim efnameiri heldur jafnvel auðga þá sérstaklega – ekki síst ef það er á kostnað þeirra efnaminni.

Slík ójafnaðaráhrif ganga gegn forskrift Adams Smith í höfuðritinu Auðlegð þjóðanna, en þar mælti hann með því að þeir efnameiri bæru almennt stærri hluta af byrðum stjórnvaldsaðgerða, til dæmis á sviði skattheimtu. Meira skyldi leggja á þá sem meiri greiðslugetu hafa – og hlífa þeim efnaminni.

Íslensk peningastefna frá 2022

Í þessari grein verða færð rök fyrir því, að sú peningastefna sem Seðlabanki Íslands hefur beitt gegn verðbólgunni síðan 2022 leggi byrðar að mestu leyti á þá sem síst skyldi, skuldug heimili í lægri og milli tekjuhópum, en hlífi þeim efnameiri og tekjuhærri. Þeir betur settu eiga hins vegar oft meiri sök á uppspenntri eftirspurn í hagkerfinu, hvort sem er í neyslu eða fjárfestingum, en það er meinsemdin sem Seðlabankinn hefur talið sig vera að ráðast á með hækkun vaxta á verðbólgutíma síðustu ára.

Að auki gætir annarra orsaka verðbólgunnar sem vaxtahækkanir vinna lítið eða ekkert á, svo sem slæm stjórn húsnæðismála og fjölgun erlendra ferðamanna (sem stórauka einkaneysluna í landinu). Óbeint auka ferðamenn einnig fjárfestingu í ferðatengdri þjónustu og innviðum. Eftirspurnardrifin verðbólga getur þannig komið úr fleiri áttum en af neyslu og fjárfestingum almenns …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein